Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 4
4 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Vaxandi líkur eru á að kreppan á Íslandi verði ekki jafndjúp og búist var við, þótt hún verði djúp engu að síður. Þetta segir í niðurstöðum skýrslu starfshóps Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) vegna ann- arrar endurskoðunar efnahags- áætlunar stjórnvalda og sjóðsins. Mark Flanagan, yfirmaður sendi- nefndar AGS um málefni Íslands, kynnti skýrsluna í gær. Búist er við að efnahagsbati hefjist á seinni hluta þessa árs, en líði þó fyrir nokkurn mótvind vegna skulda einkageirans og niðurskurðar hins opinbera. „Við lukum annarri endurskoðun efna- hagsáætlunarinnar á föstudag- inn var, 16. apríl, og á grundvelli hennar hefur sjóðurinn greitt Íslandi 160 milljónir dala,“ sagði Mark Flanagan, við upphaf síma- fundar þar sem skýrsla sendi- nefndar sjóðsins var kynnt. Hann áréttaði að sú töf sem orðið hafi á endurskoðuninni nú hafi ráðist af óvissu um fjármögnun áætl- unarinnar. „Í lok mars fengum við staðfest að fjármögnun væri í höfn og að hún væri trygg til næstu tólf mánaða. Og að horfur væru á að full fjármögnun feng- ist fyrir lok tímamarka áætlun- arinnar,“ sagði hann. Mark Flanagan lagði á það áherslu að orðalag í viljayfirlýs- ingu stjórnvalda um lausn Icesa- ve-deilunnar væru frá stjórn- völdum komin. AGS stæði fyrir utan tvíhliða viðræður stjórn- valda hér við Breta og Hollend- inga um málið og kæmu ekki að þeim á nokkurn hátt. Hann taldi þó líklegt að orðalagið hafi liðk- að fyrir því að Norðurlönd hafi veitt vilyrði fyrir stuðningi við fjármögnun efnahagsáætlunar ríkisins og AGS, en stjórnvöld áréttuðu vilja sinn til að ná sam- komulagi um Icesave. Fram kemur í skýrslunni að þremur lykilþáttum efnahags- áætlunar ríkisins og AGS sé nú lokið og sá fjórði, endurskipu- lagning sparisjóðanna, sé á loka- stigi. Fram kemur að viðræður sendinefndar AGS og stjórnvalda hér hafi að mestu snúist um hvernig styðja mætti við efna- hagsbata um leið og mætt væri markmiðum um bætta fjárhags- stjórn hins opinbera og endur- skipulagningu fjármálakerfisins. Stjórnvöld og starfsfólk sjóðsins hafi verið sammála um að betri horfur fyrir hið opinbera leyfi heldur minni samdrátt opinberra útgjalda á þessu ári en stefnt hafi verið að. Um leið þurfi að hraða vinnu við endurskipulagningu einkaskulda, hvort heldur þær eru einstaklinga eða fyrirtækja. Í skýrslu sendinefndar AGS er fagnað þeim skrefum sem Seðla- bankinn tók til stuðnings krón- unni með því að efla gjaldeyr- ishöft, en með því hafi myndast rúm fyrir tilslökun vaxta sem styðji við hagvöxt. En vegna óvissu sem enn sé uppi um nákvæma tímasetningu fjár- mögnunar efnahagsáætlunar stjórnvalda hafi verið samdóma álit starfshóps AGS og stjórn- valda að leggja aukna áherslu á að auka gjaldeyrisforða Seðla- bankans. Mark Flanagan segir að því stefnt að aflétta höftum jafn- skjótt og auðið sé, en það verði þó tæpast á næstu tólf mánuð- um, þótt það gæti mögulega haf- ist fljótlega eftir þann tíma. „Við þurfum að gera þetta í skrefum þar sem hægt verður að tryggja stöðugleika gjaldmiðilsins.“ Flanagan segir búist við að við- ræður vegna þriðju endurskoðun- ar efnahagsáætlunarinnar hefjist í kringum júní á þessu ári. „Þá leggjum við mat á stöðuna og gerum þær leiðréttingar á stefn- unni sem við teljum þörf á. Meðal þeirra mála sem við búumst við að ræða eru lok endurfjármögn- unar sparisjóðanna, umbætur á reglum um endurskipulagn- ingu einkaskulda til að ganga úr skugga um að hún gangi vel og þær aðgerðir sem þörf er á í fjár- málum hins opinbera á árunum 2011 og 2012.“ olikr@frettabladid.is PI PA R\ TB W A S ÍA 92 60 3 -5kr. VIÐ FYR STU NO TKUN Ó B-LYKIL SINS SÍÐAN A LLTAF -2kr . OG VIL DARPUN KTAR Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141 ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair. Höftum ekki aflétt í bráð Viðræður vegna þriðju endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS hefjast í kringum júní. Þá verð- ur horft til loka endurfjármögnunar sparisjóðanna. Yfirmaður sendinefndar AGS sagði á símafundi í gær að gjaldeyrishöftum yrði hér viðhaldið næsta árið hið minnsta og að flöt skuldaafskrift væri arfaslök hugmynd. FULLTRÚAR AGS Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, voru til svara á símafundi með blaðamönnum í gær. Franek í Reykjavík og Mark í Washington í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Stjórnvöld hafa gert heilmikið til að koma á regluverki fyrir endurskipu- lagningu einkaskulda, en aðgerðirnar hafa því miður komið brotakennt fram og því hafa komið fram væntingar um frekari aðgerðir, og oft á tíðum óraunhæfar,“ sagði Flanagan og nefndi þar á meðal kröfur um flata afskrift skulda. „Peningar til slíkra aðgerða eru ekki til. Ef einhver hugmynd er vond, þá er það þessi hugmynd.