Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 18
18 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR SOFIÐ Á FLUGVELLI Þessi farþegi breiddi handklæði yfir andlit og skrokk meðan hann beið eftir flugi á flugvell- inum í Frankfurt í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍK Hrafni Gunnlaugssyni, leikstjóra á Laugarnestanga, er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðarmarka sinna. Þá mega borg- aryfirvöld fjarlægja framkvæmd- ir Hrafns þar. Svo segir í samningi Hrafns við Reykjavíkurborg frá árinu 2003. Borgin kveður Hrafn ekki hafa farið eftir þessum samningi og hefur sent Hrafni nokkur bréf til áskorunar og viðvörunar. Nú hreinsar borgin svæðið. Einnig hefur Fornleifavernd rík- isins sent honum bréf sem heitir „Brot á þjóðminjalögum“ og segir þar að fornleifar í borgarlandinu kringum lóð Hrafns séu „þaktar aðfengnum steinum og járni“. „Það gilda sömu reglur um Hrafn og aðra,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra fram- kvæmda- og eignasviðs Reykjavík- ur: „Þessi hreinsun er hreinsun á borgarlandi. Ég átti góðan fund með Hrafni í gær [þriðjudag] þar sem við fórum yfir málið og það er skilningur á milli okkar um hvers vegna við erum að gera þetta,“ segir hún. Umrætt borgarland er land- námsjörð og þar eru því friðlýst- ar fornminjar. Að auki er svæðið skilgreint sem útivistarsvæði og á náttúruminjaskrá. Hrafn hafði breytt landinu nokk- uð fyrir árið 2003 og samkvæmt fyrrgreindum samningi fær hann greiddar tíu milljónir króna að frá- dregnum kostnaði við að koma lóð- inni í samt horf. Síðan hefur Hrafn enn breytt lóðinni og Ellý segir að skoðað verði hvaða kostnað Hrafn beri af núverandi tiltekt. Hrafn sagði við blaðið á mánu- dag að hann vildi leysa málið með því að stækka lóðina hjá sér, en Ellý segir hann hafa horfið frá því. Hins vegar hafi náðst samkomu- lag um að skoða hvernig megi fjar- lægja þrjú listaverk af svæðinu og finna þeim stað. Hrafn sjálfur vill sem minnst tjá sig um málið. Hann sé enn að skoða hvort hann geti stækkað lóðina: „Það er búið að fjarlægja tjarnirnar og ekkert ferskvatn eftir fyrir gæsirnar. Þessi mikla gæsabyggð sem var í Laugarnesi mun líklega hverfa,“ segir hann. Spurður hvort hann sé ekki í órétti í þessu máli, segir Hrafn: „Það fer nú eftir því hvernig þetta er defínerað. Eigum við ekki öll borgarlandið? Þetta hefur verið einskismannsland sem ég hef verið að reyna að fegra og gera skemmti- legra fyrir borgarbúa.“ klemens@frettabladid.is Hrafninn flýgur víst ekki frá samningum við borgina Sviðsstýra framkvæmda- og eignasviðs segir að sömu reglur eigi að gilda um Hrafn Gunnlaugsson og aðra. Fornleifavernd ríkisins segir hann brjóta þjóðminjalög. „Eigum við ekki öll borgarlandið?“ spyr Hrafn. HRAFN KVEÐUR GÆSIRNAR Í landinu kringum lóð Hrafns var hann búinn að útbúa tjarnir fyrir fugla og setja upp fjölda listaverka. Hrafn segist enn hafa hug á að fá landið til eignar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RANNSÓKNARSKÝRSLA Ármann Kr. Ólafsson, leiðtogi sjálfstæðis- manna í Kópavogi og fyrrverandi þingmaður, skuldaði bönkunum 248 milljónir í ágúst 2007. Ólíkt mörgum þeirra sem getið er á lista nefndarinnar yfir þingmenn sem fengu yfir 100 milljónir að láni skrifast lán Ármanns ekki á maka hans né hefðbundinn atvinnu- rekstur, heldur var þar lánað fyrir hlutabréfaviðskiptum. Í samtali við Fréttablaðið seg- ist Ármann hafa fengið flest