Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 34
22. apríl 4
Barnamenningarhátíð í Reykja-
vík er haldin þessa vikuna, 19. til
25. apríl, og fer hún fram um alla
borg, meðal annars í sundlaugum,
leikskólum og í Esjuhlíðum. Viðey
er engin undantekning í því efni
því í dag, fyrsta sumardag, verð-
ur blásið til dagskrár í eynni fyrir
unga jafnt sem aldna.
Guðrún Ásmundsdóttir leik-
kona heimsækir Viðey og segir
skemmtilegar ævintýrasögur
ásamt góðum gestum. Guðlaug
Elísabet Ólafsdóttir, verkefna-
stjóri Viðeyjar, segir litla þörf
á að kynna Guðrúnu frekar, því
hún hafi glatt landsmenn með
leik sínum og söng um áratugabil.
„Hún Guðrún er auðvitað orðs-
ins og andans snillingur og mik-
ill sagnameistari. Hún hefur mikið
verið skrifa einleiki og segja sögur
nú síðari árin og hefur nú samið
dagskrá sem er sérstaklega snið-
in að Viðey í tilefni dagsins. Hún
getur kafað ofan í þúsunda ára
sögu Viðeyjar og ævintýrin sem
tengjast eyjunni, sem eru ansi
mörg,“ segir Guðlaug Elísabet.
Með Guðrúnu í Viðey í dag verða
góðir gestir, þau Pamela De Sensi
flautuleikari og Ásta Sighvats
Ólafsdóttir leikkona, sem hjálpa
til við að færa ævintýri Viðeyjar
í skemmtilegan búning.
Guðlaug segir sumardagskrá
Viðeyjar í startholunum þessa dag-
ana. „Á góðum og fallegum vetrar-
dögum heimsækja margir eyjuna,
á milli hundrað og tvö hundruð
manns flestar helgar, en svo bætir
heilmikið í þegar sumra tekur. Það
eru hópar af nemendum sem eru
eins og kálfar að vori þegar þeir
koma hingað og njóta þess að fá frí
í skólanum og viðra sig, og fastir
liðir eins og þriðjudagsgöngurn-
ar, Viðeyjarhátíðin og Hátíð hafs-
ins í júní, Barnadagurinn í júlí og
fleira og fleira. Við höldum í hefð-
ir í sumar en reynum líka að vera
með eitthvað nýtt og ferskt,“ segir
Guðlaug.
Dagskráin hefst klukkan 15.
Nánari upplýsingar á vef Reykja-
víkurborgar. kjartan@frettabladid.is
Ævintýrasögur í Viðey
Hluti Barnamenningarhátíðar í Reykjavík fer fram í Viðey í dag, en þá mun Guðrún Ásmundsdóttir leik-
kona ásamt góðum gestum segja ævintýrasögur sem eru sérstaklega samdar með eyjuna í huga.
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri Viðeyjar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HOFSTAÐIR í fortíð og
framtíð er málþing sem haldið verður
á Narfastöðum í Reykjadal 24. apríl frá 11. til
16. www.ferdamalastofa.is
Jökulgilið er heimur út af fyrir
sig. Að mörgu leyti minnir það á
völundarhús því afkimar giljanna
eru óteljandi og brattir hryggirnir
sem skilja þá að eru ekki færir
nema á vissum stöðum. Í þessum
einstaka heimi er að finna náttúru-
undur sem eiga sér enga hliðstæðu
á Íslandi. Stuðlahamarinn mikli úr
rauðleitu eða bleiku líparíti er sá
eini sinnar tegundar og svarti kletta-
hatturinn sem gefur Hattveri nafn
sitt er eins og gimsteinn í kórónu.
Jarðhiti er mjög mikill í Jökulgili
og leynist víða. Hvæsandi gufuaugu,
bullandi leirhverir, volgir eða heitir
lækir og sérstæðar hvítar og gráar
útfellingar er að finna í afkimum
gilsins.
En þarna leynast einnig ríkulegar
gróðurteygingar, sérstaklega inni í
Hamragiljum, í Hattveri og í krókum
Sauðanefsins. Fé gengur í Jökulgili
og þar er smalað á hverju hausti
og þykir talsvert manndómsmerki
að vera settur þar í efstu göngur og
þurfa að hlaupa eins og smala-
hundur upp og niður úr kröppum
giljum daglangt.
Þjóðsagan segir að Torfi bóndi í
Klofa á Landi hafi flúið hingað með
búsmala sinn og fjölskyldu þegar
plága mannskæð herjaði í byggð.
