Fréttablaðið - 22.04.2010, Page 38
22. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR
Fuji Absolute 3.0
Fyrir íþróttamanninn
sem vill fara hratt yfir.
700 álgjarðir styrktar.
Létt og meðfærilegt
með stillanlegu stýri.
V bremsur framan
og aftan.
Frábært verð aðeins
74.479 kr.
Fuji Nevada 4.0
Vandað og létt 26”
álhjól, margar
stellstærðir 21 gíra
gikkir, stillanlegur
framdempari og
mjúkur hnakkur.
V bremsur framan og
aftan.
56.268 kr.
Fuji Dynamite 2.0
Flott 24” létt álhjól
fyrir aldurinn 8–11
ára. 21 gíra með
standara, brúsa
og gírhlíf.
V bremsur framan
og aftan.
43.377 kr.
Fuji Sandblaster
Vandað 20” álhjól fyrir
aldurinn 6–8 ára.
7 gíra með standara,
brúsa og gírhlíf.
V bremsur framan
og aftan. Stell 11,5”.
39.401 kr.
SE Freestyle
Frábær Freestyle hjól í
úrvali Racing, Dirt/Street,
Freestyle og Flyer frá
SE í USA.
Verð frá 53.148 kr.
Smiðjuvegi 30 - 200 Kópavogur - Sími 577 6400
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411
Hvellur við Smiðjuveg 30 í
Kópavogi býður upp á gott
úrval reiðhjóla sem henta allri
fjölskyldunni að sögn Guð-
mundar Tómassonar fram-
kvæmdastjóra.
„Við erum hér til dæmis með
skemmtileg hjól, freestyle-hjól,
sem hafa ekki sést mikið á Íslandi
en ég spái vinsældum. Erlendis eru
þau talsvert notuð og þá helst til
leikja og í „dirtbike“-keppni,“ segir
Guðmundur og bætir við að free-
style-hjólin séu frá framleiðand-
anum SE Bike, sem njóti mikillar
virðingar meðal hjólreiðamanna.
Önnur gerð og ekki síður eftir-
tektarverð er þriggja dekkja reið-
hjól með kassa frá Christianiu.
„Sumar danskar fjölskyldur nota
svona hjól í stað bíla og aldrei að
vita nema þær íslensku eigi eftir að
nýta sér þau í auknum mæli, þótt
aðstæður hér séu vissulega ekki
eins hagstæðar og flatlendið úti,“
segir Guðmundur og getur þess að
fyrirtæki noti hjól af þessu tagi í
sendiferðir.
Þess utan fást í góðu úrvali og
nokkrum verðflokkum flestar
tegundir hjóla: fjallahjól, barna-
og unglingahjól og blendings-
hjól. Meðal þeirra síðastnefndu
eru Sunfire-blendingshjól, milli-
stig af fjalla- og götuhjólum sem
henta í langa reiðtúra og Absolute,
létt og hraðskeið hjól sem sameina
eiginleika fjalla- og keppnishjóla.
Einna vinsælust segir Guðmundur
þó götuhjólin frá hinu virta fyrir-
tæki Fuji.
„Þetta eru þægileg hjól með fót-
bremsum, fáum gírum og danska
laginu; með öðrum orðum klassísk
í útliti gagnstætt þessu nútímalega
„lúkki“ sem einkennir mörg götu-
hjól, þar á meðal „comfort“-hjólin,“
segir hann en fleiri gerðir götu-
hjóla fást í búðinni.
Þar er líka seldur allur helsti
aukabúnaður, þar á meðal ljós,
lásar og léttir og þægilegir hjálmar
frá þýska framleiðandanum Ked,
sem uppfylla alla helstu staðla.
Hlaupa- og þríhjól fást þar einn-
nig, íþróttavörur, barnastólar og -
kerrur. Þá er hægt að leita til við-
gerðaverkstæðis og varahlutalag-
ers í búðinni.
Þess má geta að Hvellur heldur
úti netverslun á hvellur.com og er
þar að finna allar helstu upplýsing-
ar um fyrirtækið.
Spáir freestylebylgju
Guðmundur við hjól frá Kristjaníu sem eru eftirsótt í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Vandaðir hjálmar fást í Hvelli, meðal annars nokkrar gerðir frá þýska framleiðandan-
um Ked.
● HJÓLAFRÓÐLEIKUR Á NET-
INU Mikilvægt er að hver og einn velji
sér reiðhjól við sitt hæfi. Hægur leik-
ur ætti að vera að biðja starfsfólk reið-
hjólaverslana um ráðleggingar í þeim
efnum, en einnig má leita slíks fróðleiks
á netinu stóra sem allt veit.
Á heimasíðu Íslenska fjallahjóla-
klúbbsins, sem má finna á hinni lýsandi
vefslóð fjallahjolaklubburinn.is, má
finna gnótt upplýsinga um flest allt
sem tengist reiðhjólum. Meðal annars
getur verið gagnlegt fyrir þá sem eru
í þeim hugleiðingum að fjárfesta í
reiðhjóli að renna yfir merka grein sem
nefnist Hvernig reiðhjól henta mér
best? Í henni er farið yfir helstu hjólagerðir, tekið fram hvað skal athuga þegar fók fær hjól afhent og útskýrðar
þumalputtareglur varðandi stillingar á hnökkum og fjarlægð frá stýri, auk margs fleira.