Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 41 Jazzhátíð Garðabæjar hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag. Hún er haldin í fimmta sinn en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður og Garð- bæingur. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika en hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefnd- ar Garðabæjar og aðalstyrktaraðili hennar er Íslandsbanki í Garðabæ. Dagskráin hefst í kvöld í Hátíð- arsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ kl. 20.30 með stórtónleikum Ósk- ars Guðjónssonar, Mezzoforte og vandamanna. Óskar kemur fram með hljómsveit sinni og bróður síns Ómars Guðjónssonar og flytur ólíka tónlist frá ferli sínum, meðal ann- ars eftir Jón Múla Árnason. Eftir hlé leikur Óskar með fyrstu útrás- arvíkingum íslensks tónlistarlífs, súpergrúppunni Mezzoforte. Systir þeirra Óskars og Ómars, óperusöng- konan og kórstjórinn Ingibjörg Guð- jónsdóttir kemur fram sem gestur á tónleikunum. Er langt síðan Mezzo kom saman og líklegt að hinn tryggi aðdáendahópur hennar flykkist á tónleikana. Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar opnar tónleikana undir stjórn Braga Vilhjálmssonar. Á föstudag kl. 14 heimsækir danska djasssöngkonan Cathrine Legardh Jónshús, félags- og þjón- ustumiðstöð við Strikið 6 og flyt- ur vinsæla djassstandarda ásamt traustum íslenskum meðleik- urum. Um kvöldið eru einleiks- tónleikar Agnars Más Magn- ússonar í Kirkjuhvoli þar sem hann blandar saman djass- standörd um og eigin verkum á lifandi og fjölbreytileg- an máta. Á laugardag verða kvöldtónleikar í Kirkjuhvoli þar sem Cathrine Legardh, ein af vinsælustu djasssöngkonum Dana kemur fram og leikur með nokkrum af okkar fremstu mönnum. Cathrine Legardh flytur þekkta djassstand- arda, norræn lög og eigin verk. Lokatónleikar verða í Vídalínskirkja á sunnudagskvöld kl. 20.30 þar sem kór Vídalínskirkju og Gospelkór Jóns Vídalín ásamt sax- ófónleikaranum Sig- urði Flosasyni flytja djassspunna sálma. Garðbæingar bjóða til djassveislu TÓNLIST Sigurður Flosason er listrænn stjórn- andi Jazzhátíðar Garðabæjar sem hefst í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 22. apríl 2010 ➜ Tónleikar 15.00 Kvennakór Háskóla Íslands verður með tónleika í Norræna húsinu við Sturlugötu. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir R. Schumann, A. Dvorák, Jón Ásgeirsson og Gunn- stein Ólafsson. 15.00 Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðlu- leikari heldur tónleika á Menningarsetrinu Skriðuklaustri í Fljót- dalshreppi. 20.00 Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir og Valmar Valjaots flytja tónlistardagskrá tileinkaða Helenu Eyjólfsdóttur í Samkomuhúsinu við Hafnarstræti á Akureyri. 21.00 Of Monsters and Men, Myrra Rós og Johnny Stronghands koma fram á tónleikum á Café Rosenberg við Klapparstíg 25. 21.00 Karlakórinn Fjallabræður held- ur tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Húsið verður opnað kl. 20. 22.00 Á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu verða upphitunartónleikar fyrir úrslit Global Battle of the Bands. Fram koma: Endless Dark, Cliff Clavin, In Memoriam og Of Monsters and Men. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Opnanir 14.00 Í opnu rými göngugötunnar á Garðatorgi verður opnuð sýning 39 Gróskufélaga í Garðabæ. Opið alla daga kl. 10-18. ➜ Listasmiðja 14.00 Í Menningarmiðstöðinni Hafn- arborg við Strandgötu í Hafnarfirði verður boðið upp á Listasmiðju fyrir börn og foreldra í tengslum við sýning- una Í barnastærðum. ➜ Sýningar Myndlistarsýning Sigrúnar Sigurðar- dóttur í Félagsmiðstöðinni að Hæðar- garði 31 er opin í dag kl. 13-16. Sýningu lýkur 30. apríl. ➜ Opið hús Opið hús verður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi milli kl. 10-18. Nánari upplýsingar á www.lbhi.is. ➜ Dagskrá Á Minjasafninu á Akureyri við Aðalstræti verður boðið upp á barna- skemmtun kl. 14-15. ➜ Leikrit 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikritið „Stræti” eftir Jim Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is og www.midi.is. ➜ Leiðsögn 15.00 Inga Jónsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Íslensk myndlist - hundrað ár í hnotskurn sem nú stend- ur yfir í Listasafni Árnesinga við Austur- mörk 21 í Hveragerði. Nánari upplýsing- ar á www.listasafnarnesinga.is. ➜ Biódagar Græna ljósið stendur fyrir Bíódögum í Regnboganum við Hverfisgötu, 16. apríl-6. maí. Nánari upplýsingar á midi. is og www.graenaljosid.is. ➜ Barnamenningarhátíð Barnamenningar- hátíð í Reykjavík stendur til 25. apríl. Nánari upplýsingar og dagskrá á www. barnamenningarhat- id.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.