Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 42
 22. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR Allar stóru fréttirnar í sportinu, hellingur af skúbbi og Mín skoðun! Sport og Rokk á X-inu 977 Fótbolti Handbolti Körfubolti Golf Margt fl eira ● FYRSTU HJÓLIN ÁRIÐ 1889 Fyrstu reiðhjólin sem vitað er um að hafi verið flutt til Íslands sáust í Reykjavík árið 1890. Þau voru í eigu Guðbrands Finnbogasonar, verslunarstjóra hjá Fischer-versluninni, og Guð- mundar Sveinbjörnssonar. Guðbrandur sem bjó í Reykjavík hýsti ungan mann sem byrjaði að sækja nám við Lat- ínuskólann veturinn 1889. Þetta var Knud Zimsen sem síðar varð verkfræðingur bæjarins og svo borgarstjóri Reykjavíkur. Í frístundum undi hann sér við að hjóla en lýsing hans á fyrsta reiðhjólinu hérlendis er enn varð- veitt á þjóðminjasafninu og er svohljóðandi: „Hjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járn- gjörðum. Ekkert drif var á því, og var aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auðvelt að fara hratt á því, og ókleift mátti heita að hjóla á því upp nokkurn verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischersund.“ Reiðhjólið sem Knud lýsir var af Velocipede-gerð eða „benskakare“ eins og það var kallað í Svíþjóð. Það var vinsælt á sjöunda og áttunda áratug nítjándu aldar í nágrannalöndum og víðar í Evrópu. Heimild: Reiðhjólið á Íslandi í 100 ár eftir Óskar Dýrmund Ólafsson Magne Kvam skipuleggur og rekur ferðir í gegn um www.ic- ebikeadventures.com, þar sem hann ferðast með hjólreiða- fólki upp á hálendi Íslands. Hugmyndin að Icebike Adventures kviknaði þegar Magne var leið- sögumaður uppi á hálendinu fyrir nokkur þekkt nöfn í hjólabransan- um frá Kanada, ásamt ljósmynd- ara. Ferðin var farin fyrir eitt af stærstu hjólatímaritum í heimi og fjallaði um ferðasögu á Íslandi. „Þau voru svo hrifin af landinu og sögðu að Ísland væri eitt af þrem- ur bestu stöðum heims til að hjóla á og þetta er fólk sem hefur hjólað úti um allan heim,“ segir Magne. Ferðirnar sem Magni skipulegg- ur eru stílaðar inn á hjólreiðar sem sport, frekar heldur en ferðamáta. „Ég vil að fólkið fái sem mest út úr hjólunum,“ segir Magne. „Þetta byggist mikið upp á því að labba upp fjallið og hjóla svo niður. Er- lendis kallast þetta Hike-a-Bike, en ég hef ekki enn þá fundið orð fyrir þetta á íslensku.“ Þessar ferðir einkennast af hraða og snerpu og segir Magne að þetta sé fyrir alla sem hafa áhuga á fjallahjólreiðum og stórbrotnu landslagi. „Ég fer mikið upp á Fjallabak, en ég er líka með nokkr- ar leiðir sem eru nær Reykjavík,“ segir hann. Nánar á www.icebik- eadventures.com. - sv Áherslan á sportið sjálft Túrarnir eru tilvaldir fyrir unnendur stórbrotinnar náttúru. Ferðirnar sem Magne skipuleggur eru stílaðar inn á hjólreiðar sem sport. MYND/ÚR EINKASAFNI Ferðirnar einkennast af miklum hraða og snerpu að sögn Magne. Fyrst er gengið upp á fjöllin og svo hjólað niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.