lánin áður en hann settist á þing 2007 og staðan sé mun betri nú. Skuld- ir hans séu óverulegar og ekk- ert verði afskrifað. Hann hafi átt tryggingar fyrir öllum lánunum og ekki verði gengið að neinum ver- aldlegum eignum hans. Allt hafi verið gert samkvæmt almennum leikreglum í bankakerfinu. Hann sjái ekki hvernig það ætti að veikja stöðu sína. - sh Fékk lán fyrir hlutabréfabraski: Ármann segist munu borga allt SAMGÖNGUR Vegagerðin hefur til- kynnt Bláskógabyggð að stofn- unin muni hætta að halda við og þjónusta þrjátíu héraðsvegi sem eru alls 7,21 kílómetr og eru innan þéttbýlismarka Bláskógabyggðar. Að því er segir í fundargerð byggðaráðsins hyggst Vegagerð- in skila vegunum til sveitarfé- lagsins „í viðunandi horfi miðað við gerð þeirra“. Byggðaráðið kveðst leggja þunga áherslu á að ástand og gerð þessara vega verði ásættanlegt fyrir sveitarfélagið. „Ljóst er að marga þessara vega hefur skort viðhald og ástand því óásættanlegt,“ segir ráðið og neit- ar að taka við vegunum „nema að samkomulag náist um ásættanleg- ar vegabætur“. - gar Vegagerðin vill losna við vegi: Neita yfirtöku vega án bóta RANNSÓKNARSKÝRSLA Fasteigna- lán bankanna voru „tómt rugl“ að mati Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrr- verandi banka- stjóra Lands- banka Íslands. Í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis segir hann lánin hafa verið á alltof lágum vöxtum og að hann hafi verið hissa að erlend matsfyrirtæki tækju ekki í taum- ana. „En hvað áttirðu að gera?“ segir Sigurjón. „Þegar kerfið er hannað þannig að ef þú ferð í við- skipti þá ertu læstur næstu 40 ár. Hvað áttu að gera? Og þú bara ferð út í vit leysuna líka. Og ég var alltaf hissa á að Moody‘s sögðu ekki við mann: Eruð þið klikkaðir? Ég var alltaf að vona að þeir mundu setja eitthvert vit í galskapinn.“ - bs Sigurjón Árnason: Fasteignalánin voru „tómt rugl“ SIGURJÓN Þ. ÁRNASON RANNSÓKNARSKÝRSLA Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að misritun við skrán- ingu gagna hafi leitt til þess að rangar upp- lýsingar um hlutafjáreign í 365 miðlum, fyr- irtækisins sem rekur Fréttablaðið og fleiri fjölmiðla, voru teknar í skrá skattyfirvalda og síðan sendar rannsóknarnefnd Alþingis. Í skýrslu rannnsóknarnefndar Alþingis segir að svokallaður Gervimaður útlönd hafi átt 50% hlutafjár í 365 miðlum á árinu 2008. „Það var skráð inn samtala eins og það væri óþekktur hlutafjáraðili,“ segir Skúli Egg- ert við Fréttablaðið. „Frágangurinn var með þeim hætti að þetta er tekið rangt upp í skrá skattyfirvalda.“ Spurður hvort það léki grun- ur á óskýrðu, erlendu eignarhaldi í 365 miðl- um á þessum tíma, sagði Skúli Eggert: „Nei, nei, það er ekki neitt sérstakt í kringum það.“ Gervimaður útlönd er hugtak sem notað er í tölvugrunnum skattyfirvalda yfir þá sem eru skráðir fyrir eignarhlut í íslenskum fyr- irtækjum en hafa ekki íslenska kennitölu. Í samtali við Skúla Eggert kom fram að verk- takar rannsóknarnefndar hafi ekki áttað sig á því að skattyfirvöld áttu bakupplýsingar á pappír um þá aðila sem fengið höfðu kennitölu Gervimanns útlönd við skráningu í gagna- grunna. -pg Ríkisskattstjóri segir misritun að Gervimaður útlönd hafi átt hlut í 365: Rangur frágangur gagna olli rangri skráningu HÖFUÐSTÖÐVAR 365 Ríkisskattstjóri segir misritun við skráningu gagna hafa leitt til þess að rangar upplýsing- ar voru um hlutafjáreign í 365 miðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.