Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 44
 27. mars 2010 LAUGARDAGUR2 GÖNGUHÁTÍÐ verður í Grindavíkurlandi um páskahátíðina. Boðið verður upp á ferðir um Prestastíg, Skipsstíg og Bláalónsstíg. www.grindavik.is Regla númer eitt er að forðast skal allan fatnað úr bómullarefn- um. Bómull hefur mjög lítið ein- angrunargildi blautt og er mjög lengi að þorna. Þetta á við um nærbuxur og brjóstahaldara líka. Fleece, ull, silki og ýmis gerviefni henta betur. Íslenska ullinn er ótrúlega góð og reynist mjög vel í öllum fjalla- ferðum. Eini ókosturinn er að ullin getur orðið mjög þung ef hún blotnar og er blaut lengi. Gott er að velja íslenska ullarvettlinga og ullarhúfu en kannski frekar Fleece-peysu. Einnig ber að nefna það að belgvettlingar eru hlýrri heldur en fingravettlingar. Ullarnærföt eru mjög góð og gott að vera bæði í ullarbol og síðum ullarnærbuxum. Ef það er ringningarspá hefur reynst mér vel að vera í síðum ullarnærbux- um og svo utanyfirbuxum með öndun yfir frekar en að vera í göngubuxum því maður fer allt- af of seint í öndunarbuxurnar yfir göngubuxurnar. Ef veðurspáin er hins vegar góð setur maður utan- yfirbuxurnar í bakpokann. Góðir sokkar eru ótrúlega mikil- vægir. Sokkarnir verða að vera af réttri stærð því ef þeir eru of stór- ir þá kemur los á hælinn og hætt er við hælsæri. Mikilvægt er að hafa nýlega sokka til að þeir séu enn mjúkir. Sumum finnst gott að hafa tvöfalda sokka til að minnka núning. Ullar innri sokkar frá Víkurprjóni hafa reynst vel. Góðir skór í fjallgöngur eru fyrst og fremst þægilegir skór með góðan ökklastuðning og grófu munstri. Gott er að skór séu með öndunarfilmu svo sem eins og gore-tex en filman slitn- ar fljótt og því er miklvægt að vatnsverja skóna. Auðveldara er að vatnsverja leðurskó og endast þeir því mun lengur. Því færri saumar sem eru á skónum því síður leka skórnir og því lengur endast þeir. Utanyfirstakkur með öndun. Góður stakkur er ekki of víður þannig að hann flaksist ekki í vindi og er með góðri hettu. Einn- ig skal passa að láta ekki vera neitt bert á milli. Þegar gengið er í fínum skrið- um eða í snjó er gott að hafa legg- hlífar. Legghlífarnar skulu vera þröngar yfir skóinn og með góðu bandi undir skóinn. Í dagsferðir er gott að hafa um 10-30 l bakpoka. Mikilvægt er að bakpokinn passi vel á viðkomandi þannig að um 70 prósent þyngdar falli á mjaðmir. Góður bakpoki er einnig með góðri mittisól og með brjóstól. Í bakpokanum er gott að hafa vatn, nesti og hlýja aukap- eysu. Það að hafa góða lambhús- hettu í bakpokanum getur gert kraftaverk. Fatnaður og búnaður í gönguferðina Auður Kjartansdóttir og Pétur Þorleifsson, sem gengið hefur á yfir 500 fjöll á Íslandi. Kynning Nú streyma landsmenn til fjalla í gönguferðir og er afar mikilvægt að vera vel og rétt klæddur. Auður Kjartansdóttir, ein reyndasta fjallakona landsins og fararstjóri hjá FÍ, setti nokkra punkta niður á blað. Fullbókað er í allar háfjallaferðir Ferðafélags Íslands og má þar nefna ferðir á Hvannadalshnúk, Þverártinds- egg, Hrútfjallstinda og Miðfellstind. Á undanförnum árum hefur mikill fjöldi göngumanna gengið á Hvanna- dalshnúk, hæsta tind landsins. Þegar sá tindur hefur verið sigraður hefur göngufólk leitað sér að nýjum verk- efnum en gönguleiðir á Þverártinds- egg, Hrútfjallstinda og Miðfellstind eru allt mjög krefjandi gönguferðir í sér- lega stórbrotnu og fallegu umhverfi. Gönguferðir á alla þessa tinda krefjast bæði reynslu, þekkingar, sérútbúnaðar og góðs líkamlegs forms og mælt er með að ganga ekki á þessi fjöll nema í fylgd með reyndum fararstjórum. Háfjallaferðir njóta mikilla vinsælda Kynning Ljóst er á bókunum hjá Ferðafélagi Íslands og Útivist að fram undan er mikið og gott ferðasumar hjá landsmönnum. Þegar er orðið fullbókað í meira en helming allra ferða í ferðaáætlun FÍ og svipaða sögu er að segja hjá Útivist. Þá eru skálar FÍ á Laugaveginum að verða fullbókaðir í allt sumar. Áhugi almennings á fjallaferðum, fjallgöngum og ferðum um óbyggðir landsins hefur aukist gríðarlega á sl. árum og má allt að því ræða um tísku- bylgju en nú má segja að það sé enginn maður með mönnum nema að fara að minnsta kosti í eina góða gönguferð á sumri. Þeir sem til þekkja af eigin reynslu eru þó ekki hissa á þessari þróun því fátt er heilnæmara, skemmtilegra og meira gefandi en gönguferð til fjalla og í óbyggðum fjarri hraða nútímasamfélags og amstri hversdagsleikans. Mikil bókun í ferðir og skála í sumar Þyrluferðin að gosstöðvum tekur um klukkutíma en flogið er eftir eftirspurn gesta og veðri og að sögn Ólafar Valgeirsdóttur, starfs- manns Hótels Rangár, hafa ferð- irnar notið mikilla vinsælda í vikunni. „Veðurspáin er góð fyrir helg- ina þannig að við búumst við áframhaldandi eftirspurn. Fólki er hleypt út úr þyrlunni í nálægð við gosið ef veður leyfir þannig að með þessu móti á fólk að geta komist eins nærri gosinu og hægt er,“ segir Ólöf en ferðirnar í vik- unni hafa verið farnar á um það bil tveggja klukkutíma fresti. Hótel Rangá býður upp á heild- arpakka, með þyrluflugi, gistingu, kvöldverði og morgunverðarhlað- borði og kostar pakkinn 60.000 á mann miðað við að að gist sé í tveggja manna herbergi. Þeir sem hyggjast bara nýta sér þyrluflug- ið borga hins vegar 45.000 á mann. Síðasta ferð er farin klukkan sjö á kvöldin og fyrstu ferðir í vikunni hafa verið farnar á breytilegum tíma og var til dæmis fyrsta ferð á föstudag klukkan 11. - jma Í þyrlu að gosstöðvum Margir hafa nýtt sér þyrluflugið sem Norðurflug sér um og eftirspurn verið mikil í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Norðurflug sér um þyrluflugið frá Hótel Rangá en hægt er að fá sérstakt gistitilboð á hótelinu þessa dagana. Frá Hótel Rangá geta ferða- menn flogið að gosstöðvum á Fimmvörðuhálsi með þyrlu en Norðurflug sér um flugið, á tveimur þyrlum. • Sólgeraugu• Secondskin fyrir hælsæri sem mikilvægt er að nota strax og byrjað er að finna fyrir særindum • Myndavél• Skíðagleraugu• Göngustafir• Pappír• Stóran skammt af góðu skapi Annað sem gott er að hafa með: Traustir ferðafélagar Ferðafélag Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.