Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 28
28 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Ekki varð annað séð en að umhverfi og aðstæður í við- skiptalífinu, sem mótuðu mína kynslóð, fælu í sér mikil tækifæri með vaxandi frjálsræði og opnun heima fyrir og samtímis með nýjar og jákvæðar forsendur fyrir þátt- töku í viðskiptum á alþjóðavett- vangi. Vextir á heimsvísu voru um skeið mjög lágir og aðgangur að lánsfé auðveldur. En ekki er allt sem sýnist. Í þessu umhverfi áformaði ég á sínum tíma að byggja upp fyrir- tæki sem ég gæti verið stoltur af og sem gæti látið gott af sér leiða fyrir samfélag okkar. Sumt tókst. Annað ekki. Í tólf ár vann ég ásamt frá- bæru samstarfsfólki, dag og nótt, að því að byggja fyrirtækið upp og efla það. Nú er sú starfsemi ekki lengur í mínum höndum. Ég fór of geyst og færðist of mikið í fang á of skömmum tíma. Ég sé skýrt eigin yfirsjónir og dreg enga fjöður yfir þær þótt þungbærar séu. Djúp kreppa afhjúpaði ríkjandi aðferða- og hugmyndafræði og stefna í fjármála- og viðskiptaheim- inum var að stórum hluta byggð á vanhugsuðum kennisetningum og óraunhæfum forsendum, og þá þegar á alvarlegum villigötum og dæmd til að hrynja innan tíðar eins og á daginn kom. Það blasir nú við í bakspeglinum. Rekstur gat um sinn haldist í járnum á yfirborðinu, eignir hækkað í verði og þannig þanið út efnahagsreikninginn – en án raunverulegrar verðmætasköp- unar. Sú sápukúla sprakk með eft- irminnilegum hætti. Haustið 2008 brast á í heimin- um fjármálaofviðri, sem feykti um koll hinu útbólgna kerfi sem hrundi eins og spilaborg. Tími sjálfsblekk- inga og draumóra var að renna út. Fyrirtæki sem ég tengdist töp- uðu miklu, en hurfu ekki til fulls af vettvangi. Eignir sem Baugur og tengdir aðilar áttu eru enn að greiða upp í skuldir og skapa verð- mæti fyrir veðhafa Baugs. Nefna má hér House of Fraser, Iceland Foods, Goldsmith, Hamleys, Karen Millen, All Saints, Magasin, Haga og fleiri. Allt þetta breytir hins vegar engu um það, að ég hefði átt að draga miklu hraðar saman segl- in er óveðursskýin hrönnuð- ust upp síðari hluta ársins 2007. Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunarað- gerð sem að endingu bar fyrirtæk- ið ofurliði. Í septemberlok haustið 2008 var hlutaféð orðið verðlaust. En þessi grein er ekki skrifuð með það fyrir augum að tíunda í smá- atriðum neinar útskýringar, rök eða afsakanir mér til málsbóta, né varpa sök og ábyrgð á aðra. Mark- mið hennar er af öðrum toga eins og ég vona að mér auðnist að gera lesendum ljóst. Fyrstur manna skal ég sjálfur viðurkenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjargað fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Því verður ekki með orðum lýst, hvern- ig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjón- ir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju. Við síðustu fjárlagagerð voru gerð mistök þegar framlög ríkisins til kvikmyndagerðar voru skorin niður úr öllu valdi. Niður- skurðurinn nam 35% miðað við fyrra samkomulag. Þar var gert ráð fyrir að framlög ríkisins til kvikmyndasjóða yrðu 700 millj- ónir á þessu ári en eru nú aðeins 450 milljónir. Sá niðurskurður sem við horfum upp á færi með hvaða starfsgrein sem er í gröfina. Eins og þú hefur sagt þá voru síð- ustu fjárlög unnin í miklum flýti og ekki var tekið mið af menningar- legum né flóknum efnahagslegum rökum; „þetta var exel niðurskurð- ur“. Á síðustu misserum höfum við horft upp á íslensk stjórnvöld gera sig sek um slæmar ákvarðanir, byggðar á vanþekkingu og grand- varaleysi. Stjórnmálamenn eru mjög tregir að viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Rétt er að árétta að heildar- framlög til kvikmyndagerðar eru á engan hátt óhófleg – þvert á móti eru þau allt of lág. Þau eru sem dæmi bara brot af því sem hið opin- bera leggur til leikhússtarfsemi í landinu. Aðrar menningargreinar hafa flestar fengið verðbætur, sem ekki á við um kvikmyndagerðina, og er niðurskurður á flestum þeim bæjum vel innan við þann 10% flata niðurskurð sem boðaður var við síðustu fjárlög. Hér er um aug- ljósa mismunun að ræða. Menningarlegt mikilvægi íslenskr- ar kvikmyndagerðar Við horfum upp á hnignun íslenskr- ar menningar og við því þarf að sporna. Skynjun og tilfinningar hafa orðið undir praktík og pen- ingum hin síðari ár. Það er eitt að vera gjaldþrota efnahagslega en enn alvarlegra er að verða gjald- þrota menningarlega. Kvikmynd- ir og sjónvarpsefni er stór hluti af menningararfi þjóðarinnar og samtímasögu og fátt hefur meiri áhrif á þankagang og heimsýn fólks. Að halda úti öflugri kvik- myndagerð er sérstaklega mikil- vægt fámennri þjóð með sitt eigið tungumál. Aðrar þjóðir hafa