Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 64

Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 64
44 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Útgáfufyrirtæki sem eingöngu gefa út stafrænt eru algeng erlend- is, en á Íslandi hefur farið lítið fyrir þeim. Undantekningin er hin ágæta hip-hop útgáfa Coxbutter (www.coxbutter.com) sem er búin að senda frá sér tólf plötur sem hægt er að hala niður ókeypis. Margt fínt þar, t.d. fyrsta sólóplata 7berg, Of góður dagur til að borga reikninga, sem kom út í fyrra, en flaug frekar lágt. Íslenskir tónlistaráhuga- menn ættu ekki að klikka á því að athuga hvað er í boði hjá Coxbutter. Annar félagsskapur sem gefur gæðaefni án endurgjalds á netinu er raftónlistarhóp- urinn Weirdcore (www.weirdcore.com), en rjóminn af íslenskum raftónlistarmönnum hefur troðið upp og gefið út á hans vegum. Weirdcore gaf út fína safnplötu 2008 og bætti annarri við í lok síðasta árs. Á nýju plötunni eru fimmtán lög með jafnmörg- um flytjendum. Fullt af góðu efni með listamönnum eins og Biogen, Yagya, Ruxpin, Skurken, Quadruplos og Hypno. Ruxpin gaf út plötuna Where Do We Float From Here í fyrra. Hún kom þá bara út stafrænt, en er nú komin komin á disk líka. Af því tilefni gefur Ruxpin þrettán laga remix-plötuna I Wonder If This Is The Place í samvinnu við útgáfufyrirtækið n5MD (www.n5md.com). Austfirska hljómsveitin Miri hefur vakið mikla athygli fyrir líflega og skemmtilega frammistöðu á tónleikum. Þeir eru að vinna að nýrri plötu sem Kimi gefur út í sumar. Þangað til er hins vegar hægt að sækja 8-laga remix-plötu með þeim frítt á vef Kimi (www.kimirecords. net/miri/miri_rmx_ep). Á plötunni endurvinna listamenn á borð við Retro Stefson, FM Belfast, Ruxpin, Biogen og Quadruplos Hamingju- lagið. Skemmtilegt. Loks er vert að geta vefsíðunnar Dansidans.com sem er bloggsíða um íslenska raf- og danstónlist. Þar má hlaða niður mixum (eða syrp- um eins og Dansidans-menn kalla þær) með íslenskum plötusnúðum á borð við Margeir, Óla Ofur og Introbeats. Gefins góðmeti FRÍTT GÓÐGÆTI Á vefsíðu Kimi Records er hægt að sækja 8 laga remix-plötu með Miri. > Í SPILARANUM Deftones - Diamond Eyes Blitzen Trapper - Destroyer of the Void Broken Social Scene - Forgiveness Rock Record LCD Soundsystem - This is Happening Stafrænn Hákon - Sanitas DEFTONES STAFRÆNN HÁKON Beðið hefur verið eftir nýrri plötu frá The National með mikilli eftirvæntingu. Nú er hún loksins á leiðinni, en væntingarnar eru him- inháar og það er spurning hvort hljómsveitinni tekst að heilla aðdáendur sína. New York-hljómsveitin The National sendir frá sér plötuna High Violet 10. maí næstkomandi. Platan fylgir eftir hinni frábæru Boxer sem kom út árið 2007 og kynnti hljómsveitina fyrir miklu stærri áheyrendahópi en hún var vön – lög eins og Fake Empire og Mistaken for Strangers heyrðust í útvarpi um allan heim og The National var allt í einu eitt af stóru nöfnunum á stórum tónleikahátíð- um. Það hvílir því mikil pressa á hljómsveitinni – High Violet verð- ur að vera góð. Hinn 10. mars í ár kom The National fram í kvöldþætti Jimmy Fallon og flutti lagið Terrible Love, sem er upphafslag High Violet. Lagið er nokkuð frábrugðið því sem hljómsveitin var að gera á Boxer, takturinn er annar ásamt andrúmsloftinu. Þegar hlustað er á plötuna heyrist þó að hljómsveit- in er fljót að skipta í lága drifið sem einkenndi Boxer; lag númer tvö, Sorrow, er frábær sorgar- söngur sem hefði alveg eins getað komið út á Boxer. Lögin sem fylgja í kjölfarið virðast svo ekki ætla að valda vonbrigðum. Talandi um andrúmsloft þá var það gríðarlega stór hluti af því sem gerði síðustu plötu góða. Lögin voru keyrð áfram af öflugu ryþ- mapari og píanói, en sú uppröðun hefði auðveldlega getað orðið ódýrt afrit af Coldplay. Bresku sykurpúð- arnir eru hins vegar síðasta hljóm- sveitin sem manni dettur í hug við hlustun á Boxer og nýju plötuna High Violet. Guði svo lof. Þegar