Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 24

Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 24
24 27. mars 2010 LAUGARDAGUR Þ að er erfitt að ímynda sér að fyrir þrjátíu árum hafi enginn vitað hver Bubbi Morthens var. En þannig var það nú samt. Um vorið 1979 hittust þeir í Kassagerðinni, Bubbi og bræðurnir Michael og Dani- el Pollock. Þeir áttu bandarískan föður og íslenska móður og höfðu búið til skiptis í Bandaríkjunum og á Íslandi. „Mike hafði verið í Kassagerð- inni af og til síðan 1972, en ég var nýbyrjaður,“ segir Danny. „Ég vann á gólfinu og kynntist Bubba fyrst. Hann var á lagernum. Ég kynnti hann svo fyrir Mikka. Við vorum bara að ræða málin framan af, tala um tónlist. Það var Bob Dylan-tíma- bil hjá Bubba og það fyrsta sem ég tók eftir hjá honum var að hann gat svo sannarlega sungið blús. Við fórum stundum heim til mín í lítið partíherbergi á Reynimel. Það var kannski Jack Daniels-flaska á svæð- inu og svo var gripið í gítarinn. Ég á einhvers staðar kassettu frá þess- um tíma þar sem hann er að spila Leadbelly. Svona byrjaði ballið.“ Bubbi tekur upp Ísbjarnarblús Bubbi hafði safnað frumsömdum lögum í sarpinn síðustu árin. Hann hafði samið þau á verbúðum víðs vegar um landið á meðan hann var farandverkamaður. Bubbi og Tolli bróðir hans stóðu framarlega í rétt- indabaráttu farandverkamanna og textar Bubba fjölluðu oftar en ekki um lífið í verbúðunum, þrældóminn og sukkið. Bubbi hafði gert demóupptökur sem hann fór með til upptökustjóra Tóntækni, Sigurðar Árnasonar, en Tóntækni var 8 rása hljóðver í eigu Svavars Gests. Bubbi sá fyrir sér að gera blúsaða kassagítarplötu sem átti að heita Hve þungt er yfir bænum. „Á þessum tíma var ofboðslega leiðinleg tónlist í gangi á Íslandi og eiginlega ekkert að gerast,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, sem starfrækti bókaútgáfuna Iðunni og hafði af og til gefið út plötur þegar eitthvað höfðaði sérstaklega til hans. „Svo var það einhvern tím- ann að Karl Júlíusson (leikmynda- hönnuður) segir mér frá þessum gaur. Hann hafði séð Bubba spila og syngja, líklega bara í partíi ein- hvers staðar. Þegar ég hafði sam- band var Bubbi byrjaður að taka upp og ég hitti hann í stúdíóinu. Ég sá hann spila og það þurfti ekkert að ræða það frekar. Ég þóttist hafa himin höndum tekið, þetta var svo nýtt og ferskt og mikil breyting.“ Þegar platan, sem nú hét Ísbjarn- arblús, kom út 17. júní 1980 blés Jóhann Páll til blaðamannafundar á Óðali. „Ég var mjög stóryrtur á þessum blaðamannafundi,“ segir hann. „Við gjörsamlega blöstuðum plötunni og ég sagði við blaðamenn og aðra sem voru þarna, að ef þetta væri ekki það sem koma skyldi og myndi bylta öllu, þá myndi ég hund- ur heita. Ég neyddist ekkert til að éta það ofan í mig.“ Jóhann segir að Bubbi hafi verið kúl strákur og töffari. „Hann var samt mjög ljúfur í viðskiptum. Þessi plata varð gífurleg bylting en það var aldrei inni í myndinni að ég myndi taka þetta lengra. Ég hef engan áhuga á plötuiðnaðinum. Svo það var í fullkomnu bróðerni að Bubbi leitaði til atvinnumanna með framhaldið.