Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 69

Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 69
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 49 Fína og fræga fólkið úti í heimi varð margt að sætta sig við fram- lengda dvöl á sumarfrísstaðnum sínum. Það hefur þó væntanlega ekki lent í vandræðum með krítarkortaheimildina en í þeim hópi voru skötuhjúin Sienna Miller og Jude Law. Þau voru föst í ástarhreiðri sínu í Los Angeles en flugu heim til London í gær. Kiefer Suther- land var hins vegar hinum megin við Atlantshafið, fastur í London sem hann hefur málað rauða með reglulegri setu á skemmtistöðum höf- uðborgarinnar. Hann sást hins vegar dóla sér í rólegheitunum um markverðustu staði Lundúna í gær enda var þá tiltölulega stutt síðan honum var hent út af nektarbúllu. Doug Pitt var nýlega heiðraður fyrir mannúðarstarf sitt í Tansaníu og var útnefndur góðgerðasendiherra landsins. Og af hverju ratar Doug Pitt í þessa slöngu? Jú, hann er nefnilega stóri bróðir banda- rísku stórstjörnunnar Brad Pitt sem komst ekki til að vera við- staddur athöfnina vegna eldgossins í Eyjafjalla- jökli. Sir David Attenborough, sem hefur fært heimsbyggðinni magn- aða þætti um lífríki jarðar, varð að fresta tökum á nýrri þáttaröð sem heitir Frozen Planet. Honum var flogið á hótel í Noregi í stað þess að taka upp á heimskautasvæðinu og neyddist til að dúsa þar í kringum eldhressa Norsara. Sænskri rokkhátíð var slegið á frest vegna eldgossins í Eyjafjallajökli þar sem engir tónlistarmenn komust í tæka tíð fyrir tónleikahaldið og aðstandendur Tribeca-kvikmynda- hátíðarinnar sem hófst í gær voru logandi hræddir um að leikstjórar sæju sér ekki fært um að koma enda getur Eyjafjalla- jökull tekið upp á hverju sem er, líka að dreifa ösku á ný. ELDGOSIÐ Það er orðið ansi langt síðan Francis Ford Coppola keypti kvikmyndaréttinn að einni frægustu skáld- sögu seinni ára, Á vegum úti eftir Jack Kerouac, sem Ólafur Gunnarsson þýddi af mikilli snilld. Bókin fjallar um hin svokölluðu bít-skáld og er uppfull af djassi, drykkju og skrautlegum persón- um. Coppola hefur nánast reynt allt og enn þann dag í dag er Walter Salles, sá sem færði okkur Mótor- hjóladagbækurnar, orðaður við leikstjórastólinn og Jose Rivera hefur setið sveittur við að skrifa hand- rit. En þetta var árið 2005 og fátt nýtt hefur gerst. En í vikunni virtist hins vegar vera að rofa til því Garret Hedlund var allt í einu orðaður við hlutverk Dean Moriarty sem Kerouac byggði á á bít-hetj- unni Neal Cassady. Sam Reilly hefur verið orðað- ur við hlutverk Sals Paradise en Kerouac byggði þá persónu á sjálfum sér. Þetta yrði án nokkurs vafa ein af athyglisverðari kvikmynd- unum frá Hollywood í langan tíma en kvikmynda- spekúlantar eru ekkert sérstaklega bjartsýnir á að hún sé væntanleg í bráð. Á vegum úti að verða til Á RÉTTINN Francis Ford Coppola á réttinn að bókinni Á vegum úti eftir Kerouac sem Ólafur Gunnarsson þýddi. Ronnie Wood, gítarleikari Roll- ing Stones, segist hafa kennt Slash að spila á gítar. „Ég man eftir Slash þegar hann var lítill strákur. Þá njósnaði hann um mig þegar ég var að spila á gítar og ég kenndi honum lítil gítarstef,“ sagði Wood. Slash bjó á Englandi, heima- landi Woods, þar til hann var ellefu ára og fluttist hann þá til Bandaríkjanna. Wood er hrifinn af gítarleik Slashs, sem sló í gegn í Guns N´Roses. „Slash er mjög hæfileikaríkur. Það er frábært að spila með honum og hann er góður spunagítarleikari,“ sagði hann. Kenndi Slash á gítar RONNIE WOOD Gítarleikari Rolling Stones segist hafa kennt Slash að spila á gítar. 16. APRÍL - 6. MAÍ Í REGNBOGANUM NÁNAR Á WWW.GRAENALJOSID.IS HVAÐA MYND ÆTLAR ÞÚ AÐ SJÁ Í DAG?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.