Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 32
 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR2 VICTORIA BECKHAM og Eva Longoria leika saman í símaauglýsingu fyrir LG en haft er fyrir satt að þær séu fínar vinkonur. Merkilegast þótti þó að Vict- oria skyldi brosa og hlæja en hún er ekki þekkt fyrir brosmildi. Ágústa er lærður tösku- og fylgihlutahönnuður og hefur undanfarin ár þróað vörur sem hún vinnur úr náttúrulegum efnum, svo sem hreindýrshorn- um, hrossatagli, lopa, leðri, fiski- roði og fleiru til. „Hver hlutur í línunni er einstakur, handgerð- ur af kostgæfni og vandvirkni, út frá náttúrulegu lagi hráefnis- ins, fagurlegu útliti og þægilegu notagildi. Töskurnar og fylgihlut- ina hef ég verið að vinna svolítið lengi en fatnaðurinn er tiltölulega nýr hjá mér. Þetta er kvenlegur, flottur kokkteilboðafatnaður, pils og toppar, og töskurnar eru líka í fínni kantinum. Fylgihlutirn- ir eru hálskragar, armbönd og belti þar sem ég nota þæfða ull, annaðhvort eina og sér, eða með tjulli og klæði það og skreyti með fiskiroði, leðrum og lokkum úr hrossa- tagli. Lokurnar á krögunum eru svo úr hrein- dýrshornum.“ Vörulínan verður kynnt þar sem Ágústa býr, á Djúpavogi, næstkomandi laugardag, þegar tísku- sýning verður sett upp í Löngubúð, sem er safn- og kaffihús Djúpavogs. Einnig opnar Ágústa heimasíð- una arfleifd.is þar sem hægt verður að panta vörur úr línunni og á Facebook er Ágústa jafn- framt með síðu undir nafninu Arfleifð. Vörurnar verða til sölu hjá Ágústu á vinnustofu hennar, þar sem einnig verður verslun og upplýsinga- og fræðslusetur um hráefnið í sumar. „Þar verður hægt að fræðast um það hvernig það er unnið, hvar ég næ í það, hvernig það var unnið hér áður fyrr og hvernig það tengist þá okkar arfleifð. Á tískusýningunni verður einnig kynning á efni á skjávarpa sem Daníel Imsland, grafískur hönnuður, og Hafþór Bogi Reyn- isson ljósmyndari hafa unnið sem og kynning á matvælum frá sömu veiðimönnum og ég fæ skinnin hjá.“ juliam@frettabladid.is Kokkteilkjólar og kragar Ágústa Margrét Arnardóttir hannar og framleiðir töskur, fylgihluti og fatnað úr alls kyns náttúrulegum efnum. Ágústa kynnir nýja vörulínu, Arfleifð – Heritage from Iceland, næstkomandi laugardag. Ágústa Margrét Arn- ardóttir er lærður skó- og fylgihluta- hönnuður. Kragar og hárskraut úr línu Ágústu. Hægt er að taka skrautið úr hárinu og nota sem nælu á fatn- aðinn. Koparlit- að mjög klæðilegt dress sem samanstend- ur af toppi og pilsi sem er aðsniðið og hátt upp í mittið. Frumsýning á vörulínu Ágústu fer fram í Löngubúð á Djúpavogi á laugardag en þar munu tólf fyrirsætur sýna hönnun hennar undir lifandi tónlist. Taska og arm- band unnið úr koparlituðu lamba leðri og blönduðu fiskiroði. Skreytt með tjulli, lokkum úr hrossatagli og armbandið er lokað með hreindýrahorni. M YN D /Ú R EIN K A SA FN I Ljósgyllt dress. Öllum pilsunum í línunni er hægt að snúa við og þá líta þau öðruvísi út. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 GLÆSILEGAR STUTTKÁPUR • Bolir • Peysur • sumarkápur • Galla-stretts- jakkar SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.