Fréttablaðið - 22.04.2010, Page 42

Fréttablaðið - 22.04.2010, Page 42
 22. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR Allar stóru fréttirnar í sportinu, hellingur af skúbbi og Mín skoðun! Sport og Rokk á X-inu 977 Fótbolti Handbolti Körfubolti Golf Margt fl eira ● FYRSTU HJÓLIN ÁRIÐ 1889 Fyrstu reiðhjólin sem vitað er um að hafi verið flutt til Íslands sáust í Reykjavík árið 1890. Þau voru í eigu Guðbrands Finnbogasonar, verslunarstjóra hjá Fischer-versluninni, og Guð- mundar Sveinbjörnssonar. Guðbrandur sem bjó í Reykjavík hýsti ungan mann sem byrjaði að sækja nám við Lat- ínuskólann veturinn 1889. Þetta var Knud Zimsen sem síðar varð verkfræðingur bæjarins og svo borgarstjóri Reykjavíkur. Í frístundum undi hann sér við að hjóla en lýsing hans á fyrsta reiðhjólinu hérlendis er enn varð- veitt á þjóðminjasafninu og er svohljóðandi: „Hjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járn- gjörðum. Ekkert drif var á því, og var aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auðvelt að fara hratt á því, og ókleift mátti heita að hjóla á því upp nokkurn verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischersund.“ Reiðhjólið sem Knud lýsir var af Velocipede-gerð eða „benskakare“ eins og það var kallað í Svíþjóð. Það var vinsælt á sjöunda og áttunda áratug nítjándu aldar í nágrannalöndum og víðar í Evrópu. Heimild: Reiðhjólið á Íslandi í 100 ár eftir Óskar Dýrmund Ólafsson Magne Kvam skipuleggur og rekur ferðir í gegn um www.ic- ebikeadventures.com, þar sem hann ferðast með hjólreiða- fólki upp á hálendi Íslands. Hugmyndin að Icebike Adventures kviknaði þegar Magne var leið- sögumaður uppi á hálendinu fyrir nokkur þekkt nöfn í hjólabransan- um frá Kanada, ásamt ljósmynd- ara. Ferðin var farin fyrir eitt af stærstu hjólatímaritum í heimi og fjallaði um ferðasögu á Íslandi. „Þau voru svo hrifin af landinu og sögðu að Ísland væri eitt af þrem- ur bestu stöðum heims til að hjóla á og þetta er fólk sem hefur hjólað úti um allan heim,“ segir Magne. Ferðirnar sem Magni skipulegg- ur eru stílaðar inn á hjólreiðar sem sport, frekar heldur en ferðamáta. „Ég vil að fólkið fái sem mest út úr hjólunum,“ segir Magne. „Þetta byggist mikið upp á því að labba upp fjallið og hjóla svo niður. Er- lendis kallast þetta Hike-a-Bike, en ég hef ekki enn þá fundið orð fyrir þetta á íslensku.“ Þessar ferðir einkennast af hraða og snerpu og segir Magne að þetta sé fyrir alla sem hafa áhuga á fjallahjólreiðum og stórbrotnu landslagi. „Ég fer mikið upp á Fjallabak, en ég er líka með nokkr- ar leiðir sem eru nær Reykjavík,“ segir hann. Nánar á www.icebik- eadventures.com. - sv Áherslan á sportið sjálft Túrarnir eru tilvaldir fyrir unnendur stórbrotinnar náttúru. Ferðirnar sem Magne skipuleggur eru stílaðar inn á hjólreiðar sem sport. MYND/ÚR EINKASAFNI Ferðirnar einkennast af miklum hraða og snerpu að sögn Magne. Fyrst er gengið upp á fjöllin og svo hjólað niður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.