Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 40
 22. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● reiðhjól Kemur út laugardaginn 24. apríl Menning Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Vinnusetrið Fjölsmiðjan og Kiwanisklúbburinn Katla hafa fært frístundaheimilum í Breiðholti tuttugu reiðhjól og hjálma að gjöf. „Þetta var heilmikið verk en mjög skemmtilegt og gaman að geta glatt börnin í frístundaheimilun- um svona,“ segir Þorleifur Guð- jónsson, deildarstjóri tölvu- og pökkunardeildar hjá Fjölsmiðj- unni, vinnusetri fyrir ungt fólk sem stendur á krossgötum. Á mánudag afhenti Fjölsmiðjan frí- stundaheimilum í Breiðholti tut- tugu reiðhjól sem starfsmenn hafa gert upp. Að auki afhenti Kiwan- isklúbburinn Katla frístundaheim- ilunum reiðhjólahjálma fyrir not- endur reiðhjólanna. Í Fjölsmiðjunni gefst fólki tæki- færi til að þjálfa sig fyrir almenn- an vinnumarkað eða áframhald- andi nám. Að sögn Þorleifs fékk smiðjan gefins um tvö hundruð reiðhjól frá Vodafone, sem síma- fyrirtækið hætti við að nota í aug- lýsingaherferð. „Síðan þá hafa ungmennin sem starfa hjá okkur verið að yfirfara hjólin, pumpa í þau, herða þau upp og koma þeim í stand. Það er mikil vinna fyrir unga fólkið og til þess er leikurinn gerður,“ segir Þorleifur. Hann segir Kiwanisklúbbinn Kötlu hafa komið að máli við sig og boðist til að útvega hjálm fyrir hvert reiðhjól sem Fjölsmiðjan gefur. „Ég er ánægður með sam- starfið við Kiwanisklúbbinn og það er nóg af hjólum eftir hjá okkur. Við viljum endilega að þau renni til góðra verka og áhugasamir mega gjarnan hafa samband við okkur,“ segir Þorleifur. Það er Miðberg, miðstöð frí- stundaheimila í Breiðholti, sem fær reiðhjólin tuttugu og verða þau notuð í klúbbastarfi átta og níu ára barna. Ljósmyndari Frétta- blaðsins tók hús á fyrsta hópnum sem fékk að prófa nýju hjólin og ekki bar á öðru en krakkarnir væru hæstánægð. - kg Frístundaheimili fá reiðhjól og hjálma Afhending reiðhjólanna og hjálmanna fór fram í frístundaheimilinu Vinafelli. Á myndinni eru fulltrúar frá Vinafelli, Fjölsmiðjunni og Kiwanisklúbbnum Kötlu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Okkur langaði að halda áfram sem leiðsögumenn en gera eitt- hvað sjálf. Þjónusta við ferða- menn á góðu verði var það eina sem okkur fannst vera vit í þegar kreppan skall á. Við ákváðum að þreifa okkur áfram og athuga hvort hjólaferðir um borgina væru eitthvað sem vantaði á markað- inn,“ segir Ursula Spitzbart sem stofnaði ásamt manni sínum Stef- áni Helga Valssyni ferðaþjónust- una Reykjavík Bike Tours sumar- ið 2009. Fyrirtækið býður upp á fríar skoðunarferðir á reiðhjólum um óvenjulega og spennandi staði í miðborginni. „Okkur langaði að fara með fólkið á staði sem eru ekki alveg augljósir. Við förum til dæmis ekki upp að Hallgrímskirkju, heldur nemum staðar við Landakotskirkju í staðinn. En við komum líka við á stöðum eins og Alþingi, Kolaport- inu og ýmsum söfnum,“ bendir hún á. Fyrirmyndina að Reykjavík Bike Tours sækja Ursula og Stef- án til Evrópu. Hún segir ferðir sem þessar algengar í mörgum stórborgum erlendis og finnst að Reykjavík ætti ekki að vera und- antekning. Hver túr tekur um tvo klukku- tíma og er lagt af stað á hverj- um degi frá Ægisgarði við gömlu höfnina í Reykjavík. Einnig verður boðið upp á miðnæturferðir í júní þegar sólin er lengst á lofti. Ferðir Reykjavík Bike Tours eru ókeyp- is en frá og með 15. maí næstkom- andi munu þær kosta 4.000 krónur á mann. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins, www.ice- landbike.com. - sv Ný sýn á Reykjavíkurborg Alþingi og nánasta umhverfi er á meðal viðkomustaða Reykjavík Bike Tours. Anna Karlotta, dóttir Ursulu og Stefáns, slæst stundum í för með foreldrum sínum í ferðirnar, en hún er sjálfsagt yngsti „leiðsögu- maður“ Íslands, aðeins fjögurra ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Börn á gjafahjólum í Fellaskóla. M YN D /Ú R EIN KA SA FN I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.