Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 58
38 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is kl. 21.00 Kvartett Leifs Gunnarssonar spil- ar í kvöld í Múlanum. Flutt verður dagskrá sem samin er af bassaleik- urum, fyrir bassann eða þar sem bassinn er í öndvegi. Ásamt Leifi koma fram trompetleikarinn Snorri Sigurðarson, píanóleikarinn Agnar Már Magnússon og trommuleikar- inn Scott McLemore. Norðurpóllinn er leikrými sem ungt leikhúsfólk af höfuðborgarsvæðinu hefur komið í nýtingu yst á Sel- tjarnarnesi en þar hefur ekki verið boðið til leiksýn- inga atvinnuhópa um langt skeið. Norðurpóllinn er í Bygggörðum og er vandlega merktur sem er nauðsynlegt því næstu daga verða þar frumsýnd tvö ný erlend verk af tveimur sjálfstæðum leik- hópum. Alheimur frumsýnir á laugardag Glerlaufin eftir Austur-Lundúna- búann Philip Ridley og á sunnudag frumsýnir Fátæka leikhúsið Tvo fátæka pólskumælandi Rúmena eftir Dorota Maslowsk, einn athygl- isverðasta höfund Pólverja í dag. Glerlaufin, sem er frumsýnt á laugardag, er öflugt breskt nútíma- leikrit eftir hinn margrómaða höf- und Philip Ridley. Hann hefur skrif- að fjölda leikrita og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir skrif sín en hann hefur lagt gjörva hönd á margt: hefur skrifað mikinn fjölda leikrita, smásagna, bóka og kvikmyndahand- rita og hefur hann hlotið fjölmörg verðlaun fyrir skrif sín. Glerlaufin voru frumsýnd árið 2007 í Soho Theatre í London. Þar fékk verkið frábærar viðtökur og mjög svo lofsamlega dóma. Fleiri verk eftir Ridley eru til dæmis Pitchfork Disney, The Fastest Clock in the Universe og Mercury Fur. Verkið fjallar um tvo ólíka bræð- ur, Steven og Barry. Steven fetar beinu brautina og á hið fullkomna heimili. Barry er svarti sauður fjöl- skyldunnar, drykkfelldur listamað- ur sem hefur valdið móður þeirra sárum vonbrigðum. Þó segir yfir- borðið ekki allt, því þegar kafað er dýpra birtast draugar fortíðar og þaggaður sannleikurinn sem er of sársaukafullur til að þola dagsljós- ið. Hvað er satt og hvað er logið? Hver er saklaus og hver er sekur? Hvert er leyndarmál glerlauf- anna? Leikstjóri Glerlaufanna er Bjart- mar Þórðarson og leikarar eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóel Sæmundsson, Ólafur S.K. Þor- valdz og Vigdís Másdóttir. Tónlist er í höndum Védísar Hervarar og ljósahönnuður er Arnar Ingvars- son. pbb@frettabladid.is Glerlaufin í Bygggörðum LEIKLIST Breski höfundur- inn Philip Ridley á að baki fjöskrúðugan feril en þetta er fyrsta verk hans sem sýnt er hér á landi. > Ekki missa af … söngleiknum Oliver! í Þjóðleik- húsinu en sýningum er nú að fækka. Tvær verða á sunnu- dag og þá hefur verið bætt við sýningu í byrjun maí, en sýningar verða þá orðnar 46. Sýningin hentar fjölskyldufólki þótt hún greini frá grimmdar- verkum og hlaut á sínum tíma lof gagnrýnenda. Föstudaginn 23. apríl er dagur bókarinnar og verður þess minnst með ýmsum hætti. Alþjóðlegur dagur bókarinnar hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1996 en hann er tengd- ur fjölda höfunda: Cervantes og Shakespeare létust þennan dag árin 1616 og 1623 og hann er fæðingardagur Vladimirs Nabokov og Halldórs Laxness. Aðrir kunnir bókamenn eiga afmæli þennan dag, ljóðskáldið ástsæla Roy Orbison, og fjöllistamennirnir Jónsi í Sigur Rós og myndlistar- maðurinn Haraldur Jónsson. Haraldur Jónsson sendir frá sér bók í tilefni dagsins á vegum bókaútgáfunnar Útúrdúrs sem sérhæfir sig í útgáfu bókverka. Haraldur kallar bókina TSOYL en í henni eru ljósmyndir af und- irmeðvitundinni sem listamaðurinn hefur unnið að síðasta aldarfjórðunginn. Bókverkaverslunin Útúrdúr opnaði við Njálsgötu 14 2007. Ári síðar fluttist hún inn á Nýlistasafnið en hefur deilt húsnæði með Havarí í Austurstræti 6 síðan fyrir síðustu jól. - pbb Bókadagur á morgun MYNDLIST Haraldur Jónsson er bókamaður og gefur á degi bókarinnar út bók. Geysivinsælu Su Duko bækurnar eru fáanlegar aftur. Spreyttu þig á talnagátunni sem sigraði heiminn. ÞÚ FÆRÐ ALDREI NÓG! Minnum á ávísunina í Viku bókarinnar Ávísunin veitir þér 1.000 kr. afslátt af bókakaupum. Hún gildir í bókabúðum þegar keyptar eru bækur útgefnar á Íslandi fyrir 3.500 kr. að lágmarki. Þegar þú notar þessa 1.000 kr. gjöf frá bóka- útgefendum og bóksölum eflir þú lestur íslenskra barna. Af hverri notaðri ávísun renna 100 kr. til styrktar bókasöfnum grunnskólanna. STYRKJUM SKÓLABÓKASÖFNIN!1.000 KR. AFSLÁTTUR! Ávísun á lestur Gildir til 3. maí 2010 Bókaútgefendur og bóksalar 1.000,- Eittþúsund 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Hvorki meira né minna - Fanney R. Elínardóttir/María Elínardóttir Nemesis - kilja Jo Nesbø Fyrirsætumorðin - kilja James Pattersson Maxímús músíkús trítlar í tónlistarskólann Vetrarblóð - kilja Mons Kallentoft Litli prinsinn Antoine de Saint-Exupéry METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 14.04.10 - 20.04.10 Hafmeyjan - kilja Camilla Läckberg Góða nótt, yndið mitt - kilja Dorothy Koomson Sítrónur og saffran - kilja Kajsa Ingemarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.