fyrir margt löngu áttað sig á þessu en við virðumst standa aftar þar eins og í svo mörgu. Hvernig speglum við okkur, hvar og hvernig mótast okkar heimssýn og sjálfsmynd? Upp við hvaða upplýsingar alast börn- in okkar? Við erum undir sterkri menningarlegri innrás frá Banda- ríkjunum og mótstaða okkar er takmörkuð sökum fámennis. Mál- svæði okkar er lítið og menning okkar og tunga sérlega viðkvæm og því þarf að vinna skipulega og af krafti á móti neikvæðum utan- aðkomandi áhrifum. Það er langt síðan íslensk kvik- myndagerð sleit barnsskónum og varð þekkingarbundinn listiðnað- ur, sambærilegur á við það besta sem gerist erlendis. Það virðist ekki vera meðvitund og skilning- ur á þessu hjá íslenskum stjórn- völdum, þar erum við bundin af gömlum skilgreiningum og úrelt- um viðmiðum. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að kvikmyndir eru í dag jafnmikilvægur þáttur í menn- ingu þjóðarinnar og bókmenntirn- ar voru fyrir 50 árum. Við lifum í heimi sem er að breytast. Sífellt meiri áhersla er á sjónrænar fram- setningar og myndmiðla og ný tækni ryður sér til rúms, ekki síst í listum og menningu. Ég vil meina að Kvikmyndamið- stöð Íslands sé í dag mikilvægasta menningarstofnun landsins, bæði út frá efnahagslegum og þjóð- menningarlegum forsendum. Kvik- myndagerð er menning alþýðunn- ar. Hún er sú listgrein sem nær til flestra, þjóðarleikhús sem nær til allra landsmanna í gegnum kvik- myndahús, sjónvarp, mynddiska og internet. Kvikmyndagerð er þannig lang hagkvæmasta menn- ing sem ríkið getur fjárfest í miðað við til hversu margra hún nær. Íslensk kvikmyndagerð er einn- ig mikilvægasta tækið til land- kynningar á erlendri grundu. Hún ferðast víða um heim og kemur fyrir sjónir tug milljóna manna. Rannsóknir hafa leitt að því líkum að minnsta kosti 10% erlendra ferðamanna komi hingað vegna íslenskra kvikmynda. Heildarvelta af erlendum ferðamönnum sem komu hingað til lands í fyrra var 155 milljarðar. Af því má áætla að 15 milljarðar séu bein afleiðing af fjárfestingu ríkisins í íslenskri kvikmyndagerð. Fjárfesting sem skilar sér margfalt Í fjárlagagerð er nauðsynlegt að stjórnvöld greini á milli þess sem engu skilar og því sem skapar allri þjóðinni arð í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Íslensk kvik- myndagerð er ekki aðeins atvinnu- skapandi heldur líka arðbær og skapar ríkissjóði tekjur. Framlög ríkisins til kvikmyndagerðar er ekki áhættusöm langtímafjárfest- ing heldur fimmfaldar kvikmynda- gerðin framlag hin opinbera með annarri fjármögnun og greið- ir að fullu til baka á framleiðslu- tíma verkanna. Í framhaldi marg- faldar hver króna sig að minnsta kosti tuttugufalt sé allt tekið með í reikninginn. Þjóðin verður af gríð- arlegum tekjum við þennan mikla niðurskurð og því er þessi ákvörð- un stjórnvalda illskiljanleg. Hér er einfaldlega verið að henda krónum fyrir aura. Það er hagsmunamál fyrir mig, sem vil starfa á Íslandi sem kvik- myndaleikstjóri, að þessi óhóf- legi niðurskurður verði leiðrétt- ur og fjárfesting ríkisins aukin til muna í framtíðinni. Það er einnig hagsmunamál fyrir þau hundruð Íslendinga sem starfa við kvik- myndagerð og fyrir íslensku þjóð- ina alla, bæði í menningarlegu og efnahagslegu tilliti. Þessi niður- skurður er ekki til þess fallinn að hjálpa þjóðinni út úr kreppunni. Ef fram sem horfir mun þetta leiða til tæplega fimm milljarða króna samdráttar í íslenskri kvikmynda- gerð á næstu fjórum árum. Hundr- uð starfa munu glatast. Við horfum upp á atgervisflótta úr greininni og dýrmæt reynsla fer í súginn. Íslenskir kvikmyndagerðar- menn skilja vel að það þurfti að skera niður. En við skiljum ekki hversvegna kvikmyndagerð er tekin sérstaklega fyrir og slátrað umfram aðrar greinar. Hvernig er stjórnvöldum stætt á því að skera svo svívirðilega niður í grein sem skapar þjóðinni svo gríðarlegar tekjur og hefur svo mikið menning- arlegt gildi? Ég skora á þig, Katr- ín Jakobsdóttir, ráðherra menning- armála, að beita þér fyrir því að sanngjörn leiðrétting verði gerð á þessum mistökum í næstu fjárlög- um sem nú eru í fullri vinnslu. Skynjun og tilfinningar hafa orðið undir praktík og peningum hin síðari ár. Það er eitt að vera gjaldþrota efna- hagslega en enn alvarlegra er að verða gjaldþrota menningarlega. Fyrstur manna skal ég sjálfur viður- kenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjarg- að fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gild- um og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Opið bréf til Katr- ínar Jakobsdóttur Kvikmyndagerð Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður Missti sjónar á góðum gildum Viðskipti Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.