Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 2

Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 2
2 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Ólöf, er heimsendir ekki að trekkja? „Nei, hann gerir það ekki en heims- endaspár geta valdið trekki.“ Ólöf Ýrr Atladóttir er ferðamálastjóri. Aðilar í ferðaþjónustunni hafa gagnrýnt forseta Íslands harðlega fyrir að fæla burt ferðamenn með því að segja við BBC að Kötlugos sé óumflýjanlegt og að gosið í Eyjafjallajökli sé aðeins æfing fyrir það. SKIPULAGSMÁL Eigendur gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg hafa nú fengið leyfi skipulagsráðs Reykjavíkur til að breyta byggingunni í hótel fyrir Icelandair Hotels. „Við ítrekum mikilvægi þess að húsinu sé sýnd sú virðing sem það á skilið,“ segir Júlíus Vífill Ingv- arsson, formaður skipulagsráðs. „Af mínum samtölum við eigend- ur hússins er ljóst að það er mik- ill vilji til þess að þær breytingar sem munu verða nauðsynlegar séu gerðar í fullu samráði við húsa- friðunarnefnd ríkisins og af þeim metnaði sem húsið á skilið.“ Fyrirhuguð breyting á Heilsu- verndarstöðinni hefur verið umdeild bæði meðal almennings og eins innan skipualagsráðs þar sem ítarlega hefur verið farið í saumana á málinu, meðal annars með vettvangsferð ráðsins í bygg- inguna sjálfa með arkitekti og fulltrúum eigenda og Icelandair Hotels. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær var afgreiðslu máls- ins frestað á fundi skipulagsráðs í síðustu viku að beiðni Sóleyj- ar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna. Sóley samþykkti í gær ofangreinda afgreiðslu skipulags- ráðs eins og allir aðrir sem í ráð- inu sitja. „Það kemur skýrt fram í bókun, sem allir í ráðinu eru sammála um, að auðvitað viljum við að húsið, sem hefur þetta mikla menning- arsögulega gildi, haldi áfram að þjóna því hlutverki sem það var hannað fyrir. En eins og kemur líka fram í bókuninni er í raun ekk- ert í deiliskipulaginu sem segir að þarna megi ekki vera hótel þannig að við höfum engar forsendur til þess að taka neikvætt í þessa fyr- irspurn,“ segir Sóley sem ítrekar að enn eigi eftir að fá samþykkt byggingarleyfi. „Ég ætla að leyfa mér að vona áfram að húsið kom- ist í notkun sem er meira við hæfi en hótelrekstur og þá er ég að tala um heilsutengda starfsemi af ein- hverjum toga,“ segir hún. Breytingarnar sem áætlað er að gera snúast nær alfarið um innra skipulag Heilsuverndarstöðvar- innar og ekki á að snerta á ytra byrði hússins. Ekki náðist í Magneu Þóreyju Hjálmarsdóttur, framkvæmda- stjóra Icelandair Hotels, í gær en upphafleg áætlun hótelkeðjunnar var sú að hótel yrði opnað í Heilsu- verndarstöðinni strax í vor til að ná sumarvertíðinni. Útséð virð- ist um að þau áform nái fram að ganga úr þessu. gar@frettabladid.is Heilsuverndarstöðin má hýsa hótelrekstur Skipulagsráð Reykjavíkur heimilaði í gær að Heilsuverndarstöðinni á Baróns- stíg yrði breytt fyrir hótelrekstur. Ekki forsendur til að hindra málið segir for- maður skipulagsráðs sem leggur áherslu á samráð við Minjasafn Reykjavíkur. SÓLEY TÓMAS- DÓTTIR JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON HEILSUVERNDARSTÖÐIN Grænt ljós hefur nú verið gefið á að innrétta hótel með um níutíu herbergjum í Heilsuverndarstöðinni. SAMSETT MYND/FRÉTTABLAÐIÐ DÓMSMÁL Haukur Þór Haraldsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Lands- bankans, er ekki sekur um fjárdrátt. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði í gær Hauk af ákæru um að hafa með millifærslu á 118 milljónum króna af reikningi af landsfélags á Guernsey ætlað að eigna sér féð. Haukur hélt því fram að hann hafi einungis ætlað að forða fénu frá því að brenna inni við hrun bankanna, þar sem óvissa ríkti um það hvort íslenski innstæðutryggingarsjóðurinn myndi tryggja fé á reikningum erlendra lögað- ila í íslenskum bönkum. Í niðurstöðu dómsins segir að ekkert sé fram komið í málinu sem hreki þessa málsvörn Hauks. Ýmislegt styðji það að hann hafi verið hræddur um afdrif fjárins, hann hafi mátt vita að millifærslan yrði skoðuð af eftirlitsaðilum, og ekki verði séð að hann hafi reynt að færa féð laumulega. Af þessum sökum er Haukur sýkn- aður. Málið var afar umfangsmikið. Allir helstu stjórnendur Landsbankans báru vitni fyrir dómi og málskjöl voru talin í hundruðum á þús- undum blaðsíðna. Til marks um umfangið er ríkinu gert að greiða Gesti Jónssyni, lögmanni Hauks, fjórar milljónir króna í málsvarnar- laun. Í dómnum segir að bæði við undirbúning málsins, bæði hjá lögreglu og verjanda, hafi verið farið talsvert út fyrir efnið og „tíma eytt í gagnaöflun sem telja verður þarflausa“. - sh Dómur kveðinn upp í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra í Landsbankanum: Haukur Þór sýknaður af ákæru um fjárdrátt SAKLAUS Haukur sést hér með verjanda sínum, Gesti Jónssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið gerði húsleit í höfuðstöðvum Sím- ans í Ármúla í gærmorgun vegna gruns um mögulega markaðsmis- notkun á farsímamarkaði. Það var farsímafyrirtækið Nova sem kvartaði til Samkeppniseftirlits- ins. Eftirlitið lagði hald á skjöl og tölvugögn. Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, sagði í samtali við net- miðilinn Vísi í gær að starfsfólki hafi verið töluvert brugðið. Hann benti á að rannsókn hafi farið fram fyrir allnokkru. Í kjölfar þessa hafi fengist þær upplýsing- ar að hún hafi verið látin niður falla. Þetta er fyrsta skiptið sem húsleit er gerð í höfuðstöðvum Símans. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir þvert á móti kvörtun hafa bor- ist nýverið, bæði frá keppinauti og ábending frá viðskiptavin- um Símans. „Þau gáfu til kynna markaðsaðgerðir, sem geta falið í sér brot á samkeppnislögum ef réttar reynast,“ segir hann. Páll Gunnar segir að unnið verði úr þeim gögnum sem hafi verið haldlögð í rannsókninni en segir ómögulegt að segja til um hvenær hægt verði að greina frá niðurstöðum. - jab PÁLL GUNNAR PÁLSSON Samkeppniseftirlitið var með kvörtun frá Nova og ábend- ingar frá viðskiptavinum þegar það lét til skarar skríða í húsakynnum Símans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Samkeppniseftirlitið rannsakar hugsanlega markaðsmisnotkun hjá Símanum: Keppinautur Símans kvartaði DÓMSMÁL Tveir karlar hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Aust- urlands fyrir að ráðast með fólskulegum hætti að manni á Djúpavogi. Báðir neituðu sök við þingfestingu málsins. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á manninn 7. nóvem- ber 2009. Fyrst hafi þeir slegið hann nokkur hnefahögg í andlitið og síðan haldið þeim barsmíðum áfram meðan annar árásarmann- anna hélt fórnarlambinu föstu. Maðurinn nefbrotnaði og hlaut glóðaraugu auk fleiri áverka. Hann krefst rúmra 68 þúsund króna í bætur. - jss Neita sök fyrir dómi: Tveir ákærðir fyrir líkamsárás LÖGREGLUMÁL Allt að 30 manns komu saman fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdótt- ur, þingmanns Samfylkingarinn- ar, í gærkvöldi. Steinunn Valdís var ekki heima á meðan fólkið var þar fyrir utan. Lögreglan fylgdist með því sem fram fór og ræddi við fólkið. Í máli lögreglunnar kom fram að hegðun fólksins væri ólögleg og að fjölskyldunni, sem býr í hús- inu þar sem hópurinn kom saman, væri ógnað. Um væri að ræða brot á friðhelgi einkalífs og menn mættu búast við því að verða handteknir ef þeir mættu aftur í dag. - jhh Fólk fyrir utan hjá þingkonu: Lögreglan hót- ar handtökum Nýr þingflokksformaður Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Elín Árnadóttir úr Suðurkjördæmi tók í gær við sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur til vegna afsagnar Illuga Gunnarssonar, sem hætti á þingi tímabundið vegna athugunar sérstaks saksóknara á mál- efnum peningamarkaðssjóðanna. ALÞINGI DÓMSMÁL Liðsmaður vélhjóla- klúbbsins Fáfnis, sem nú heitir MC Iceland, fær ekki skaðabætur frá ríkinu þrátt fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í fimm daga og síðan sleppt án þess að rannsókn á meintri líkamsárás hans leiddu nokkru sinni til ákæru. Héraðsdómur Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að til- efni hafi verið til að úrskurða manninn í varðhald og að hann hafi stuðlað að því sjálfur með framkomu sinni. Átta aðrir núver- andi og fyrrverandi klúbbmeðlim- ir standa í málaferlum við ríkið vegna sama máls. Einn hefur þegar fengið dæmdar bætur. - sh Ríkið sýknað af bótakröfu: Fáfnisliði fær engar bætur BRUSSEL, AP Meirihluti þátttakenda í könnun á vegum Evrópusam- bandsins (ESB), eða 89 prósent, vilja innleiða samræmdar reglur innan aðildarríkjanna sem banna unglingum undir átján ára aldri að neyta áfengis. Samræmdar reglur eru ekki um áfengisneyslu innan aðildar- ríkjanna en í mörgum þeirra er miðað við átján ára aldur. Mis- mikill áhugi var þó á þeim en allt upp undir 96 prósent þátttakenda vildu sjá slíkar reglur í Búlgaríu, Lettlandi, Póllandi, Slóvakíu og á Grikklandi. - jab Áfengisneysla innan ESB: Vilja miða við 18 ára aldur MEÐ BJÓR VIÐ HÖND Niðurstöður könn- unar á vegum ESB benda til að margir vilja samræmdar reglur um áfengis- neyslu unglinga. NORDICPHOTOS/GETTY SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.