Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 • Frábært úrval nýrra hjóla • Hjólreiðaverkstæði • Tökum notuð vel með farin hjól uppí ný • Skiptimarkaður með notuð hjól Barnahjól Í Everest má koma með gamla hjólið upp í nýtt og kaupa not- uð hjól á sanngjörnu verði. Everest útivistarverslun í Skeif- unni er með glæsilegt úrval af reiðhjólum fyrir sumarið. „Við bjóðum þrjú gæðamerki í reiðhjólum, sem gefur fólki enn meira úrval en gengur og ger- ist,“ segir Heiðar Ingi Ágústsson, eigandi verslunarinnar. „Fyrst ber að nefna þýska gæðamerk- ið Wheeler sem er Íslendingum að góðu kunnugt fyrir frábær gæði. Þá erum við með töffara- merkið GT sem framleiðir gróf- ari hjól sem höfða sérstaklega til ungs fólks, og einnig Schwinn- reiðhjólin sem eru vönduð hjól á góðu verði. Við leggjum áherslu á ríkulegt úrval fyrir herra, dömur og börn og með þessum þremur merkjum gefum við hjólafólki raunverulegan valkost í tegund- um, gæðum, hönnun og litavali,“ segir Heiðar Ingi, sem í Everest er ávallt tilbúinn að þjóna hverju útivistartímabilinu á fætur öðru með viðeigandi valkosti í hreyf- ingu, útivist og dægradvöl. „Við byrjuðum að taka notuð hjól upp í ný í fyrra með miklum ágætum og við góðan fögnuð við- skiptavina, enda nýtist það vel þeim sem eiga reiðhjól í þokka- legu standi og langar að fá sér nýtt. Þá er gildandi regla að taka við hjólum frá verslunum með viðurkennd vörumerki, en hjól- in þurfa að vera í góðu ástandi og vel með farin,“ segir Heiðar Ingi, sem einnig rekur skiptimarkað þar sem kaupa má notuð hjól á hagstæðu verði. „Skiptimarkaður hentar vel barnafólki sem þarf að skipta yfir í stærri hjól þegar börnin stækka og þá upplagt að koma með eldri hjólin upp í nýtt eða annað notað. Barnahjól eru enda mest áberandi á skiptimarkaðnum fram eftir vori, en þegar líður á eykst úrval fullorðinshjóla að sama skapi og hægt að gera góð kaup á notuðum reiðhjólum,“ segir Heiðar Ingi, sem í verslun sinni leggur áherslu á vönduð og traust vörumerki. Þess ber svo að geta að Ever- est rekur hjólaverkstæði þar sem starfa þaulvanir fagmenn með mikla reynslu af reiðhjólavið- gerðum. „Vorboðinn felur alltaf í sér líf- lega sölu í reiðhjólum og nýjar ár- gerðir sem bætast við flóruna með tilheyrandi litadýrð og útfærsl- um,“ segir Heiðar Ingi sem nú er með freistandi vortilboð í Ever- est: 20 prósenta afslátt af öllum hjólum af árgerð 2009. Endalaust úrval hjóla Heiðar Ingi Ágústsson og Signe Viðarsdóttir eru eigendur verslunarinnar Everest, þar sem finna má glæsileg ný hjól í bland við notuð, og koma með gamalt hjól upp í nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● AÐ FINNA UPP HJÓLIÐ - Í heiminum öllum er milljarður reiðhjóla, eða tvöfalt fleiri en bifreiðar. Þar af eru 400 milljón hjóla í Kína. - Á hverju ári eru 50 milljón reiðhjóla framleidd, en ekki nema 20 milljón bílar. -Frakkinn De Sivrac smíðaði fyrsta reiðhjólið árið 1690, en það var kallað hobbíhestur og var án pedala. Þeim bætti skoski járnsmiðurinn Kirkpatrick MacMillan við árið 1840, og fær fyrir vikið heiðurinn af uppgötvun fyrsta alvöru reiðhjólsins. - Loftfyllt dekk voru notuð undir reiðhjól löngu áður en þau voru notuð á bifreiðar. - Reiðhjól eins og við þekkjum í dag líta nær alveg eins út og þau gerðu í upphafi 20. aldar. - Heimshraðamet á reiðhjóli á bandaríski Ólympíuhafinn John Howard, en hann náði 245,08 km/klst hraða árið 1985.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.