Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 76
L jóðasafn Ingibjargar Har- aldsdóttur sem kom út á síðasta ári er kærkom- in bók. Allar ljóðabækur Ingibjargar, sem marg- ar hverjar hafa verið ófáanlegar um árabil, eru hér saman komn- ar og úrval þýðinga hennar. Bók- inni fylgir Dagný Kristjánsdóttir úr hlaði með grein um ljóð skáld- konunnar sem kallast af mikilli smekkvísi á við stílbrögð ljóðanna og hugblæ; orðvör grein, yfirveg- uð og yfirlætislaus, í senn alþýð- leg og fróð, vekur spurnir frem- ur en að veita svör við öllu, opnar lesandanum sýn á það sem augað mætti greina að baki málsins og eggjar hann til dáða með vísan í heimspeki og lærdóm fremur en að taka af honum ómakið og botna fyrir hann vísuna. Til fyrirmynd- ar hvernig fræðikonan dregur sjálfa sig í hlé, ber augljósa virð- ingu fyrir skáldinu og lesandan- um, forðast að láta ljós sitt skína og lætur skáldskapinn tala sínu máli. Kona um konu. „Las bókina á enda án þess að líta upp, gat ekki lagt hana frá mér fyrr en í lokin“ eru vinsæl dóms- orð um spennubækur – en 330 síðna ljóðasafn? Fullgildur dómur í þessu tilfelli. Var hugfanginn af bókinni og undrast að safnbók geti myndað svo markvissa list- ræna heild (sem raun ber vitni) með innra samræmi, innri tilsvör- un og stígandi. Sérhver ljóðabók- anna er þaulhugsuð (eins og ljóðin sjálf), byggð upp einsog bragvíst ljóð eða orðagaldur með áhrifa- ríkum endurtekningum og fram- vindu sem lýtur eigin sértæku tímaskyni og speglar því gjarn- an veruleikann í tvöfaldri skugg- sjá, ytra lífs og eigin listar. Og safnið í heild sinni lýtur lögmál- um sömu ögunar – næstum einsog sígild epík – og nær hámarki með ljóðabókinni Hvar sem ég verð (2002) sem tvímælalaust er ein besta bók nýrrar aldar á íslensku og hrein unun að gefa sig henni á vald. Ljóð sem magna máttugan seið með hæverskum orðum, jafn- vel þögn og eins konar andakt sem þó er víða myrk og jafnvel grimm. Ljóð sem blása í næstum ósýnileg- ar glæður sem kveikja í sömu svip- an tignarlegt bál í hugskoti les- andans, síðu eftir síðu, „stríð eftir stríð“ (232) – „ó að lífið væri ljóð“ (136). Þýðingarnar virka síðan einsog áhrínisorð í lokin eða hnit- miðuð samantekt, bergmála inntak bókarinnar og árétta erindið þótt nýjar raddir kveðji sér þar hljóðs. En eins og allir vita er skáldkonan í hópi fremstu þýðenda á íslenska tungu; á stórvirki að baki í þeim efnum, skáldsögur og ljóð. Seint verða þau sannindi ofkveð- in að nútímaljóði er næsta von- laust að lýsa með öðrum orðum en ljóðinu sjálfu. Endursögn jafnan marklaus eða beinlínis villandi. Það má greina ljóðið og túlka, spá í það, spyrja að vild, meta gildi þess og ágæti (með rökvísi og tilfinn- ingu, dómgreind og skynjun), en sé „efni“ þess aðgreint frá „form- inu“, þess freistað að afklæða ljóð- ið „búningi“ sínum og sniði í leit að efnislegum kjarna og innri eig- indum, er lesandinn jafnan á villi- götum. Inntak ljóðsins er fólgið í formgerð þess; venslum og afstæð- um allra þátta, „innri“ jafnt sem „ytri“. Hvað? og hvernig? er þar ein og sama spurningin (þótt rit- rýnir leiki sér gjarnan að því til glöggvunar og einföldunar að stía þessum spurningum sundur um stundarsakir). Skáldskapur Ingi- bjargar Haraldsdóttur er hrein- ræktað dæmi um þessa