Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 25 Í skýrslu Ingibjargar Sólrún-ar Gísladóttur fyrrum utan- ríkisráðherra fyrir Rannsókn- arnefnd Alþingis 17. júlí 2009 segir svo á bls. 25 (8. bindi, bls. 140): „eftir á koma menn og segjast hafa varað við og séð hvað var að gerast – tveir sem hafa gert það, annar Robert Wade og hinn Þorvaldur Gylfa- son. Þetta voru báðir menn sem höfðu mjög greiðan aðgang að mér, sem ég var í persónuleg- um samskiptum við, og að þeir kæmu á framfæri þeim upplýs- ingum við mig að bankakerf- ið okkar væri komið að fótum fram, eða í mikilli hættu, það gerðu þeir ekki.“ Á þunnum ís? Hinn 7. apríl 2008, hálfu ári fyrir hrun, sendi ég Ingibjörgu, Geir Haarde forsætisráðherra og þrem þingmönnum stjórnar- andstöðunnar grein, sem birtist þann dag í alþjóðlega vefrit- inu Vox. Greinin birtist síðan í íslenzkri þýðingu undir heitinu „Á þunnum ís?“ hér í Frétta- blaðinu 19. apríl 2008. Þar segir: „erlendar skammtímaskuld- ir bankakerfisins voru í árslok 2007 fimmtán sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans. Í ljósi þess lærdóms, sem dreginn var af fjármálakreppunni í Asíu 1997-1998, hefði þetta ekki átt að geta gerzt. Stjórnvöld hefðu átt að standa í veginum. Hér er ekki litið í baksýnisspegil. Rík- isstjórnin og Seðlabankinn voru hvað eftir annað vöruð við, opin- berlega og afdráttarlaust. Svar þeirra var, að Ísland sé ekki Taíland.“ Eini þingmaðurinn, sem kvittaði fyrir sendinguna, var Jón Magnússon hæstarétt- arlögmaður. Hin þögðu. Ég hef birt vikulega pistla hér í Fréttablaðinu síðan í febrúar 2003 og auk þess oft komið fram í öðrum miðlum, útvarpi og sjónvarpi. Því er hægt um vik að ganga úr skugga um, hvað ég skrifaði um efnahagsmálin og bankana og hvenær í aðdrag- anda hrunsins, auk þess sem pistlar mínir eru allir aðgengi- legir ýmist á vefsetri mínu eða í síðasta ritgerðasafni mínu, Tveir heimar (2005). Nauðvarnarsamstarf Ég hef aldrei sótzt eftir að lýsa skoðunum mínum í einkasam- tölum við stjórnmálamenn, utan einu sinni. Það var fyrir kosn- ingarnar 2007. Þá bauð ég Ingi- björgu Sólrúnu í kaffi til að hvetja hana til að undirbúa sam- stjórn Samfylkingar og VG eftir kosningar með því að leggja fram sameiginlega stefnuskrá og lofa því fyrir kosningar að mynda slíka stjórn til að bægja Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum frá völdum. Um það leyti var mér boðið á fáeina fundi Ingibjargar, sem var þá formaður Samfylkingar- innar, með nokkrum öðrum hag- fræðingum og öðru fólki og einu sinni eftir kosningar 2007, eftir að Samfylkingin gekk til sam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn. Í gegnum tíðina hef ég stöku sinn- um fengið slíkar kvaðningar frá flestum stjórnmálaflokkum eða flokksfélögum, yfirleitt þegar þeir eru í stjórnarandstöðu, og ég hef reynt að taka þeim öllum vel og hjálpsamlega. Þar eð til- laga mín um nauðvarnarsam- starf vinstri flokkanna vakti engin viðbrögð, birti ég hana hér í Fréttablaðinu nokkru síðar („Við myndum stjórn“ 19. apríl 2007). „Ógeðslegt þjóðfélag“ Í skýrslu Styrmis Gunnarsson- ar fyrrum ritstjóra Morgun- blaðsins fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis 1. október 2009 segir svo á bls. 1–2 (8. bindi, bls. 179). „[É]g er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðs- legt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifæris- mennska, valdabarátta.