Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 52
32 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
JACK NICHOLSON LEIKARI ER 73 ÁRA
„Með sólgleraugun á nefinu er ég
Jack Nicholson. Án þeirra er ég feit-
ur á áttræðisaldri. Og eins og gerist
með aðra Íra er dauðinn í huga mér
öllum stundum.“
Jack Nicholson telst með mestu kvik-
myndastjörnum sögunnar. Hann hefur
tólf sinnum verið tilnefndur til Óskars-
verðlauna sem besti leikari og þrisvar
farið með sigur af hólmi, fyrir Gauks-
hreiðrið, Terms of Endearment og As
Good As It Gets.
„Hugmyndin að Ástráði kviknaði með þátttöku í alþjóða-
starfi læknanema fyrir áratug,“ segir Júlíus Kristjánsson,
formaður Ástráðs, um upphafið að forvarnastarfi lækna-
nema.
Helsta verkefni Ástráðs er að fræða unglinga og ung-
menni um kynheilbrigði. „Á þessum áratug hafa hundruð
læknanema í sjálfboðastarfi frætt um þrjátíu til fimmtíu
þúsund unglinga og ungmenni í félagsmiðstöðvum, grunn-
og framhaldsskólum um allt land,“ segir Júlíus.
En eru krakkarnir ekkert feimnir? „Við rekum kennar-
ana út og því eru þau yfirleitt opin og spyrja margra spurn-
inga. Þau sem ekki þora að spyrja geta sent okkur tölvu-
póst,“ segir Júlíus og áréttar að farið sé með öll bréf sem
trúnaðarmál.
Hann segir árangurinn af fyrirlestrunum góðan sem sýni
sig kannski best í því að Ástráður hlaut forvarnaverðlaun
Sjóvár 2007. „Þá hafði verið sýnt fram á að fóstureyðingum
hafði fækkað frá því við hófum störf,“ útskýrir hann.
Júlíus segir krakka mjög misvel að sér um kynheilbrigði.
Misjafnt sé hversu mikil áhersla sé lögð á málefnið í grunn-
skólum og hve mikið foreldrarnir kenni börnum sínum. „Við
reynum með starfi okkar að stuðla að opinskárri umræðu
og viljum ekki að kynheilbrigði sé tabú.“
Fjölmargir læknanemar taka þátt í starfi Ástráðs. Þeir
ana ekki blint út í fræðsluna heldur fá viku undirbúnings-
kennslu frá læknum, líffræðingum, sálfræðingum og félags-
ráðgjöfum. Júlíus telur því ljóst að þetta sé einnig ávinn-
ingur fyrir læknanemana. „Þeir eru allavega betur í stakk
búnir að taka á þessum vandamálum í framtíðinni.“
Ástráður heldur upp á tíu ára afmæli sitt í dag og býður af
því tilefni til veislu á efstu hæð í Turninum við Höfðatorg.
„Þangað bjóðum við öllum vinum og velunnurum starfsins,“
segir Júlíus. Í afmælinu verður opnuð glæný heimasíða á
www.astradur.is solveig@frettabladid.is
ÁSTRÁÐUR: TÍU ÁRA
Uppfræða um
kynheilbrigði
FORMAÐUR ÁSTRÁÐS „Á einum áratug hafa hundruð læknanema
í sjálfboðastarfi frætt um 30 til 50 þúsund unglinga um allt sem
viðkemur kynheilbrigði,“ segir Júlíus. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Alda Þórarinsdóttir
Hólum 15, Patreksfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. apríl. Jarðarförin
auglýst síðar.
Árni Halldór Jónsson
Hrönn Árnadóttir Guðmundur Ólafur
Guðmundsson
Þór Árnason Sigríður Einarsdóttir
Dröfn Árnadóttir Einar Jónsson
Jón Bessi Árnason Guðrún Gísladóttir
Sævar Árnason Elena Alda Árnason
Stefanía Heiðrún Árnadóttir Valgeir Ægir Ingólfsson
Brynja Árnadóttir Guðmundur Aðalsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir og barna-
barn,
Ísak Rafael Jóhannsson
lést mánudaginn 19. apríl.
Aðalbjörg Jónsdóttir Jóhann Rúnar Sigurðsson
Jóhann Vilhjálmur Ólason
Óli Dagmann Jóhannsson
Villy Böegh Olsen Jóhannsson
Jón Aðalsteinsson, María Kristjánsdóttir,
Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Björn Arnórsson
Óli Dagmann Friðbjörnsson, Hulda Jóhannsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Sólveig Bjarnadóttir
frá Flateyri,
sem andaðist á Hrafnistu Reykjavík laugardaginn
10. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn
23. apríl klukkan 11.00.
Sigurður Ásgeirsson Hjördís Björnsdóttir
Dagur Ásgeirsson Sunneva Traustadóttir
Bergþóra Ásgeirsdóttir Guðmundur Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Eðvarð Pétur Torfason
fyrrverandi bóndi frá Brautartungu
Lundarreykjadal, síðast til heimilis að
Bæjarási Hveragerði,
sem lést 17. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Lundarkirkju Lundarreykjadal laugardaginn 24. apríl
klukkan 14.
Margrét Kristjánsdóttir Helgi Hannesson
Sveinn Gunnar Eðvarðsson Anna Rafnsdóttir
Hildur Eðvarðsdóttir Eiríkur Sveinsson
Guðni Eðvarðsson Halldóra Ingimundardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför frænku okkar
Pollyar Svanlaugar
Guðmundsdóttur
Bókhlöðustíg 2 Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands Hvammstanga. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Jóhannesson Bjarney G. Valdimarsdóttir
Jónína Ögn Jóhannesdóttir Birgir Jónsson
Árni Jóhannesson Anna Olsen
Guðmann Sigurbjörnsson Kristín A. S. Aradóttir
Edda Ársælsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Ragnheiðar Pálsdóttur
Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð
Garðabæ.
Inga Hafsteinsdóttir
Jón Garðar Hafsteinsson Dagný María Sigurðardóttir
ömmubörn og langömmubarn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Ólafur Friðrik
Ögmundsson
til heimilis að Grænumörk 5, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 20. apríl
2010. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn
1. maí kl. 14.00.
Ögmundur Ólafsson Helga Halldórsdóttir
Alda Guðlaug Ólafsdóttir
Lilja Guðrún Ólafsdóttir Björn Friðriksson
Erna Ólafsdóttir Eyjólfur Sigurjónsson
Guðlaugur Jón Ólafsson Angela Rós Sveinbjörnsdóttir
Baldur Ólafsson Kristín Erna Leifsdóttir
Halla Ólafsdóttir Guðni Einarsson
Jón Geir Ólafsson Ólöf Ragna Ólafsdóttir
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegs tengdasonar míns,
föður, tengdaföður og afa,
Guðmundar Árna
Bjarnasonar
Smárahvammi 2, Hafnarfirði,
sem lést miðvikudaginn 31. mars.
Guðríður Guðbrandsdóttir
Þorsteinn Guðmundsson Björg Sigurðardóttir
Júlíana Ósk Guðmundsdóttir Ólafur Björn Heimisson
Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir Gylfi Bergmann
Heimisson
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
Agnar Árnason
kaupmaður,
sem lést miðvikudaginn 14. apríl, verður jarðsunginn
frá Árbæjarkirkju föstudaginn 23. apríl kl. 15.00.
Magnhildur Friðriksdóttir
Magnús Agnarsson Ulrika Bladh
Kristbjörg Agnarsdóttir Konráð Sveinsson
Arnar Jökull Agnarsson Anna Lára Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.