Torfa búnaðist vel í gilinu og annað
slagið sendi hann mann upp á
brúnir sem skyggndist til byggða og
sá pestina liggja eins og bláa slæðu
yfir sveitinni. Við Torfa er Torfajök-
ull kenndur svo og Torfahlaup og
Torfatindur við Álftavatn og sagan til
í nokkrum tilbrigðum.
Lengi var því trúað að útilegu-
menn hefðust við í Jökulgili og var
ekki smalað þar með skipulegum
hætti fyrr en um miðja nítjándu öld.
Þá fundu smalamenn fjölda fjár og
heimtur bötnuðu verulega.
Þótt Jökulgil, Hattver og Háu-
hverir séu við þröskuldinn á fjöl-
sóttasta ferðamannastað á hálendi
Íslands í Landmannalaugum hefur
verið fáfarið þar en á því verður
breyting nú þegar út kemur árbók
Ferðafélags Íslands sem fjallar um
Torfajökulssvæðið og skipulögðum
ferðum um þetta hulda töfraland
fjölgar.
Ævintýri í Hattveri í ágústbyrjun
Á fáförnum slóðum við tvílitan foss inni í Jökulgili, ekki langt frá Hattveri.
Kröfuganga ferðafélaga-, útivistar- og fjallafólks verður farin á degi verka-
lýðsins 1. maí.
Haldið í Bláfjöll og gengið með tindum fjallgarðsins og giljum alla
leið suðvestur að Höskuldarvöllum. Hver göngumaður tilkynnir um sitt
helsta baráttumál fyrir göngu og sameinast göngufólk í baráttu fyrir öllum
mögulegum og ómögulegum góðum málefnum í fylkingu eftir fjallatind-
um. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Fararstjóri er Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri FÍ. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 9. Rúta keyrir hópinn í
Bláfjöll og sækir að Höskuldarvöllum. Áætlaður tími 8 klst.
Kröfuganga 1. maí
Hlöðuvík er einn af fegurstu stöðum á Hornströndum. Umkringd af
hvassbrýndum, tignarlegum fjöllum en meira undirlendi í botni víkurinnar
en víða annars staðar. Hið tignarlega Álfsfell gengur fram í miðja víkina og
skiptir henni í tvo hluta og heitir Kjaransvík sunnar en Hlöðuvík norðar.
Frá Hlöðuvík má fara um Skálarkamb og Atlaskarð til Hornvíkur eða um
Hlöðuvíkurskarð til Veiðileysufjarðar.
Sú kynslóð sem þessi ferð er ætluð á að erfa Ísland, ekki aðeins versl-
unarmiðstöðvar, skyndibitastaði, farsíma og leikjatölvur heldur líka Hæla-
vík og Kjalarárnúp og Álfsfell. Þessi sumarfagra en hrjóstruga vík er hluti af
Íslandi og sú lífsbarátta sem hér var háð við gríðarlega erfiðar aðstæður er
því runnin okkur öllum í merg og bein og er hluti af því hver við erum. Við
erum Íslendingar, meðal annars vegna þess að forfeður okkar gátu lifað á
stað eins og þessum við hafís, langa vetur, fátækt, matarskort og harðræði.
Unglingar í þessari ferð fá að kynnast lífi fyrri tíðar í Hlöðuvík en annar
fararstjóranna er Hlöðvíkingur í nokkra ættliði og afi hans var síðasti ábú-
andinn þar.
Síðan gengur hópurinn forna alfaraleið yfir Kjaranvíkurskarð til Hesteyrar.
Hesteyri er fágætur dýrgripur, heilt lítið þorp sem byggðist upp fyrir bílaöld
og alla þá tækni sem við teljum nauðsynlega. Hér var búið þar til í nóvem-
ber 1952 en þá fóru síðustu 30 íbúarnir burtu allir í einu og síðan hefur
þorpið staðið autt nema yfir sumartímann þegar afkomendur seinustu
Hesteyringanna þyrpast á staðinn til að treysta böndin við arfleifð sína.
Unglingaferð eins og þessi er ekki bara skemmtun fyrir þátttakendur heldur
er hún þroskandi og nærandi á marga vegu og getur vakið í ungum hjörtum
þroska og skilning sem hefðbundnar útihátíðir verslunarmannahelgar hafa
enga snertingu við. Ferðin er farin 31. júlí til 5. ágúst, 6 dagar. Fararstjórar:
Eygló Egilsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir og Hallvarður Jón Guðmundsson.
Hver ertu?
Ferðalangar á Hornströndum í hressandi sjóbaði í sumarhitum eins og þeir geta
mestir orðið þar um slóðir.
Kynning
Kynning
Traustir ferðafélagar
Ferðafélag Íslands