Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 45

Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 45
LAUGARDAGUR 27. mars 2010 3 Ævi og störf Snorra Sturlusonar settu meira mark á sögu og menn- ingu þjóðarinnar en flestir aðrir Íslendingar. Aðalbústaður hans um ævina, Reykholt í Borgarfirði, trekkir því ferðamenn, erlenda sem innlenda, að og ekki að búast við að áhugi Íslendinga minnki eftir að hafa kynnst ævi Snorra nánar um jólin í bók Óskars. Enda upplifunin sérstök að geta skoðað meira en 750 ára gömul mannvirki sem Snorri lét reisa í sinni tíð, Snorralaug, göng og heitavatns- og gufustrokka. Ferðamóttaka Snorrastofu og Þjóðminjasafnið sjá um að kynna menjar frá tíma Snorra fyrir ferða- mönnum og þeir sem vilja taka upp- lifunina alla leið geta til að mynda pantað gistingu á hótelinu á staðn- um eða gistihúsi og varið nokkrum dögum í sama umhverfi og Snorri lifði og hrærðist í megnið af ævi sinni. Þess má geta að á Fosshóteli er sérstakt heilsusetur sem bygg- ist á því að gestir njóti slökunar og endurnæri líkama og sál. Það er einstök tilfinning að geta barið svo gamlar minjar augum á Íslandi en sem dæmi má nefna að Snorralaug hefur varðveist það vel að hún er í dag enn nothæf. Snorri lá langdvölum í lauginni en hann þjáðist líklega af gigt og stundaði því heit böð til að lina verki. Laug- in var ein af fyrstu friðlýstu forn- minjunum á Íslandi. Frá setlaug- inni liggja jarðgöng til bæjar og hefur hluti þeirra verið grafinn upp. Snorri lét einnig reisa þau, en jarðgöng sem þessi voru þekkt annars staðar í höfðingjasetrum Evrópu á tímum Snorra. Að laug- inni liggja svo tveir fornir vatns- veitustokkar. Menningar- og miðaldasetri, Snorrastofu, var komið á fót til minningar um Snorra í lok 20. aldar og hefur stofnunin haldið námskeið og sett upp sýningar. Snorrastofa er við hlið kirkjunnar í Reykholti og er þar til að mynda gott bókasafn. Umhverfi Reykholts fékk verðlaun fyrir tveimur árum fyrir gott við- hald, stígagerð og fallegt umhverfi. Bæði er því hægt að ganga um umhverfið og ekki síður hjóla, en Fosshótel leigja út fjallahjól fyrir gesti hótelsins. juliam@frettabladid.is Ferðast á slóðir Snorra Ein af metsölubókum síðustu jóla var ævisaga Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson. Fyrir þá sem lásu bókina um jólin væri ekki úr vegi að skella sér í framhaldinu á slóðir hins fræga Íslendings. Stytta af Snorra Sturlusyni er framan við gamla Héraðsskólann í Reykholti. Norðmenn færðu Íslendingum styttuna að gjöf árið 1947. Snorri lá langdvölum í lauginni sem hann lét reisa en sökum gigtar var hann hrifinn af því að nýta jarðhitann. Kynning Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er önnur vinsælasta gönguleið landsins á eftir Laugaveginum. Á milli sex til átta þúsund manns ganga leiðina á hverju sumri. Hraun úr gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi hefur nú runnið yfir gönguleiðina og hafa fjölmargir leitað bæði til Ferðafélags Íslands og Útivistar og spurt hvað verði með gönguleiðina í sumar. Ef gosið hættir nú á næstu vikum eru allar líkur á því að í sumar verði hægt að ganga yfir hraunið sem runnið hefur yfir gönguleiðina. Ef gosið heldur áfram næstu mánuði og fram á sumar verður unnið að því að finna trygga og örygga leið fram hjá gosstöðvum en líkur eru þó á því að leiðin sem heildarstígur úr Þórsmörk í Skóga verði lokuð. Þá verður gengið frá Skógum upp á Fimm- vörðuháls og til baka, eða úr Goðalandi, upp á Morinsheiði og til baka. Bæði Ferðafélag Íslands og Útivist munu bjóða upp á ferðir að gosstöðvum með fararstjórum. Áhugasamur ferðamaður sendi inn þessar myndir með örnefnum á Fimmvörðuhálsi. Örnefni á Fimmvörðuhálsi Ferðafélag Íslands auglýsir eftir sjálfboða- liðum til skálavarðastarfa í skála félagsins í Hvítárnesi, elsta fjallaskála félagsins. Hægt er að sækja um skálavörslu í viku til tíu daga í senn í þessum einstaka skála. Eingöngu félagsmenn koma til greina í starfið. Áhuga- samir sendi inn umsókn á fi hjá fi.is. Sjálfboðaliðar óskast til skálavörslu í Hvítárnesi Ferðafélag Íslands FJÖLBREYTT STARFSEMI Í YFIR 80 ÁR Líf og fjör í starfseminni Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Allir finna eitthvað við sitt hæfi Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferða áætlun félagsins geta flestir fundið eitt hvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátt- takendum. Öflug útgáfustarfsemi Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sér- kjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu hand- hægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Sjálfboðastarf í góðum félagsskap Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboða- starfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnu- ferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu göngu leiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Samgöngubætur og uppbygging svæða Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúru vernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmanna- laugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhúsin standa öllum opin Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðs vegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu. www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is | Veffang: www.fi.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.