hljómsveitin Interpol sló í gegn með plötunni Turn on the Bright Lights árið 2002 fylgdu nokkrar hljómsveitir á eftir og tóku misgóð afrit af stílnum. Þar fór fremst í flokki breska hljóm- sveitin Editors, sem hefur þó reynt að finna eigin stíl í seinni tíð. The National er undir augljósum áhrif- um frá Interpol en hefur algjör- lega tekist að skapa eigin hljóm á eigin forsendum. High Violet virð- ist ætla að undirstrika það, en nán- ast það eina sem hljómsveitirnar tvær eiga sameiginlegt í dag er fagmannlegur trommuleikur og baritón rödd. Spennandi verður að sjá hvernig umheimurinn tekur nýju framlagi The National í maí. atlifannar@frettabladid.is Heldur áfram í lága drifinu NÝ PLATA Í MAÍ The National sendir loksins frá sér nýja plötu eftir þriggja ára bið. MYND/KEITH KLENOWSKI Interpol - Turn on the Bright Lights The Walkmen - You and Me Wolf Parade - Apologies to Queen Mary EF ÞÚ KUNNIR AÐ META ÞESSAR SKALTU GEFA THE NATIONAL SÉNS – OG ÖFUGT: Síðasti dagur til að skrá hljóm- sveitir í hljómsveitakeppnina Þorskastríðið er á morgun. Sam- kvæmt upplýsingum frá Cod Music sem stendur að keppninni hafa um 40 bönd þegar sent inn efni. Verður það að teljast dágóð- ur fjöldi, sér í lagi þegar horft er til þess að nú er bara tekið við lögum með íslenskum texta. Sigurvegari keppninnar verð- ur kynntur í beinni útsendingu á Rás 2 30. apríl. Sigurvegarinn hlýtur að launum stúdíótíma og ferð til Færeyja þar sem hann fær að koma fram á G Festival. Vinsælt ÞorskastríðMánuður er nú liðinn síðan önnur breið- skífa Seabear, We Built a Fire, kom út. Platan fékk flotta dóma í íslensk- um miðlum, til að mynda fjór- ar stjörnur hér í Fréttablaðinu. Nokkrir dómar sem birst hafa í erlendum miðlum hafa verið tekn- ir saman á Metacritic.com. Þar má sjá að platan fær 50 af 100 hjá Pop- matters, 60 af 100 í Uncut og All Music Guide, 70 hjá Drowned in Sound og Under the Radar, 78 hjá Filter og 80 hjá music- OMH.com. Breska tónlistarblaðið Q birtir dóm um plötu Sea- bear í maíhefti blaðsins. Þar fær platan fjórar stjörnur og sagt að bandarískir tón- listarmiðlar hafi nefnt Sindra Má Sigfússon, aðalsprautu Seabear, „Hinn íslenska Beck“. Gagn- rýnandi Q er þó þeirrar skoð- unar að tónlist Seabear minni meira á það sem Zach Condon hafi gert með Beirut. Báðar samlíkingarnar hljóta að teljast ágætis meðmæli fyrir Sindra og hans fólk. - hdm Hinn íslenski Beck GÓÐAR VIÐTÖKUR Plata Sindra Más og krakkanna í Seabear fær prýð- isgóðar viðtökur í erlendum tónlistarmiðlum. Sindra er bæði líkt við Beck Hansen og Zach Condon. Rapparans Guru, sem lést á mánu- daginn eftir baráttu við krabbamein, er sárt saknað innan rapptónlistar- heimsins. Aðdáendur kappans hafa sent frá sér fjölda Twitter-skilaboða þar sem þeir minnast hans auk þess sem fyrrum félagar hans úr rappsen- unni syrgja hann mjög. „Guru skildi eftir sig tónlist sem færði okkur á æðra stig,“ sagði fyrrum kynning- arfulltrúi hans. „Hann leitaði út fyrir hip-hop-tónlistina og heiðraði þá tónlistarmenn sem veittu honum innblástur. Í augum Guru voru engin landamæri á milli hip-hops og djass, hip-hops og nýrrar sálartónlistar og hip-hops og sögunnar.“ Guru, sem hét réttu nafni Keith Elam, skaust fram í sviðsljósið á níunda áratugnum sem annar helm- ingur dúósins Gang Starr. Hinn helmingurinn var DJ Premier. Þeir gáfu út sex plötur á árunum 1989 til 2003 sem fengu góðar viðtökur. Eftir það hóf Guru sólóferil og gaf út Jazzmatazz-plötur sínar þar sem hann blandaði saman hip-hop-tónlist og djassi í auknum mæli. Í bréfi sem hann skildi eftir sig þakkaði hann kærlega fyrir sig: „Sem stofnandi Gang Starr er ég mjög stoltur af því hvað tónlist Gang Starr skipti tónlistarheiminn og aðdáendurna miklu máli,“ skrif- aði hann. „Ég er alveg jafn stoltur af Jazz- matazz-plötunum.“ Rapparans Guru sárt saknað GURU Guru lést á mánudaginn eftir baráttu við krabbamein. NORDIPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.