“ Flanagan sagði að afskriftir ættu ekki alls staðar við heldur þyrfti að vega og meta hverju sinni. „Ástæðulaust er að afskrifa háar skuldir hjá einhverjum sem einnig á miklar eignir. Stjórnvöld hafa náð árangri, en óheppilegt að hann hafi komið fram í skrefum sem virðast hafa ýtt undir væntingar um fjársjóð við enda regnbogans. Þar er engan fjársjóð að finna.“ Enginn fjársjóður við enda regnbogans VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 17° 11° 10° 14° 17° 9° 9° 21° 13° 19° 19° 30° 9° 15° 18° 2° Á MORGUN 5-10 m/s. LAUGARDAGUR Stíf austanátt S-til annars hægari. 0 -1 -2 -2 -2 -4 -3 0 -1 2 7 5 6 3 4 2 4 5 6 5 5-4 3 1 11 0 0 1 4 6 -1 GLEÐILEGT SUMAR! Sumarið heilsar víða fallega með sól og stillu en hins vegar með dálítilli slyddu sunnanlands. Það verður víða hægviðri í dag en hægt vax- andi suðaustanátt við suðurströndina og verður hún frem- ur stíf þar á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL „Helstu lykilstærð- ir eru betri en menn spáðu. Sam- dráttur í fyrra var talsvert minni en menn gerðu ráð fyrir og góður afgangur var af vöruskiptum. Í raun erum við aðeins á undan áætlun þótt mörg verk séu enn eftir,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra, um skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna annarrar endurskoðunar efnahags- áætlunarinnar. Hann segir miður að reikna megi með samdrætti á þessu ári. Til betri vegar horfi á því næsta. „Þá náum við aftur vopnum okkar,“ segir hann. Gylfi viðurkennir að ákveðn- ir þættir hefðu mátt ganga hrað- ar, svo sem fjárhagsleg endur- skipulagning sparisjóðakerfisins og endurskipulagning einkageir- ans, sem hann telur að muni taka á. „Það er enginn ágreiningur um að best er að vinna þetta fljótt og vel. En boltinn er hjá bönkunum. Ríkið setur umgjörðina en stýrir því ekki,“ segir hann en tveir af viðskiptabönkunum eru að mestu í eigu kröfuhafa. „Ríkið setur rammann með löggjöf og hefur ýmis áhrif á fjármálageirann í gegnum eftirlitsstofnanir. Við reynum að skapa forsendur svo menn spýti í lófana. - jab Endurskipulagning einkageirans verður erfið og tekur á, segir viðskiptaráðherra: Boltinn er hjá bönkunum GYLFI MAGNÚSSON Stjórnvöld skapa forsendur til að flýta fyrir erfiðri fjárhags- legri endurskipulagningu einkageirans, að sögn viðskiptaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Hrun efnahags- lífsins í kjölfar áhættusækni má ekki verða til þess að íslensk fyrirtæki hætti að fjárfesta, að sögn Vilmundar Jósefssonar, for- manns Samtaka atvinnulífsins, í opnunarávarpi á ársfundi sam- takanna í gær. Vilmundur lagði ríka áherslu á fjárfestingar sem leið út úr kreppunni, ekki síst í orkufrek- um iðnaði. Hann gagnrýndi hins vegar stjórnvöld, sérstaklega umhverfisráðherra, sem hann sagði standa í vegi fyrir fjárfest- ingum með töfum á framkvæmd- um: „Tilgangurinn virðist fyrst og fremst sá að þjóna þröngum, pólitískum hagsmunum.“ - jab Samtök atvinnulífsins: Stjórnvöld eru þröskuldur VILMUNDUR JÓSEFSSON Áhættusækni fyrir hrunið hér má ekki verða til þess að íslensk fyrirtæki hætti að fjárfesta, að sögn formanns Samtaka atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ódýrari strætó á næstunni Strætó bs. býður 33 prósenta lengri gildistíma á kortum sem keypt eru á vef fyrirtækisins. Tilboðið gildir fram í miðjan október. SAMGÖNGUR Má heita Eres Mannanafnanefnd hefur samþykkt að kvenmannsnafnið Eres verði fært á mannanafnaskrá. Nafnið fallbeygist þannig: Eres – um Eresi – frá Eresi – til Eresar. MANNANAFNANEFND LÖGREGLUMÁL Alvarleg líkamsárás var framin í fjölbýlishúsi í neðra Breiðholti um þrjú leytið í fyrri- nótt. Tveir menn gengu í skrokk á manni sem var fluttur á slysa- deild mikið slasaður í andliti. Nágrannar vöknuðu við mik- inn hávaða og kölluðu á lögreglu, en árásarmennirnir voru á brott þegar hún kom á vettvang. Vitað er hverjir árásarmennirnir eru, og er þeirra nú leitað. Málið virð- ist tengjast einhvers konar upp- gjöri og hafa árásarmennirnir áður gerst brotlegir við lög. Gengið í skrokk á manni: Alvarlega slas- aður eftir árás AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 21.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,9464 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,98 127,58 195,61 196,57 70,17 171,13 22,863 22,997 21,518 21,644 17,745 17,849 1,3614 1,3694 192,67 193,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.