Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 82
38 27. mars 2010 LAUGARDAGUR V ið vorum aldrei reiðir ungir menn og verðum vonandi aldrei reiðir gamlir menn, heldur höfum við alltaf verið fremur glaðir og skapgóðir. Og svo er enn,“ segir Jakob Frímann Magnússon, hljómborðs leikari og einn stofnenda Stuðmanna sem stigu fyrst á svið á Hótel Sögu 25. mars árið 1970 og fögnuðu því fertugsafmæli sínu í vikunni. Vart þarf að kynna Stuðmenn, enda hafa þeir verið öðrum ötulli við að halda landanum í stuði þessa fjóra áratugi, með mislöng- um hléum þó. Jakob nefnir ein- mitt þessar reglubundnu pásur sem hluta af leyndardómnum að baki langlífi sveitarinnar. „Stund- um höfum við keyrt Stuðmenn stíft í skamman tíma, stundum í langan tíma og tekið breik inn á milli, stundum í árum talið og stundum mánuðum. Það skiptir máli og auðvitað líka þau sterku bönd sem mynduðust strax í upp- hafi. Allir eru góðir vinir og það er alltaf gaman. Þegar best hefur tekist til hefur þetta verið frá- bært, en það eru hæðir og lægð- ir í þessu eins og í lífinu sjálfu. Þannig á það vera,“ segir Jakob. Aðspurður segir hljómborðs- leikarinn að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort haldið verði sérstaklega upp á afmæl- isárið. „Það er í skoðun, en ef svo verður þá verður það á síð- ari hluta ársins. Það er mikið annríki hjá öllum Stuðmönnum, en ég geri ekki ráð fyrir öðru en það verði í það minnsta eitt gott partí,“ segir Jakob Frímann. Í það minnsta eitt gott partí Síðastliðinn fimmtudag voru liðnir fjórir áratugir frá því að Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, stigu fyrst á svið á árshátíð MH á Hótel Sögu. Kjartan Guðmundsson leit á nokkrar ljósmyndir og rifjaði upp ferilinn með Jakobi Frímanni Magnússyni. Stuðmenn og Einar Örn Benedikts- son, umboðsmaður sveitarinnar frá 1986 til 1988, í garðinum hjá Agli Ólafssyni á Grettisgötunni. „Einar er eini umboðsmaðurinn sem við höfum haft utan sveitarinn- ar, sem gerði allt sem ætlast var til af honum og meira til. Sykurmolarnir komu fyrst fram sem upphitunar- hljómsveit hjá Stuðmönnum, fyrst í Poppminjasafninu í Sigtúni og svo á stórtónleikum í Laugardalshöllinni. Þeir tónleikar urðu allt of dýrir og því lítið til skiptanna, en Einar stakk upp á að Sykurmolarnir fengju borgað í stúdíótímum í Sýrlandi, þar sem þeir hljóðrituðu svo Ammæli og fleiri af sínum fyrstu lögum. Einar er í raun arkitektinn að Sykurmolunum og þar með hinni raunverulegu íslensku tónlistarútrás. Við sáum afskaplega mikið eftir honum.“ Ofboðslega frægur Fyrsta útgáfa Stuðmanna stillir sér upp við rauða Ford Cortina-bifreið Margrétar Árnadóttur 20. mars 1970, örfáum dögum áður en fyrstu Stuð- mannatónleikarnir fóru fram á árshá- tíð MH á Hótel Sögu. Jakob Frímann og Ragnar Danielsen léku á gítar, Valgeir Guðjónsson á trommur og Gylfi Kristinsson á bassa. Sveitin lék þrjú frumsamin lög og eitt instrúm- ental-númer, lagið Millionaire. „Örn Andrésson, rótari sveitarinnar og sérstakur umboðsmaður á þessum tíma, sá um að smygla vodkaflösku inn á Sögu og svo steyptum við í okkur nákvæmlega mátulegum skammti til að losna við kvíðann en vorum fullir af orku og kæti. Það varð allt brjálað og margir reyndu að bóka okkur á fleiri tónleika, en við gáfum ekki kost á því strax,” segir Jakob. Hve glöð er vor æska SAGAN ENDURTEKUR SIG Stuðmennirnir Tómas Tómasson, Jakob Frímann Magnússon og Ásgeir Tómasson brugðu sér á Sögu- slóðir á afmælisdaginn, lituðust um á gamla heimavellinum og höfðu gaman af. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stuðmenn ásamt forvígisfólki Gay Pride-dagsins, þeim Páli Óskari og Dagnýju, árið 2001. „Sveitin var beðin um að taka þátt og af því tilefni skírðum við okkur tímabundið Hýrark, en nafnið er dregið af því þegar hýrir arka. Tómas Tómasson bassaleikari var tiltölulega nýkominn út úr skápnum þegar þetta var og hafði komið fram með Hljómsveit Homma Homm, og var sú nafngift nokkuð sjálfgef- in. En við hin tókum okkur líka ný nöfn í tilefni dagsins; Gayi, Draghildur, Mey- þór, Legill, Hólkur og Bakop. Páli Óskari þótti þetta ekkert sérstaklega fyndið en lét sig hafa það í þetta eina skipti,“ segir Jakob. „Ógleymanlegir hljómleikar Stuðmanna í Royal Albert Hall í London árið 2005, þar sem þau systkin frá Lúkkalæk, Bretadrottning og Ringo Starr, stigu meðal annars á svið,” segir Jakob. Stuðmenn á hringsviðinu á Hótel Sögu árið 1976, hinu sama og sveitin þreytti frumraun sína á sex árum fyrr, í tilefni af útgáfu breiðskífunnar Tívolí. „Þarna má sjá Hjalta Hafsteinsson í bakgrunni, æskuvin okkar úr skátahreyfingunni, rótara okkar á þessum tíma og síðar bílstjóra Þursaflokksins, en magi Hjalta prýddi umslag hljómplötunnar Þursabit. Egill var Hveitibjörn, Þórður hinn íslenski sveitamaður, Tómas var fjallkonan og Valgeir Hr. Reykjavík. Við hljómborðsmennirnir lendum oft utan rammans, en ég var Frímann Flygen- ring flugkappi holdtekinn,“ segir Jakob. Nokkrum árum síðar orti Valgeir: „Ég myndi gera næstum hvað sem er fyrir frægðina, nema kannski að koma nakinn fram”. Popplag í G-dúr Slá í gegn Tívolí M YN D /L JÓ SM YN D A SA FN R EY K JA VÍ KU R FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.