Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 66

Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 66
46 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is BESTA MYNDIN Kick-Ass er besta myndin í bíóhúsum borgarinnar. > DEL TORO MEÐ DIAZ Benicio Del Toro hefur sam- þykkt að leika í rómantísku gaman- myndinni An Ex to Grind með Cameron Diaz. Del Toro hefur átt misjöfnu gengi að fagna og miðað við söguþráðinn í þess- ari mynd þá er virðist engin breyting á því. Hann minn- ir óþægilega mikið á The Break-Up með Jennifer An- iston og Vince Vaughn. Bíódagar Græna ljóssins eru nú í fullum gangi í Regnboganum og kvikmyndaunnendum er bent á dagskrá hátíðarinnar á vefn- um graenaljosid.is. En það er líka fullt annað í gangi og um helgina frumsýna Sambíóin meðal annars teiknimyndina Astro Boy. Mynd- in byggir á samnefndri sögu frá Japan og fjallar um vísindamann sem missir son sinn og ákveður að búa til vélmenni sem er nákvæm eftirlíking af syninum. Vélmenn- ið öðlast hins vegar ofurkrafta og verður hetja Metro City. Meðal þeirra sem tala inn á ensku útgáfuna eru Nicholas Cage, Kirsten Bell og Charlize Theron. Rómantíska gamanmynd- in She‘s Out of My League er líka frumsýnd um helg- ina en hún segir frá örygg- isverðinum Kirk sem heillar þokkadísina Molly upp úr skónum og skilur ekkert í því. Mynd- in hefur fengið fín við- brögð á erlendum vefsíð- um og vefsíðan imdb.com gefur henni meðal annars 6,7 af tíu sem þykir nokk- uð gott af gamanmynd að vera. Með aðalhlutverkin fara þau Jay Baruchel og Alice Eve en hún leikur í Sex and the City 2. TALAR Í TEIKNIMYND Charlize Theron talar inn á teiknimyndina Astro Boy sem verður frumsýnd um helgina. Clive Owen hefur samþykkt að leika í kvikmyndinni The Killer Elite sem Sig- urjón Sighvatsson framleiðir. Harðhaus- inn Jason Statham leikur aðalhlutverkið. Myndin er byggð á ævisögu ævintýra- mannsins Sir Ranulph Fiennes en hann var meðal annars liðsmaður bresku sér- sveitarinnar SAS. Clive hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að hann braust fram á sjónarsviðið með miklum hvelli þegar hann lék í kvikmyndum á borð við Children of Men, Inside Man og Sin City. Síðan hrönnuðust óveðurskýin upp, Derailed og The International hlutu enga náð fyrir augum gagnrýnenda og áhorf- enda og þá er voðinn vís því Hollywood hefur ekki þolinmæði fyrir tveimur mistökum í röð. En nú vonast þessi ágæti leikari til að blása smá lífi í ferilinn með því að leika á móti einum vinsælasta hasarmynda- leikara heims um þessar mund- ir, Jason Statham. Þótt gagnrýn- endur séu ekkert ýkja hrifnir af leikstíl hins krúnurakaða Breta þá hefur þessi þöguli leikari eign- ast dyggan aðdáendahóp enda varla tilviljun að Sylvester Stall- one fékk hann í The Expendables, ein- hverja mestu testó- sterón-sprengju seinni ára. Clive Owen er vinur Jasons Statham TANGO OG CASH Fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort Clive Owen og Jason Statham séu hinir nýju Tango og Cash en þeir leika saman í kvik- myndinni The Killer Elite. Tilkynnt hefur verið að 23. myndinni um leyniþjónustu- manninn James Bond hafi verið frestað um óákveð- inn tíma. Fjárhagsvandræði MGM-kvikmyndaversins eru aðalástæðan. Michael G. Wilson og Barbara Broccoli, framleiðendur Bond- fyrirbærisins, sendu frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu í vikunni þar sem tilkynnt var að 23. mynd- inni um James Bond hefði verið slegið á frest. Ekki væri ljóst hve- nær vinna við hana gæti hafist að nýju. „Vegna óvissunnar í kring- um framtíð MGM og þeirrar stað- reyndar að ekki hafi tekist að selja kvikmyndaverið þá hefur Bond 23 verið sett í salt. Við vitum ekki hvenær framleiðslan mun hefjast að nýju og höfum engar nákvæm- ar dagsetningar hvað varðar hugs- anlega frumsýningu,“ segir í yfir- lýsingu frá Wilson og Broccoli. Bond-aðdáendur voru vissulega slegnir yfir þessum yfirlýsingum en fjárhagsvandræði MGM-kvik- myndaversins eru engar nýjar fréttir. Það hefur í raun vantað aura í kassann á þeim bænum síðustu þrjátíu árin eða svo. Kvik- myndaspekúlantar eru þó hand- vissir um að Bond sjálfur eigi eftir að lifa þessar þrengingar af því þetta fyrirbæri, sem hóf göngu sína árið 1962 með Dr. No, Njósnari hennar hátignar settur í salt BOND, JAMES BOND Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton, Pierce Brosn- an og Daniel Craig hafa allir skellt sér í smóking, flengt illmenni og flekað ástkonur þeirra. 23. Bond-myndinni hefur nú verið slegið á frest vegna fjárhagsvandræða MGM-kvikmynda- versins og sumir telja að tími James sé jafnvel liðinn. Í KVIKMYNDAHÚSUM Geimútgáfa af Gosa hefur malað gull frá fyrsta has- aratriðinu. Nóg hafði í raun verið í gangi í kringum Bond 23. Daniel Craig átti að leika Bond og halda áfram baráttu sinni við hin illu Quant- um-glæpasamtök. Sam Mend- es hafði verið fenginn til að leik- stýra myndinni og svo voru það allar fréttirnar um Bond-stúlkurn- ar, sú lífseigasta snerist um Freidu Pinto, Slumdog Millionaire-stjörn- una. Þá varð hreinlega allt brjál- að á aðdáendasíðum James Bond þegar það kvissaðist út að Rachel Weisz yrði hugsanlega illmenn- ið í næstu Bond-mynd en þá yrði svo sannarlega brotið blað í sögu þessa kvikmyndabákns. Konur hafa vissulega verið á mála hjá þrjótum sem vilja gera Bond lífið leitt en þær hafa yfirleitt alltaf átt erfitt með að standast þokka hans og fas. Harðir Bond-aðdáendur munu eflaust eiga erfitt með svefn næstu vikur og mánuði enda tilveran án hins fágaða leyniþjónustumanns nánast óhugsandi. Hitt er svo annað mál; er tími Bond eins og Spaugstofunnar kannski bara lið- inn? freyrgigja@frettabladid.is Kick-Ass ★★★★★ „Hreint út sagt frábær mynd í alla staði.“ The Spy Nex Door ★ „Leiðinlegt og innantómt drasl.“ The Clash of the Titans ★★ „Illa farið með góðan efnivið.“ Rudo og Cursi ★★★★ „Áhrifarík og falleg mynd.“ Kóngavegur ★★★★ „Vel leikin tragíkó- medía.“ The Men Who Stare … ★★★ „Góður leikara- hópur fer á kostum í látlausri gaman- mynd.“ Bókin með kvæði Páls J. Árdals, En hvað það var skrýtið, og myndum Halldórs Péturssonar kom fyrst út árið 1955 og er fyrir löngu orðin sígild. Nú ætla ég að segja sögu þér … Minnum á ávísunina í Viku bókarinnar Ávísunin veitir þér 1.000 kr. afslátt af bókakaupum. Hún gildir í bókabúðum þegar keyptar eru bækur útgefnar á Íslandi fyrir 3.500 kr. að lágmarki. Þegar þú notar þessa 1.000 kr. gjöf frá bóka- útgefendum og bóksölum eflir þú lestur íslenskra barna. Af hverri notaðri ávísun renna 100 kr. til styrktar bókasöfnum grunnskólanna. STYRKJUM SKÓLABÓKASÖFNIN!1.000 KR. AFSLÁTTUR! Ávísun á lestur Gildir til 3. maí 2010 Bókaútgefendur og bóksalar 1.000,- Eittþúsund

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.