“ Bubbi talaði því við Steinar Berg og á Steinars- merkinu komu Bubbaplöturnar út næstu árin. Áhugafólk um nýbylgju „Ég kalla núna tónlist mína gúan- órokk. Ég var meira í „accoustic“- tónlist áður, hlustaði mikið á blús og safnaði gömlum blúsplötum, en það breyttist þegar ég heyrði fyrst í Igga Popp. Þá ákvað ég að söðla um og gerast nýbylgjurokkari,“ sagði Bubbi í fyrsta stóra viðtalinu sínu (við Pál Pálsson, birtist 22. feb. 1980 í Helgarpóstinum). Í framhaldi af þessum nývakn- aða rokkáhuga vildu Bubbi og Poll- ock-bræður stofna band og auglýstu eftir trommu- og bassaleikara í febrúar 1980. Magnús Stefánsson, ungur strákur frá Raufarhöfn, sá auglýsinguna. Magnús hafði lært á slagverk í tónlistarskóla og var lausamaður með Sinfóníunni, en sneri algjör- lega við blaðinu þegar hann var skammaður á æfingu. Hætti bæði í Sinfó og í skólanum. „Það var aug- lýst eftir áhugafólki um nýbylgju- tónlist og ég hafði samband,“ segir hann. „Ég fór þangað sem ég átti að mæta, í einhverja íbúð á Frakkastíg. Ég var hálfsmeykur. Heyrði einhver læti fyrir innan hurðina og ætlaði bara að fara, en þá heyrði einhver í mér og opnar dyrnar, gott ef það var ekki kærastan hans Mikka. Ég datt inn í stofu Pollock-bræðra og tvennt gerði útslagið með að ég var ráðinn: Að ég var í leðurjakka – reyndar með stroffi á ermunum sem þótti ekki nógu töff, en samt var þetta leðurjakki – og það að ég þekkti bassaleikara. Það var Rúnar Erlingsson (æskufélagi Magnúsar frá Raufarhöfn), sem hætti strax í byggingarvinnu á Ísafirði þegar ég hringdi í hann. Okkur var svo dröslað í stúdíó þar sem Bubbi var að taka upp og við látnir spila lag („Jón pönkari“). Við höfðum aldrei séð stúdíó áður hvað þá spilað í því með heddfón og svona. Þar með voru Utangarðsmenn orðnir til.“ Kraftur og djöfulmóður Utangarðsmenn fóru fljótt á mikið flug. Spiluðu alls staðar þar sem því var komið við. Fyrst spilaði bandið í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut 22. mars 1980. Þremur vikum síðar, 12. apríl, efndu Fræbbblarnir til tónleika í Kópavogsbíói, en þar æfðu Fræbbblarnir og höfðu hald- ið tónleika áður. „Líklega heyrðum við um band- ið frá Einari Erni (Benediktssyni). Ég hafði reyndar gert mér allt aðra hugmynd um Utangarðsmenn. Hélt að þeir væru með staðlað amerískt iðnaðarrokk eins og Foreigner, eða eitthvað,“ segir Valgarður, söngv- ari Fræbbblanna. „Mér fannst þetta flott, mikill kraftur í þeim og læti sem komu manni á óvart, en ég var ekki alveg jafn dolfallinn og marg- ir. Mér fannst músíkin góð en sviðs- framkoman höfðaði ekki alveg til mín.“ Góður kunningsskapur tókst milli sveitanna og þær spiluðu mikið saman næstu misserin, en eftir þessa fyrstu tónleika voru það Bubbi keyrði prógrammið strax af stað og söng frystihúsa- blúsinn sinn af krafti og djöfulmóði, æddi um sviðið eins og tarfur í flagi og skók sig framan í áhorfendur BUBBI MEÐ ALLA ROKKTAKTANA Á HREINU Utangarðsmenn spila rokk gegn her í Laugardalshöll 13. september 1980. MYND/KRISTJÁN A. EINARSSON Bubbabyltingin 1980 Í ár eru liðin 30 ár síðan vöðvastæltur farandverkamaður með munninn fyrir neðan nefið mætti á svæðið og gjörbylti íslenska popplandslaginu. Dr. Gunni leit aftur til ársins 1980 þegar Bubbi Morthens skall á. ■ 17. júní 1980 Iðunn gefur út Ísbjarbjarnar- blús ■ 21. júní 1980 Utan- garðsmenn hita upp fyrir hljómsveitina The Clash í Laugardalshöll. ■ 