Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 32
22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR2
VICTORIA BECKHAM og Eva Longoria leika saman í símaauglýsingu fyrir
LG en haft er fyrir satt að þær séu fínar vinkonur. Merkilegast þótti þó að Vict-
oria skyldi brosa og hlæja en hún er ekki þekkt fyrir brosmildi.
Ágústa er lærður tösku- og fylgihlutahönnuður og
hefur undanfarin ár þróað vörur sem hún vinnur
úr náttúrulegum efnum, svo sem hreindýrshorn-
um, hrossatagli, lopa, leðri, fiski-
roði og fleiru til. „Hver hlutur í
línunni er einstakur, handgerð-
ur af kostgæfni og vandvirkni,
út frá náttúrulegu lagi hráefnis-
ins, fagurlegu útliti og þægilegu
notagildi. Töskurnar og fylgihlut-
ina hef ég verið að vinna svolítið
lengi en fatnaðurinn er tiltölulega
nýr hjá mér. Þetta er kvenlegur,
flottur kokkteilboðafatnaður, pils
og toppar, og töskurnar eru líka
í fínni kantinum. Fylgihlutirn-
ir eru hálskragar, armbönd og
belti þar sem ég nota þæfða ull, annaðhvort eina
og sér, eða með tjulli og klæði það og skreyti
með fiskiroði, leðrum og lokkum úr hrossa-
tagli. Lokurnar á krögunum eru svo úr hrein-
dýrshornum.“
Vörulínan verður kynnt þar sem Ágústa býr,
á Djúpavogi, næstkomandi laugardag, þegar tísku-
sýning verður sett upp í Löngubúð, sem er safn- og
kaffihús Djúpavogs. Einnig opnar Ágústa heimasíð-
una arfleifd.is þar sem hægt verður að panta vörur
úr línunni og á Facebook er Ágústa jafn-
framt með síðu undir nafninu Arfleifð.
Vörurnar verða til sölu hjá Ágústu
á vinnustofu hennar, þar sem einnig
verður verslun og upplýsinga- og
fræðslusetur um hráefnið í sumar.
„Þar verður hægt að fræðast um það
hvernig það er unnið, hvar ég næ í
það, hvernig það var unnið hér áður
fyrr og hvernig það tengist þá okkar
arfleifð. Á tískusýningunni verður
einnig kynning á efni á skjávarpa
sem Daníel Imsland, grafískur
hönnuður, og Hafþór Bogi Reyn-
isson ljósmyndari hafa unnið
sem og kynning á matvælum
frá sömu veiðimönnum og ég fæ
skinnin hjá.“
juliam@frettabladid.is
Kokkteilkjólar og kragar
Ágústa Margrét Arnardóttir hannar og framleiðir töskur, fylgihluti og fatnað úr alls kyns náttúrulegum
efnum. Ágústa kynnir nýja vörulínu, Arfleifð – Heritage from Iceland, næstkomandi laugardag.
Ágústa Margrét Arn-
ardóttir er lærður
skó- og fylgihluta-
hönnuður.
Kragar og
hárskraut úr
línu Ágústu.
Hægt er að
taka skrautið
úr hárinu og
nota sem
nælu á fatn-
aðinn.
Koparlit-
að mjög
klæðilegt
dress sem
samanstend-
ur af toppi
og pilsi sem
er aðsniðið
og hátt upp í
mittið.
Frumsýning á vörulínu Ágústu fer fram í
Löngubúð á Djúpavogi á laugardag en þar
munu tólf fyrirsætur sýna hönnun hennar
undir lifandi tónlist.
Taska og arm-
band unnið úr
koparlituðu
lamba leðri
og
blönduðu
fiskiroði.
Skreytt með
tjulli, lokkum
úr hrossatagli
og armbandið
er lokað með
hreindýrahorni.
M
YN
D
/Ú
R
EIN
K
A
SA
FN
I
Ljósgyllt
dress. Öllum
pilsunum í
línunni er
hægt að
snúa við og
þá líta þau
öðruvísi út.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur 12 Kg · Hljóðlát
· Stórt op > auðvelt að hlaða
· Sparneytin
12 kg
Þvottavél
og þurrkari
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
GLÆSILEGAR
STUTTKÁPUR
• Bolir
• Peysur
• sumarkápur
• Galla-stretts-
jakkar
SÚKKULAÐIVAX
HAFRAVAX
SÚKKULAÐISTRIMLAR
F. ANDLIT OG LÍKAMA
ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta
ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir
Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni
og einnig vaxstrimlar
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki