Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 38

Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 38
MENNING 4 Á mánudag koma út á vegum Undirheima, dótturfyrirtækis Uppheima á Akranesi, þrír norrænir krimmar. Forsmekkinn fengu krimmasjúkir í vikunni þegar Nem- esis, önnur saga Nesbös hins norska um fylliraftinn Harry Hole kom út. Fimmta bókin er svo væntanleg eftir páska. Nesbö er heitasti krimmahöfundur af norrænu bergi brotinn erlendis, hleypur hratt upp stigann og nálgast hæla þeirra Mankells sem lengst er kominn, Arnalds og Stiegs Larson. Uppheimabændur ákváðu að taka Nesbö til útgáfu og völdu sem fyrstu bók Rauðbrysting og slepptu tveimur fyrstu sögunum framan af. Nemesis kom út í fyrradag og er því fjórða sagan í röðinni. Sagan var snemma árs tilnefnd til Edgar Allan Poe-verðlaunanna en Nesbö hefur reynst sigursæll heima í hvers kyns keppnum. Upphaf sögunnar tendrar í lesanda í beinni lýsingu: bankaræningi gengur inn í banka, skipar að hraðbankahólf sé tæmt, heldur byssu að höfði konu í gjaldkerabás og telur niður. Þegar honum er afhentur pokinn á síðustu stundu tekur hann kon- una af lífi og gengur út. Líkt og í öllum verkum Nesbö byggir sagan á víðfeðmu sögusviði, ekki aðeins ástandi og fortíð Harrys sem er vandræðamaður en þrár og snjall í sínu fagi. Nesbö er snjall vefari fléttunnar og kemur lesanda stöðugt á óvart. Sjötta bók Camillu Läckberg, Hafmeyj- an, kemur út á mánudag. Sögusviðið er héraðið hennar að Fjallabaki á vestur- strönd Svíþjóðar sem þegar er orðið kunn- ugt íslenskum aðdáendum konunnar. Í Fjällbacka hefur karlmaður horfið spor- laust og ekkert til hans spurst. Þótt Patrik Hedström og félagar á lögreglustöðinni í Tanumshede geri allt til að finna mann- inn, veit enginn hvort hann er lífs eða lið- inn. Málið flækist enn þegar kunningja hins týnda, rithöfundinum Christian Thy- dell, taka að berast nafnlaus hótunarbréf. Hinir þrír höfundarnir sem ráðast inn í svefnherbergi íslenskra krimmasjúklinga eru ókunnir okkur. Á mánudag kemur út sagan Hvarfið eftir Johan Theorin, Svía sem fékk Glerlykilinn 2009 fyrir aðra bók sína, Nattfåk. Hvarfið var hans fyrsta glæpasaga og hlaut ensku Rýtingsverð- launin sem besta frumraun höfundar árið 2009. Í byrjun áttunda áratugarins hverfur lítill drengur sporlaust á norð- anverðu Ölandi. Fjölskylda hans, lög- reglan og fjöldi sjálfboðaliða leita hans dögum saman. Tuttugu árum síðar fær Júlía, móðir drengsins, óvænt símtal frá öldruðum föður sínum, Gerlof Davidsson. Hann óskar eftir að hún komi til Ölands og aðstoði sig við að grafast fyrir um hvarf dóttursonarins. Júlía snýr aftur á æsku- slóðir sínar og saman taka feðginin að róta í fortíðinni. Land draumanna er önnur flúnku- ný saga eftir norska rithöfundinn Vidar Sundstøl. Hún var tilnefnd til Glerlykils- ins 2009: Lögreglumaðurinn Lance Hans- en í Minnesota finnur illa útleikið lík við Superior-vatn þar vestur frá. Ungur norskur ferðamaður er myrtur á hroðaleg- an hátt. Lance finnur vísbendingar um að annað morð hafi verið framið á sama stað röskum hundrað árum fyrr þegar forfeður hans flykktust til Minnesota í leit að landi drauma sinna. Síðasta bókin af þessum síðvetrar- skammti er Vetrarblóð eftir Mons Kallent- oft en hún er væntanleg um miðjan apríl: Það er grimmdarfrost. Lík manns finnst hangandi í stöku eikartré á vindbarinni sléttu á Östergötlandi. Ummerkin á vett- vangi minna á