13. sept 1980 Utangarðsmenn spila í Laugardalshöll á stórtón- leikunum Rokk gegn her. ■ 1. okt 1980 Smáskífa Utan- garðsmanna Ha-Ha-Ha (Rækju- reggae) kemur út. Sönglínan „Ég er löggiltur hálfviti, hlusta á HLH og Brimkló” í titillaginu vekur athygli og ergelsi „skallapopp- ara“. ■ 27. nóv 1980 Eina LP-plata Utangarðs- manna, Geisla- virkir, kemur út og markar kaflaskil í rokksögu Íslands. ■ 31. des 1980 Í stað áramóta- skaups Ríkissjónvarpsins er á dagskrá skemmtiþátturinn Á síðasta snúning. Meðal þeirra sem koma fram eru Utangarðs- menn, sem taka tvö lög. ■ 12. feb 1981 Stjörnumessa Dagblaðsins (forveri Íslensku tónlistarverðlaunanna) haldin á Hótel Sögu. Utangarðsmenn fengu verðlaun fyrir vinsælustu plötuna og sem vinsælasta hljómsveitin. Auk þess var Bubbi valinn vinsælasti söngvarinn og vinsælasti textahöfundurinn. Bandið var að spila á Borginni, gaf skít í Stjörnumessuna og mætti ekki. Stjörnumessan var aldrei haldin aftur. Leið Bubba á toppinn Fræbbblarnir sem spiluðu á undan Utangarðsmönnum. Þessir tónleikar í Kópavogsbíói vöktu mikla athygli, enda hafði ekki sést annað eins á Íslandi. Jón- atan Garðarsson var á svæðinu og skrifaði í Þjóðviljann viku síðar: „Eftir nokkrar tilfæringar og alls konar köll áhorfenda og hljóm- sveitarmanna hófu Utangarðs- menn að leika eins konar Intró og Bubbi Morthens gekk inn á svið- ið, pönk legur til hársins og í galla- buxum og hlýrabol svo að stæltir vöðvarnir blöstu við áhorfendum. Bubbi keyrði prógrammið strax af stað og söng frystihúsa-blúsinn sinn af krafti og djöfulmóði, æddi um sviðið eins og tarfur í flagi og skók sig framan í áhorfendur. Rytma gít- arleikari Utangarðsmanna æddi einnig um sviðið, sveiflaði gítarn- um, rak hann út í loftið og mundaði hann eins og „sæðisbyssu“ og horfði með köldu stingandi augnaráði út í salinn.“ Rokksjóið endaði svo með því að Mike braut forláta Fender Tel- ecaster-gítar og fleygði brotunum út í sal. „Hefði margur unglingur- inn gjarnan gefið fötin sín á staðn- um í skiptum fyrir gítarinn,“ skrif- aði Jónatan. Smjörlíki Bubbi og Utangarðsmenn voru nú eins og snjóbolti að rúlla niður brekku. Bandið spilaði og spilaði, Bubbi tjáði sig um allt milli himins og jarðar í fjölmörgum viðtölum og fyrr er varði vissu allir hver þessi Bubbi Morthens var. Ísbjarnarblús kom út og fimm mánuðum síðar Geislavirkir. Bubbi var kominn til að vera og hefur verið meðal vor síðan, í gegnum þykkt og þunnt. Þótt hægt sé að horfa á þessa kraftmiklu byrjun í gegnum rós- rauð gleraugu tók rokkstjörnulíf- ið á og annar hver maður var kom- inn í meðferð nokkrum árum síðar. Magnús trommari horfir ekki til Utangarðsmanna-áranna með mik- illi eftirsjá. „Mín upplifun var allt- af hálfgert panik – Utangarðsmenn var mjög skrýtinn staður til að vera á andlega. Skemmandi. Maður reykti sig út úr heiminum og lang- aði kannski til að spila reggae en þá var keyrt í svaka rokk. Maður var undir rosalegu álagi og fékk mikla athygli, en á sama tíma var maður að lepja dauðann úr skel, étandi kannski Sveinsbakarís fransk- brauð með smjörlíki út í eitt. Það var mikið spilað, mikið skrifað, en ekkert borgað! Enda sprakk bandið í loft upp á endanum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.