“ Afdráttarlaus játning Styrm- is Gunnarssonar vekur eftir- tekt og umhugsun. Hvers vegna lá ritstjórinn á þessari skoðun sinni í hálfa öld? Hann þekkir vel til íslenzkra stjórnmála og hvergi betur en í Sjálfstæðis- flokknum. Hann kemst svo har- kalega að orði nú, þegar öllum eru orðin ljós verk valdaklík- unnar, sem ráðið hefur lögum og lofum í flokknum. Styrmir Gunnarsson var innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins og nátengdur þessari valdaklíku. Játning Styrmis hlýtur að lýsa fyrst og fremst því ástandi og þeim mönnum, sem hann þekkir vel úr návígi. Styrmir Gunnars- son kaus að draga játninguna þar til nú, þegar rannsóknar- nefndin hefur kveðið upp þunga áfellisdóma yfir tveim fyrrum formönnum Sjálfstæðisflokks- ins auk annarra. Áfelli rann- sóknarnefndarinnar virðist geta leitt til fangelsisdóma, nema for- seti Íslands kjósi að náða hina seku. Náðunarvald forsetans nær þó ekki til ráðherra, sem Landsdómur hefur dæmt seka, nema með samþykki Alþingis. Styrmir Gunnarsson hefði mátt leysa fyrr frá skjóðunni. Morg- unblaðið mætti temja sér sömu hreinskilni, þótt seint sé. Árinni kennir illur ræðari Þorvaldur Gylfason prófessor Í DAG Ég hef aldrei sótzt eftir að lýsa skoð- unum mínum í einkasamtölum við stjórnmálamenn, utan einu sinni. Það var fyrir kosningarnar 2007. Þá bauð ég Ingibjörgu Sólrúnu í kaffi til að hvetja hana til að und- irbúa samstjórn Samfylkingar og VG eftir kosningar... AF NETINU Viðvörunarorð forsetans Í dag þykir forsvarsmönnum í ferðaþjónustu að forsetinn hafi rétt eina ferð- ina talað illilega af sér. Og hvað sagði hann nú? Jú, hann sagði víst að gosið í Eyjafjallajökli væri aðeins sýnishorn af því sem gerast myndi þegar Katla gysi. En það er reyndar hárrétt, sem forsetinn sagði í þessu viðtali við BBC, að evrópskar ríkisstjórnir og flugfélög um allan heim gerðu rétt í að búa sig undir Kötlugos. Gosið í Eyjafjallajökli hefur leitt í ljós hversu viðkvæmar nútímasamgöngur eru fyrir náttúruhamförum af þessu tagi. Þótt ekki sé fullvíst að Katla gjósi á næstunni, má allt eins gera ráð fyrir því. Og þá getur komið sér vel að hafa neyðaráætlanir tilbúnar. Forsvarsmenn flugfélaga hafa síðustu dagana borið sig aumlega undan flugbanninu og segjast hafa tapað gríðarlegum peningum. Hugarfar þeirra sem reka stærstu ferðaþjónustufyrirtækin hérlendis virðist svipað. Menn vilja sem sé umfram allt fá að halda áfram að græða peninga. Því hugarfari lauk ekki með hruninu. Mannslíf í hættu – er það ekki aukaatriði? http://www.jondan.is – Jón Daníelsson Stúlknakór Reykjavíkur Cantabile Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir www.domusvox.is í Langholtskirkju Sumardaginn fyrsta 22.apríl, 2010 kl. 20:00 Miðasala við innganginn Verð kr. 2000 ÚRSLITAKEPPNIN ER AÐ HEFJAST HÁPUNKTURINN Í HANDBOLTANUM Nú er spennan í algleymingi í N1 deildinni. Úrslitakeppni karla er að hefjast. Mætum öll og hvetjum okkar lið til sigurs! Í dag Valur - Akureyri kl. 16:00 (Vodafonehöllinni) Haukar - HK kl. 19:30 (Ásvöllum) Laugardag HK - Haukar kl. 16:00 (Digranesi) Akureyri - Valur kl. 20:00 (Höllinni, Akureyri) Mánudag Haukar - HK kl. 19:30 (Ásvöllum) Valur - Akureyri kl. 19:30 (Vodafonehöllinni) F í t o n / S Í A Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.