Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 22
22 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvaða áhrif hefur rannsóknarskýrslan á starf stjórnmálaflokkanna? FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Flokkar í kreppu í kjölfar skýrslu HVE LENGI SITUR HÚN? Líklegt er að Jóhanna Sigurðardóttur gegni stöðu formanns Samfylkingar út kjörtímabilið. Augljós arftaki er ekki í augsýn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Málefni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur eru ekki til rannsóknar með sama hætti og Illuga Gunnarssonar og Björgvins G. Sigurðssonar. Hún vék engu að síður tíma- bundið af þingi og ástæðuna sagði hún þá að hún vildi ekki, með nærveru sinni, skapa þrúgandi andrúmsloft fyrir þingmannanefndina sem fjallar um niðurstöður skýrslunnar. Eftir því var tekið að með því myndar hún þrýsting á aðra sem eins er ástatt um og hjá henni. Hvað með aðra ráðherra sem enn sitja á þingi; Össur Skarphéð- insson, Kristján L. Möller, Þórunni Sveinbjarnardóttur og Einar K. Guðfinnsson? Skapar nærvera þeirra á þingi ekki sama andrúmsloft? Eða Tryggvi Þór Herbertsson sem fær nokkurt rúm í skýrslunni? Þingmannanefndin skilar að öllum líkindum af sér ó lok sumars eða í haust. Þá er talið líklegt að Þorgerður Katrín snúi aftur á þing. Gæti snúið aftur með haustinu ÞORGERÐUR KATR- ÍN GUNNARSDÓTTIR TEKIÐ VIÐ KEFLINU Bjarni Benediktsson tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum á erfiðum tímum í fyrra. Hann mun að öllum líkindum halda því embætti næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Birting skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis hefur haft víðtæk áhrif. Sjö þóttu hafa sýnt vanrækslu í starfi og þrír þingmenn hafa látið af störfum. Uppgjörinu er engan veginn lokið og næstu misseri munu skera úr um stöðu framámanna flokkanna. Síðasta helgi var tími uppgjöra; tvær þungavigtarkonur stigu í pontu og lýstu yfir ábyrgð sinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði flokksmönnum í Samfylkingunni frá því að hún hefði brugðist sér, þeim og kjósendum. Það hefur lítil bein áhrif þar sem Ingibjörg Sól- rún gegndi engum trúnaðarstöð- um lengur. Öðru máli gegnir um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem tilkynnti Sjálfstæðismönnum að hún mundi hætta sem varafor- maður og víkja af þingi, tímabund- ið þó. Nú fer af stað valdabarátta í flokknum um arftaka hennar. Bjarni stenst ágjöfina Háværar raddir hafa verið víða um að Bjarni Benediktsson segði af sér sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins vegna aðkomu hans að málefn- um fyrirtækisins Vafnings. Bjarni hefur sagt að hann hafi skýrt þau mál öll og þau breyti ekki hans stöðu. Landsfundi flokksins verður flýtt og hann haldinn í júní. Þar liggur fyrir að kjósa nýjan varaformann og líkt og Bjarni sjálfur hefur bent á, er hverjum sem vill frjálst að bjóða sig fram gegn honum. Kristján Þór Júlíusson atti kappi við Bjarna um formannsstólinn á síðasta landsfundi og laut í lægra haldi. Hann fékk þá 40,4 atkvæða. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja óvíst hvort Kristján endur- taki leikinn. Hann gæti metið stöð- una þannig að staða Bjarna hefði veikst og hann ætti frekar tækifæri nú en í fyrra. Aðrir segja að staða Bjarna sé mun sterkari en sýnist og óvíst hvort Kristján Þór leggi í hann. Mestar líkur eru á að Bjarni standi þessa ágjöf og leiði flokk- inn áfram. Ekki hefur verið bent á saknæmt athæfi af hans hálfu og löng hefð er fyrir því að formenn flokksins hafi tengsl við viðskipta- lífið. Eitthvað meira mun því þurfa, eigi að bola honum frá. Slagur um varaformann Morgunljóst er hins vegar að nýr varaformaður verður kjörinn á landsfundinum. Sé mat heimild- armanna um styrk Bjarna rétt má leiða líkur að því að hann verði for- maður flokksins næstu ár. Staðan er þá