Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 38
 22. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR Fuji Absolute 3.0 Fyrir íþróttamanninn sem vill fara hratt yfir. 700 álgjarðir styrktar. Létt og meðfærilegt með stillanlegu stýri. V bremsur framan og aftan. Frábært verð aðeins 74.479 kr. Fuji Nevada 4.0 Vandað og létt 26” álhjól, margar stellstærðir 21 gíra gikkir, stillanlegur framdempari og mjúkur hnakkur. V bremsur framan og aftan. 56.268 kr. Fuji Dynamite 2.0 Flott 24” létt álhjól fyrir aldurinn 8–11 ára. 21 gíra með standara, brúsa og gírhlíf. V bremsur framan og aftan. 43.377 kr. Fuji Sandblaster Vandað 20” álhjól fyrir aldurinn 6–8 ára. 7 gíra með standara, brúsa og gírhlíf. V bremsur framan og aftan. Stell 11,5”. 39.401 kr. SE Freestyle Frábær Freestyle hjól í úrvali Racing, Dirt/Street, Freestyle og Flyer frá SE í USA. Verð frá 53.148 kr. Smiðjuvegi 30 - 200 Kópavogur - Sími 577 6400 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 Hvellur við Smiðjuveg 30 í Kópavogi býður upp á gott úrval reiðhjóla sem henta allri fjölskyldunni að sögn Guð- mundar Tómassonar fram- kvæmdastjóra. „Við erum hér til dæmis með skemmtileg hjól, freestyle-hjól, sem hafa ekki sést mikið á Íslandi en ég spái vinsældum. Erlendis eru þau talsvert notuð og þá helst til leikja og í „dirtbike“-keppni,“ segir Guðmundur og bætir við að free- style-hjólin séu frá framleiðand- anum SE Bike, sem njóti mikillar virðingar meðal hjólreiðamanna. Önnur gerð og ekki síður eftir- tektarverð er þriggja dekkja reið- hjól með kassa frá Christianiu. „Sumar danskar fjölskyldur nota svona hjól í stað bíla og aldrei að vita nema þær íslensku eigi eftir að nýta sér þau í auknum mæli, þótt aðstæður hér séu vissulega ekki eins hagstæðar og flatlendið úti,“ segir Guðmundur og getur þess að fyrirtæki noti hjól af þessu tagi í sendiferðir. Þess utan fást í góðu úrvali og nokkrum verðflokkum flestar tegundir hjóla: fjallahjól, barna- og unglingahjól og blendings- hjól. Meðal þeirra síðastnefndu eru Sunfire-blendingshjól, milli- stig af fjalla- og götuhjólum sem henta í langa reiðtúra og Absolute, létt og hraðskeið hjól sem sameina eiginleika fjalla- og keppnishjóla. Einna vinsælust segir Guðmundur þó götuhjólin frá hinu virta fyrir- tæki Fuji. „Þetta eru þægileg hjól með fót- bremsum, fáum gírum og danska laginu; með öðrum orðum klassísk í útliti gagnstætt þessu nútímalega „lúkki“ sem einkennir mörg götu- hjól, þar á meðal „comfort“-hjólin,“ segir hann en fleiri gerðir götu- hjóla fást í búðinni. Þar er líka seldur allur helsti aukabúnaður, þar á meðal ljós, lásar og léttir og þægilegir hjálmar frá þýska framleiðandanum Ked, sem uppfylla alla helstu staðla. Hlaupa- og þríhjól fást þar einn- nig, íþróttavörur, barnastólar og - kerrur. Þá er hægt að leita til við- gerðaverkstæðis og varahlutalag- ers í búðinni. Þess má geta að Hvellur heldur úti netverslun á hvellur.com og er þar að finna allar helstu upplýsing- ar um fyrirtækið. Spáir freestylebylgju Guðmundur við hjól frá Kristjaníu sem eru eftirsótt í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Vandaðir hjálmar fást í Hvelli, meðal annars nokkrar gerðir frá þýska framleiðandan- um Ked. ● HJÓLAFRÓÐLEIKUR Á NET- INU Mikilvægt er að hver og einn velji sér reiðhjól við sitt hæfi. Hægur leik- ur ætti að vera að biðja starfsfólk reið- hjólaverslana um ráðleggingar í þeim efnum, en einnig má leita slíks fróðleiks á netinu stóra sem allt veit. Á heimasíðu Íslenska fjallahjóla- klúbbsins, sem má finna á hinni lýsandi vefslóð fjallahjolaklubburinn.is, má finna gnótt upplýsinga um flest allt sem tengist reiðhjólum. Meðal annars getur verið gagnlegt fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum að fjárfesta í reiðhjóli að renna yfir merka grein sem nefnist Hvernig reiðhjól henta mér best? Í henni er farið yfir helstu hjólagerðir, tekið fram hvað skal athuga þegar fók fær hjól afhent og útskýrðar þumalputtareglur varðandi stillingar á hnökkum og fjarlægð frá stýri, auk margs fleira.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.