Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 28
28 27. mars 2010 LAUGARDAGUR ELDFJALLAFRÆÐINGURINN Haraldur Sigurðsson hefur farið nokkrar ferðir upp að eldstöðvunum á Eyjafjallajökli og fylgst með ótrúlegum krafti náttúrunnar í návígi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON H araldur Sigurðs- son eldfjallafræð- ingur hefur ekki haft það náðugt undanfarna daga. Allt frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst fyrir rétt um rúmri viku hefur Harald- ur því farið ófáar ferðir, fengið far með þyrlum og jeppum, upp að eldstöðvunum. „Það er magnað að fylgjast með því hvernig hraunið hleðst upp og brýst svo fram niður bratt- ann með glóandi hrauni. Þetta er glóandi hraunfoss sem fellur úr 200 metra hæð ofan í þetta djúpa gljúfur,“ segir Haraldur. „Það eru miklir skruðningar þegar hraun- ið veltur áfram, en í því eru stórir gjallhnullungar. Við og við heyr- ast sprengingar þegar hraunið fellur þungt ofan á ísinn. Við það tætist hraunið í sundur í ösku og 3 km há öskuskýin myndast. Svo heyrast þotuhljóð uppi í gígunum sem stafar af gasi sem er að koma upp úr gígunum. Það er engu lík- ara en að það séu fjórar eða fimm þotur á sveimi fyrir ofan mann.“ Í einni af ferðum Haraldar fór hann ásamt öðrum nálægt hraun- fossinum og horfði á hann renna niður í gilið. Svo hurfu þeir frá um stund en komu aftur á sama svæði. Þá höfðu orðið sprenging- ar og höfuðstórir hnullungar eða stærri kastast upp á svæðið þar sem þeir höfðu staðið. Þrátt fyrir að gosið sé tilkomu- mikið og varasamt að koma of nærri því segir Haraldur það fremur lítið. Til að setja það í samhengi við önnur þekkt gos á Íslandi er sprungan um 250 metra löng. Í Lakagígagosinu 1783 var sprungan sem myndaðist hundr- að sinnum lengri, eða 25 kílómetr- ar. „Þetta er viss mælikvarði á stærðina á gosinu og segir okkur að þetta gæti ekki verið mikið minna, til að geta talist eldgos.“ Fann týndu borgina Jörðin og kraftur hennar hefur heillað Harald allt frá því að hann fór að vinna við jarðboran- ir á stúdentsárum sínum. „Þegar maður borar í jörðina verður maður forvitinn um hvað í henni býr og á endanum varð ég alveg heillaður og fór út til Bretlands í nám, því þá var ekki kennd jarð- fræði við Háskóla Íslands.“ Að loknu doktorsnámi var hann við eldfjallarannsóknir í Vestur-Ind- íum í Karíbahafi, þar til hann fékk fastráðningu við framhalds- deild Háskólans á Rhode Island. Þar starfaði hann í 35 ár, við kennslu og rannsóknir sem fóru fram víða um heim. Þekktastur er hann fyrir rannsóknir sínar á eld- fjallinu Tambora í Indónesíu, sem gaus árið 1815, en það var stærsta gos sem orðið hefur á jörðinni á sögulegum tíma. „Við mælum gosin í rúmkílómetrum eftir magninu á kviku sem kemur upp á yfirborðið. Surtsey er nokkurn veginn einn rúmkílómetri. Tam- bora var um hundrað.“ Tugir þúsunda fórust í gjósku- flóðinu frá Tambora árið 1815 og 117 þúsund manns vegna annarra áhrifa gossins. Þá fór svo mikið magn af brennisteini upp í heið- hvolfið að það myndaði hjúp um alla jörðina og endurkastaði sól- arljósi frá jörðinni í nokkur ár og kældi hana. Á þeim tíma varð mikill uppskerubrestur og hung- ursneyð um alla jörðina og hefur árið 1816 verið kallað árið sum- arlausa í sögubókunum. „Ég var búinn að rannsaka þetta gos í mörg ár og vissi alltaf að 10 þús- und manna bær hefði týnst. Ég fann þennan bæ árið 2004, undir þremur metrum af vikri og ösku. Allt sem var þarna í húsunum, fólkið og allt þeirra dót, var graf- ið í hvelli og hefur varðveist ótrú- lega vel.“ Bloggar um jörðina Í nær allan vetur hefur Harald- ur verið í útlöndum við rann- Glóandi hraunfossinn magnaður Einn þeirra sem hafa farið margar ferðir upp á Eyjafjallajökul til að fylgjast með eldgosinu í návígi er hinn virti eldfjallafræðing- ur Haraldur Sigurðsson. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir rétt náði í skottið á Haraldi á fimmtudagsmorguninn, áður en hann flaug aftur af stað upp á jökul, og fékk hann til að lýsa upplifun sinni undanfarna daga og bera gosið saman við önnur gos sem hann hefur rannsakað um allan heim. ÓTRÚLEG SÝN Margar af myndunum sem ljósmyndari Fréttablaðsins tók af elds um- brotunum í Eyjafjallajökli minna frekar á málverk en ljósmyndir, svo ótrúlegt er sjónarspilið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Svo heyrast þotuhljóð uppi í gígunum sem stafar af gasi sem er að koma upp úr gígunum. Það er engu líkara en að það séu fjórar eða fimm þotur á sveimi fyrir ofan mann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.