ekki sú að nýr varaformaður verði sjálfkrafa formaður á næst- unni. Kristján Þór Júlíusson er helst nefndur til sögunnar. Hann er full- trúi landsbyggðarinnar og fékk ágætis stuðning í formanninn í fyrra. Að því gefnu að hann end- urtaki ekki þann leik má teljast nokkuð öruggt að hann sækist eftir varaformennsku. Hanna Birna Kristjánsdóttir er einnig nefnd til sögunnar. Hún mun ekki gefa neitt upp um áform sín fyrr en að loknum borgarstjórn- arkosningum. Niðurstaða þeirra hefur áhrif á styrkleika hennar. Það er hins vegar ekki augljóst að hún fari fram þó flokkurinn vinni sigur í borginni. Það er ærið starf að vera borgarstjóri og óvíst hvort varaformanninum verði bætt við það. Þó Davíð Oddsson hafi farið þá leið 1989 er sá munur að hann var kominn að lokum farsæls fer- ils í borgarmálum og ljóst að hann væri á leið í landsmálin. Hanna Birna er ekki á þeim stað á sínum ferli, hvað sem síðar verður. Ekki eru mörg nöfn önnur nefnd til sögunnar, en þó nefna margir Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Óvíst er hvernig hún metur stöðu sína á fundinum. Uppgjöri ekki lokið Tilfinningaþrungin stund. Þannig lýsa flokksmenn Samfylkingarinn- ar því þegar fyrrverandi formað- urinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir játaði mistök sín og hvarf grát- klökk úr pontu. Almennir flokks- menn höfðu kallað eftir uppgjöri flokksins. Björgvin G. Sigurðsson sagði vissulega af sér sem ráð- herra, en mörgum þótti tímasögn afsagnarinnar sérkennileg. Ekk- ert kallaði á hana akkúrat á þeim tíma þegar hún kom fram og vilja sumir meina að nær hefði verið að hann segði af sér strax við hrun. Þá tók hann tvær atlögur í að víkja af þingi í kjölfar skýrslunnar, hætti fyrst aðeins sem þingflokksform- aður. Aðrir leiðtogar flokksins hafa lítt gert hreint fyrir sínum dyrum. Flokkurinn var í ríkisstjórn þegar hrunið varð og Össur Skarphéð- insson, Jóhanna Sigurðardóttir og Kristján L. Möller sátu í ríkisstjórn þá, líkt og nú. Margir þingmanna flokksins nú sátu einnig á þingi fyrir hrunið. Kröfunni um uppgjör var svarað um helgina, ekki aðeins með orðum Ingibjargar Sólrúnar, heldur einnig með skipan umbótanefndar. Henn- ar er að fara yfir allt sviðið, allt frá skipulagi til stefnu, og leggja til umbætur ef með þarf. Uppgjör- inu er því engan veginn lokið innan flokksins. Forystukreppa Jóhanna Sigurðardóttir sótti ekki stíft að verða formaður Samfylk- ingarinnar. Þvert á móti samþykkti hún það með eftirgangsmunum. Hún hefur þann augljósa kost sem formaður að hafa yfir sér áru þess sem berst gegn spillingu. Það er hins vegar óvíst hve lengi hún mun leiða flokkinn. Það er í raun stærsta vandamál flokksins í náinni framtíð; enginn augljós arftaki er í sjónmáli. Dagur B. Eggertsson varaformaður þykir ekki hafa nýtt sér það embætti til að skapa sér stöðu sem augljóst val. Árni Páll Árnason hefur metn- að til forystu í flokknum og hann þykir hafa sýnt það í embætti að hann sé skeleggur og óragur. Hvort það dugar honum í formennskuna skal ósagt látið Landsfundur Samfylkingarinn- ar verður á næsta ári og líkleg- ast er að Jóhanna verði þar endur- kjörin. Mikið má ganga á til að hún sitji ekki út kjörtímabilið. Hvað þá verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, líkt og segir í ónefndu kvæði. Fylgisleysið vandamál Framsóknarflokkurinn gekk í gegn- um heilmikla endurnýjun á síðasta landsfundi flokksins og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson kom fersk- ur inn í stjórnmálin. Aðeins tveir þingmenn flokksins í dag voru á þingi þegar hann var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum; Siv Friðleifs- dóttir og Birkir Jón Jónsson. Vandamál flokksins er því ekki endurnýjun, í það minnsta ekki hvað varðar fólkið. Honum hefur hins vegar gengið erfiðlega að fóta sig í nýrri stöðu, að finna hugmynda- fræðilegan grundvöll. Hugmynda- fræði