eiginleika nútímaljóðsins og mjög snúið að skilgreina eða útlista einkenni ljóðanna og ágæti. Kennitákn þeirra er skáldlegur þroski; tær og fullsköpuð orðlist sem þó ligg- ur mikið á hjarta. Einkennandi er hversu mögnuð og víðtæk hughrif þau vekja með einföldum orðum og sparsömum brögðum, hversu skír þau eru og einföld (óflókin) en þó ávallt nýmæli: afhjúpa lát- laust hið óvænta, valda hugljómun sem í senn er vitræn hrifning og tilfinningaleg, og hvernig þau end- urskoða stöðugt og endurmeta hug- takið „tími“. Dæmi eru mýmörg. Flökt (bls. 197) er úr ljóðabókinni Höfuð konunnar (1995) og endar í spurn: Skuggar okkar vængjaðir milli dags og nætur Svefnvana kyrrð Vagnhjólaskrölt í götuljósaskini Hrekk upp úr draumi: er tíminn enn á sínum stað? Var það ég sem villtist? Þá má benda á ljóðið Núna (bls. 174) úr sömu bók. Alvara einkennir einnig ljóð skáldkonunnar og að sjálfsögðu áhersla þeirra á veröld konunnar, jafnt hugarheim sem samfélag, og (sér)stöðu í samtímanum. Mæland- inn er jafnan kona og sjónarhornið er vísvitandi kynbundið, ljóðin eru víða mjög persónuleg og „lýrísk“ í þeim skilningi að skáldið sækir óspart viðmið í eigin ævi og reynslu, opnar hug sinn og hjarta, ljóðin eiga sér víða rót í raunverulegum atvik- um en eru þó aldrei „einkaleg“ eða sjálfhverf. Og alvara þeirra er allt í senn siðleg, pólitísk og kvenleg. Ljóðin, einkum framan af, eru líka meðvitað „andóf“ gegn tor- og tví- ræðni atómskáldanna (sem flest voru karlar), og sniðganga það frumeinkenni módernismans að fjalla (öðrum þræði) um sjálf sig, Skáldskapinn og Orðið. En þó erind- ið sé brýnt, alúðin blóðheit og boð- orðið ágengt, tala ljóðin ógjarnan út og gefa lesandanum færi á þrot- lausri leit. Botnum þetta með yndis- legu ljóði: Endurkomu (bls, 147) úr Nú eru aðrir tímar (1989): Þá kom hún og sá að allt hafði breyst nema ekkert ekkert var eins nema allt og margt hafði gleymst en lifði og var þrátt fyrir árin sem liðu þá kom hún og sá líf sitt gára lygnan flöt tímans óendurkræft líf sitt Sigurður Hróarsson Ó að lífið væri ljóð Ingibjörg Haraldsdóttir skáldkona. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bókmenntir ✶✶✶✶ Ljóðasafn Ingibjörg Haraldsdóttir Meiri orka og betri einbeiting! Upplagt í próflesturinn og vorverkin! Énaxin er jurtabætiefni með m.a. Rhodiolu og Schisandra sem eru frábærar til að bæta orku, einbeitingu og lífgleði. Fáanlegt bæði í mixtúru- og töfluformi. Upplagt að byrja á kúr og taka fyrst inn mixtúruna og viðhalda áhrifun¬um með töflunum. Metasys er snilldarefni fyrir þá sem þurfa að léttast, auka orku og úthald. 100% náttúrulegt efni sem kemur þér í kjörþyngd. NutriLenk er gott bætiefni og frábært byggingarefni sem hefur hjálpað fjölmörgum Íslendingum að bæta liðheilsuna og aukið lífsgæðin þeirra til muna! Pro-Gastro8 Himnasending fyrir meltinguna. Pro-Gastro 8 er minnst auglýsta og ein mest selda heilsuvaran á Íslandi. Fólk með flóknustu melt- ingarvandamál hefur fengið verulega bót með því að nota þessa vönduðu náttúrulegu góðgerla. Pro-Gastro 8 er oft kallað franska leyndarmálið bak við flatan maga Nú er rétti tíminn til að léttast! Bætt liðheilsa, betri lífsgæði Himnasending fyrir meltinguna! Ofangreindar vörur fást í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.