ævaforna heiðna fórnarsiði. Malin Fors, ungri lögreglukonu og ein- stæðri móður, er falið að rannsaka málið. Kallenhoft sneri sér seint að krimmaskrif- um. Vetrarblóð kom út 2007, en áður hafði hann vakið athygli þegar fyrsta skáldsaga hans kom út 2000. Hann ku kunna vel til verka. Sögurnar fimm eru til marks um að bókaútgefendur hér heima líkt og víða um Norðurlönd ætla sér að ná til sín köku af markaðnum í hreinni afþreyingu. Það fer í taugarnar á sumum, meðan fjöldanum líkar vel að vettvangur morðsins færist alltaf nær og nær. Kæri lesandi, líf þitt er í hættu! Norrænt krimmaflóð Til vinstri er Camilla Läckberg og uppi til hægri er Jo Nesbö og þá Vidar Sundstøl niðri til hægri. át íðin er nú haldin í fyrsta sinn frá pá l ma - sunnudegi, dymbilvikuna og fram yfir páska, h e n n i lýk u r ekki fyrr en 11. apríl. Yfirskrift hennar er Frá myrkri til ljóss! Þannig vill list- rænn stjórnandi og hans starfs- fólk leggja áherslu á það mark- mið Listvinafélagsins að tengja kirkjulist túlkun á helstu atburð- um kirkjuársins, jólum og pásk- um sem og öðrum yfirskyggðum dögum í kirkjuárinu. Hátíðin er enda stærst hinna fjölmörgu tón- listarviðburða sem verða æ meira áberandi í geistlegu lífi: tónlist er æ ríkari ríkur þáttur í trúariðkun og kirkjusókn Íslendinga. Að vanda er dagskrá hátíðarinn- ar stórglæsileg og full af spenn- andi viðburðum, nefna má opn- unartónleika þar sem tónverkið The Four Beasts´ Amen eftir hinn virta sænska organista og tón- skáld, Hans Ola Ericsson, verður flutt síðla dags á morgun. Á tón- leikum Ísafoldar verður fjórða sinfónía Alfreds Schnittke á dag- skrá, og ekki síst tvöfalda loka- tónleika hátíðarinnar, þar sem Ein Deutsches Requiem eftir Brahms verður flutt af Mótettukór Hall- grímskirkju, einsöngvurum, ein- leikurum og hljómsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar. Myndlist blasir við þeim sem sækja hátíðina: biskup vígir á morgun í lok göngunnar nýja aðal- hurð Hallgrímskirkju skreytta glerverki eftir Leif Breiðfjörð og þegar inn er komið er sýning á nýju verki eftir Ólöfu Nordal. Á mánudag kallast á systur trú- artónlistar í sálmaspuna þeirra Gunnars Gunnarssonar organ- ista, Sigurðar Flosasonar blásara og Þóris Baldurssonar sem þenur Hammondinn. Ætla má að slegist verði um miða á þá uppákomu sem hefst kl. 20. Boðið er upp á listasmiðju fyrir börn á skírdag og barnakórar syngja þá síðdegis en um kvöldið er kvöldmessa með altarisgöngu þar sem flutt verður tónverk Gesualdo, Tenebrae Responsoria af félögum úr Schola Cantorum undir stjórn Hlöðvers. Frá föstudeginum langa og að páskum afstöðnum er margt í boði, en best að skoða hina ítar- legu dagskrá á www.kirkjulista- hatid.is. Í STAÐ Pálma ER BOÐIÐ UPP Á Birki Ólöf Nordal í forsal kirkjunnar en hún opnar sýningu á verkum sínum í tengslum við hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kirkjulistahátíð í Hall- grímskirkju hefst á morgun með göngu upp Skólavörðustíg. Að forn- um sið bera göngumenn greinar, ekki pálma eins og tíðkast í suðrænni löndum kristinnnar trúar, heldur nýbrumað birki. Tólfta kirkjulistahátíð Listvinafélags er eins og fyrri hátíðir mikil að vöxtum þótt veraldlegt gengi styrktaraðila hafi fallið: listin lifi r. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON M YN D PA A L A U D ESTA D . M YN D H Å KO N EIKESD A LM YN D T H RO N U LL BE RG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.