Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 12
12 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Tómasarmessa í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudaginn 25. apríl kl. 20 Hryggð mun snúast í fögnuð Fjölbreytt tónlist og fyrirbæn Allir velkomnir DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! E N N E M M / S IA / N M 40 48 1 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir til 30. apríl 15% verðlækkun LAMISIL ONCE 2.393 kr. 2.034 kr. 15% verðlækkun VECTAVIR frunsuáburður 1.697 kr. 1.442 kr. BRETLAND „Mér kemur ekkert á óvart,“ sagði Gordon Brown, for- sætisráðherra Breta, þegar hann var spurður hvort „fyrirbærið“ Nick Clegg komi honum á óvart. Clegg er leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, „þriðja“ flokksins í breskum stjórnmál- um, sem allt frá stofnun fyrir rúmum tveimur áratugum hefur mátt sætta sig við töluvert minna fylgi en Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn, undir forystu Davids Cameron, hefur mælst með yfirburðafylgi síðustu mánuði en Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið við völd síðan Tony Blair sigraði John Major, þáver- andi leiðtoga Íhaldsflokksins, árið 1997, hefur verið í djúpri lægð undir forystu Gordons Brown. Frammistaða Cleggs í fyrstu sjónvarpskappræðum flokksleið- toganna í síðustu viku breytti þessu með afgerandi hætti, því nú mælast þessir þrír flokkar með álíka mikið fylgi, tæplega þriðj- ung hver. Haldist þetta mun eng- inn flokkur fá hreinan meirihluta í þingkosningunum 6. maí, sem væri harla óvenjulegt því áratug- um saman hafa annaðhvort íhalds- menn eða Verkamannaflokkurinn verið nokkuð öruggir með meiri- hlutastjórn síns flokks. Brown hefur reyndar lagt til að þeir Clegg taki höndum saman og myndi samsteypustjórn til þess að halda íhaldsmönnum frá völd- um, en Clegg segir það ekki sýna annað en örvæntingu forsætisráð- herrans. Nick Clegg hefur verið formað- ur Frjálslyndra demókrata frá 2007, og hafði þá setið á breska þinginu í tvö ár en þar áður á Evrópuþinginu í fimm ár. Hann er 43 ára, fæddur í Bretlandi en er af hollenskum og rússneskum ættum. Móðir hans er hollensk en faðir hans hálfrússneskur banka- maður, býsna vel stæður. Eigin- kona hans er spænsk, þannig að óhætt er að segja að Clegg hafi góð tengsl víða í Evrópu. Í breskum fjölmiðlum hafa verið rifjaðar upp sögur af skólagöngu hans í fínum einkaskólum, þar sem hann átti erfitt með að vakna á morgnana og lét aðra nemendur snúast í kringum sig. Vandræðalegt þótti þegar dag- blaðið Sun komst yfir minnis- blöð sem hann hafði með sér fyrir kappræðurnar í síðustu viku, þar sem fram kom að ráðgjafar hans hvöttu hann meðal annars til þess að líkja frekar eftir orðfæri Dav- ids Cameron en forðast að tala eins og Gordon Brown. gudsteinn@frettabladid.is Breytti landslagi breskra stjórnmála Næstu sjónvarpskappræður flokksleiðtoganna þriggja í Bretlandi verða í kvöld, hálfum mánuði áður en Bretar ganga til þingkosninga. Óvænt velgengni Nicks Clegg vekur spurningar um hve lengi honum endist úthaldið. NICK CLEGG Leiðtogi Frjálslyndra demókrata hefur heldur betur hrist upp í kosninga- baráttunni í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fæddur 7. janúar 1967 í Chaltont St. Giles í Buckinghamshire Skólaganga: Westminster School í London, Robinson College í Cambridge, Minnesotaháskóli, Evrópuháskólinn í Brugge í Belgíu. Störf: starfaði hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 1994-98, þing- maður á Evrópuþinginu 1999-2004, kosinn á þing í Bretlandi 2006, kosinn leiðtogi Frjálslyndra demókrata 2007. Nicolas William Peter Clegg FERÐAST Á FÍL Á heitum degi í Nýju- Delí mátti sjá þennan fílahirði ferðast um borgina á fíl sínum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL „Ég fagna þessum dómi því með honum er réttaróvissunni eytt.“ Þetta segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari um nýgenginn dóm Hæstaréttar. Með honum staðfestir Hæstiréttur að lögreglustjórar séu hæfir til þess að fara með rannsókn mála þar sem brotið er á lögreglu- mönnum í umdæmi þeirra. Héraðsdómur Suðurlands vísaði frá dómi máli, þar sem brotið hafði verið á lögreglumanni á Selfossi, á þeirri forsendu að rannsókn- in hefði farið fram í umdæmi lög- reglumannsins. Lögreglustjór- inn á Selfossi hefði því talist vanhæfur til að stjórna henni. Úrskurðinn kærði ríkislög- reglustjóri til Hæstaréttar og krafðist þess jafnframt að fimm dómarar hans myndu dæma í málinu, en ekki þrír eins og venj- an er í málum af þessu tagi. Þetta gerði ríkissaksóknari í ljósi þess að fjórir undangengnir dómar Hæsta- réttar höfðu verið misvísandi þar sem rétturinn vísaði tveimur málum frá, en dæmdi í tveimur. Með þessu taldi ríkissaksóknari skapast réttaróvissu þegar kæmi til kasta héraðsdómstóla að dæma í brotamálum gegn lögreglumönn- um. Í nýgengnum dómi lagði Hæsti- réttur fyrir Héraðsdóm Suðurlands að taka málið aftur til efnislegrar umfjöllunar. - jss VALTÝR SIGURÐS- SON Ríkissaksóknari fagnar nýjum dómi Hæstaréttar: Segir réttaróvissunni nú eytt Auglýsingasími Allt sem þú þarft… DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri greiðir 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð eftir að hafa gerst brotlegur gegn valdstjórninni. Hann hótaði tveimur lögreglu- mönnum í Vestmannaeyjum, sem voru við skyldustörf, með því að nálgast þá með golfkylfu reidda hátt til höggs. Eftir að búið var að handtaka hann og færa á lögreglu- stöð hótaði hann þriðja lögreglu- manninum lífláti. Maðurinn játaði sök fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Málinu lauk með dómsátt að til- lögu ríkissaksóknara. - jss Greiðir ríkinu 100 þúsund: Hótaði lögreglu með golfkylfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.