Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 61

Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 61
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 41 Jazzhátíð Garðabæjar hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag. Hún er haldin í fimmta sinn en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður og Garð- bæingur. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika en hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefnd- ar Garðabæjar og aðalstyrktaraðili hennar er Íslandsbanki í Garðabæ. Dagskráin hefst í kvöld í Hátíð- arsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ kl. 20.30 með stórtónleikum Ósk- ars Guðjónssonar, Mezzoforte og vandamanna. Óskar kemur fram með hljómsveit sinni og bróður síns Ómars Guðjónssonar og flytur ólíka tónlist frá ferli sínum, meðal ann- ars eftir Jón Múla Árnason. Eftir hlé leikur Óskar með fyrstu útrás- arvíkingum íslensks tónlistarlífs, súpergrúppunni Mezzoforte. Systir þeirra Óskars og Ómars, óperusöng- konan og kórstjórinn Ingibjörg Guð- jónsdóttir kemur fram sem gestur á tónleikunum. Er langt síðan Mezzo kom saman og líklegt að hinn tryggi aðdáendahópur hennar flykkist á tónleikana. Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar opnar tónleikana undir stjórn Braga Vilhjálmssonar. Á föstudag kl. 14 heimsækir danska djasssöngkonan Cathrine Legardh Jónshús, félags- og þjón- ustumiðstöð við Strikið 6 og flyt- ur vinsæla djassstandarda ásamt traustum íslenskum meðleik- urum. Um kvöldið eru einleiks- tónleikar Agnars Más Magn- ússonar í Kirkjuhvoli þar sem hann blandar saman djass- standörd um og eigin verkum á lifandi og fjölbreytileg- an máta. Á laugardag verða kvöldtónleikar í Kirkjuhvoli þar sem Cathrine Legardh, ein af vinsælustu djasssöngkonum Dana kemur fram og leikur með nokkrum af okkar fremstu mönnum. Cathrine Legardh flytur þekkta djassstand- arda, norræn lög og eigin verk. Lokatónleikar verða í Vídalínskirkja á sunnudagskvöld kl. 20.30 þar sem kór Vídalínskirkju og Gospelkór Jóns Vídalín ásamt sax- ófónleikaranum Sig- urði Flosasyni flytja djassspunna sálma. Garðbæingar bjóða til djassveislu TÓNLIST Sigurður Flosason er listrænn stjórn- andi Jazzhátíðar Garðabæjar sem hefst í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 22. apríl 2010 ➜ Tónleikar 15.00 Kvennakór Háskóla Íslands verður með tónleika í Norræna húsinu við Sturlugötu. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir R. Schumann, A. Dvorák, Jón Ásgeirsson og Gunn- stein Ólafsson. 15.00 Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðlu- leikari heldur tónleika á Menningarsetrinu Skriðuklaustri í Fljót- dalshreppi. 20.00 Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir og Valmar Valjaots flytja tónlistardagskrá tileinkaða Helenu Eyjólfsdóttur í Samkomuhúsinu við Hafnarstræti á Akureyri. 21.00 Of Monsters and Men, Myrra Rós og Johnny Stronghands koma fram á tónleikum á Café Rosenberg við Klapparstíg 25. 21.00 Karlakórinn Fjallabræður held- ur tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Húsið verður opnað kl. 20. 22.00 Á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu verða upphitunartónleikar fyrir úrslit Global Battle of the Bands. Fram koma: Endless Dark, Cliff Clavin, In Memoriam og Of Monsters and Men. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Opnanir 14.00 Í opnu rými göngugötunnar á Garðatorgi verður opnuð sýning 39 Gróskufélaga í Garðabæ. Opið alla daga kl. 10-18. ➜ Listasmiðja 14.00 Í Menningarmiðstöðinni Hafn- arborg við Strandgötu í Hafnarfirði verður boðið upp á Listasmiðju fyrir börn og foreldra í tengslum við sýning- una Í barnastærðum. ➜ Sýningar Myndlistarsýning Sigrúnar Sigurðar- dóttur í Félagsmiðstöðinni að Hæðar- garði 31 er opin í dag kl. 13-16. Sýningu lýkur 30. apríl. ➜ Opið hús Opið hús verður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi milli kl. 10-18. Nánari upplýsingar á www.lbhi.is. ➜ Dagskrá Á Minjasafninu á Akureyri við Aðalstræti verður boðið upp á barna- skemmtun kl. 14-15. ➜ Leikrit 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikritið „Stræti” eftir Jim Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is og www.midi.is. ➜ Leiðsögn 15.00 Inga Jónsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Íslensk myndlist - hundrað ár í hnotskurn sem nú stend- ur yfir í Listasafni Árnesinga við Austur- mörk 21 í Hveragerði. Nánari upplýsing- ar á www.listasafnarnesinga.is. ➜ Biódagar Græna ljósið stendur fyrir Bíódögum í Regnboganum við Hverfisgötu, 16. apríl-6. maí. Nánari upplýsingar á midi. is og www.graenaljosid.is. ➜ Barnamenningarhátíð Barnamenningar- hátíð í Reykjavík stendur til 25. apríl. Nánari upplýsingar og dagskrá á www. barnamenningarhat- id.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.