Halldórs Ásgrímssonar var méluð í skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar og flokknum kennt um margar rangar ákvarðanir stjórn- valda. Það hvernig flokknum gengur að skapa sér nýjan grundvöll sker úr um hver verður framtíð Sigmundar Davíðs. Hann þykir nokkuð öflug- ur en einstrengingslegur. Þá hefur það háð honum hve mikla áherslu hann hefur lagt á eitt mál, Icesave, og lítið hefur sést til hans síðan það mál hvarf í skuggann af öðrum. Á endanum mun fylgið skera úr um framtíð Sigmundar Davíðs. Flokkurinn fékk 14,8 prósent í síð- ustu kosningum og hefur ekki tek- ist að ná fylginu upp í það sem áður átti að venjast á þeim bænum. Í síð- ustu könnun Fréttablaðsins mæld- ist fylgi flokksins 13,3 prósent. Það þykir ekki ásættanlegt til lengdar. Innri ófriðarbál Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð er eini flokkurinn, af þeim sem sátu á þingi fyrir hrun, sem sleppur við gagnrýni í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar. Raunar hefur helsta vandamál flokksmanna þar eftir birtingu hennar verið að missa sig ekki um of í „ég sagði ykkur það“ tal. Það hefur þó ekki alltaf tekist. Það er því ekki rík krafa um upp- gjör hjá Vinstri grænum, vanda- málin þar eru af öðrum toga. Er þar helst að nefna hve ósamstíga þingflokkurinn hefur verið. Óleyst er hvað verður um Ögmund Jón- asson, mun hann taka aftur sæti í ríkisstjórn. Þá er til þess tekið að Lilja Mósesdóttir er í litlum takti við aðra í flokknum. Innri ófriðarbálin eru því aðal- vandamál flokksins. Steingrímur J. Sigfússon er óskoraður leiðtogi hans og verður líklega svo lengi sem hann svo kýs. Hann hefur eflst í starfi fjármálaráðherra, en sú krafa er rík í flokknum að ekki þurfi allir að sitja og standa eftir sama laginu. Þá er ekki annað að sjá en staða Katrínar Jakobsdóttur sem varafor- manns sé sterk. Hún hefur það með sér að vera vinsæll ráðherra, en spurningin er hvort hún hafi orðið of snemma varaformaður, ef for- maðurinn er ekkert á förum. Verð- ur hún hluti gömlu valdastéttarinn- ar þegar endurnýjunin fer fram? Þá er það helst Svandís Svavars- dóttir sem gæti ógnað stöðu Katr- ínar. Hún þykir hafa sýnt að hún hefur bein í nefinu og er óhrædd við óvinsælar ákvarðanir. Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi föstudaginn 23. apríl kl. 12:10 – 13:30. Á fundinum fjallar Aldo Musacchio, dósent við viðskiptadeild Harvard-háskóla, um fjármála- og skuldakreppur í nokkrum nýmarkaðsríkjum á síðustu áratugum. Musacchio ræðir hvernig lönd á borð við Argentínu og Mexíkó hafa tekist á við skuldakreppur og reynsluna af mismunandi leiðum í þeim efnum. Jafnframt hvaða lærdóm Ísland getur dregið af reynslu þessara landa. Dr. Aldo Musacchio hefur kennt hjá viðskiptadeild Harvard-háskóla frá árinu 2004 og er nú dósent við deildina. Auk þess gegnir hann rannsóknarstöðu við National Bureau of Economic Research. Síðustu tíu árin hefur Musacchio stundað rannsóknir á hagsögu Rómönsku Ameríku. Hann hefur m.a. skrifað raundæmi (case study) um kreppuna í Argentínu árið 2001 og um það hvernig endursamið var um skuldir landsins árið 2005. Dr. Musacchio hefur einnig skrifað raundæmi um Mexíkó, Brasilíu, Dubai og Ísland. Aldo Musacchio er með doktorsgráðu í hagsögu frá Stanford-háskóla og BA-próf í hagfræði frá ITAM í Mexíkóborg. Hann hefur kennt og haldið fyrirlestra við Háskólann í Reykjavík, ITAM í Mexíkóborg, Insper og Universidade de São Paulo í Brasilíu og INALDE í Kólumbíu. Hádegisfundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, Bellatrix. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og stendur í u.þ.b. 45 mínútur. Góður tími gefst til spurninga og umræðna að honum loknum. Allir velkomnir! FJÁRMÁLAKREPPUR OG SKULDAKREPPUR HVAÐ GETUR ÍSLAND LÆRT AF REYNSLU ANNARRA RÍKJA? www.hr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.