Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 6
6 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Umbótanefnd _________________________________________________________ Stjórn fulltrúará s Samfylkingarinnar í Reykjavík augl sir eftir frambo um og tilnefningum a fulltrúum í umbótanefnd Samfylkingarinnar Frestur til a senda inn tilnefningar rennur út mi vikudaginn 28. apríl Kosning fer fram mánudaginn 3. maí _________________________________________________________ Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar laugardaginn 17. apríl, var ákve i a setja á stofn umbótanefnd. Nefndin hefur a verkefni a lei a sko un og umræ u um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrg Samfylkingarinnar í a draganda bankahrunsins og gera tillögur til umbóta. Tillögurnar skulu liggja fyrir og kynntar opinberlega hausti 2010. Umbótanefndin skal skipu sextán einstaklingum; nú egar hafa veri skipa ir fjórir verkstjórar sem lei a munu starf nefndarinnar, en a auki skal hvert kjördæmi tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Fulltrúar Reykjavíkurkjördæma ver a fjórir og ver ur kynjaskipting jöfn. Rétt til a bjó a sig fram til setu í nefndinni hafa félagar í Samfylkingunni sem eru á kjörskrá í Reykjavík. Tilnefningar og frambo skulu send til Páls Halldórssonar, formanns kjörstjórnar, me tölvupósti á netfangi pall@bhm.is e a bréflei is til skrifstofu Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Uppl singar um frambjó endur munu birtast á heimasí u flokksins xs.is. Nánari uppl singar eru í síma 414 2200. _________________________________________________________ Mánudagur 3. maí Kjörfundur á Hallveigarstíg - allir félagsmenn hafa kosningarétt Kjöri fer fram mánudaginn 3. maí á Hallveigarstíg 1. Kjörsta ur ver ur opinn kl. 10.00 - 22.00. Um kvöldi ver ur kynningarfundur ar sem frambjó endur kynna sig og spjalla vi fundarmenn um verkefni framundan. Fundurinn hefst kl. 20.00 og er öllum opinn. Kosning fer fram me hef bundnum hætti á pappír. Velja skal fjóra frambjó endur, hvorki fleiri né færri, tvær konur og tvo karlmenn, me ví a setja X fyrir framan nöfn fjögurra frambjó enda. Kosningarétt hafa félagar í Samfylkingarfélögunum í Reykjavík sem eiga lögheimili e a hafa kosningarétt í Reykjavík og eru skrá ir félagar fyrir lok dags laugardaginn 1. maí 2010. Me von um gó a átttöku, Stjórn fulltrúará s Samfylkingarinnar í Reykjavík xs.is A u g lý si n g as ím i Allt sem þú þarft… FÉLAGSMÁL Tryggingastofnun mun líklega hafa fjárhagslega burði til að taka á sig aukin fjárútgjöld vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum frá flestum stærstu lífeyrissjóðunum án aukaframlags úr ríkissjóði, segir Árni Páll Árnason, félags- og trygginga- málaráðherra. „Þetta er auðvitað áfall, og undir- strikar að það er ekkert svigrúm í almannatryggingakerfinu fyrir frek- ari niðurskurð,“ segir Árni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má telja víst að flestir almennu lífeyrissjóðirnir skerði lífeyrisgreiðsl- ur á einhvern hátt á næstunni sökum slæmrar afkomu sjóðanna. Skerðingin verður misjafnlega mikil eftir sjóðum. Þegar lífeyrisgreiðslur frá lífeyris- sjóðunum skerðast hækka um leið líf- eyrisgreiðslur frá almenna trygging- arkerfinu, þó hækkunin þar nái ekki að vega upp alla lækkunina sem verð- ur á tekjum fólks. Erfitt er að reikna út kostnaðarauka Tryggingastofnunar vegna þessa, en Árni Páll segir að svartsýnustu áætlanir geri ráð fyrir 1.600 milljóna króna kostnaðarauka á ári. Það myndi þýða um 800 milljóna króna kostnað- arauka það sem eftir er af árinu 2010. Árni Páll segir vel mögulegt að aukin útgjöld Tryggingastofnunar vegna þessa rúmist innan fjárheim- ilda stofnunarinnar í ár. Það fari þó eftir forsendum í útreikningum á áhrifum skerðinga lífeyrissjóðanna. Spurður hvort ástæða sé til að kalla eftir sérstakri rannsókn á framgöngu lífeyrissjóðanna og stjórnenda þeirra í aðdraganda hrunsins segir Árni Páll sjálfsagt að endurmeta framgöngu líf- eyrissjóðanna með sama hætti og ann- arra. Hann hafi þó engar forsendur til að kalla eftir sérstakri rannsókn á sjóðunum. brjann@frettabladid.is Ekkert svigrúm fyrir frekari niðurskurð Líklega verður hægt að mæta auknum útgjöldum Tryggingastofnunar vegna skerðinga lífeyrissjóðanna án aukafjárveitingar segir félagsmálaráðherra. Svart- sýnustu spár gera ráð fyrir 1.600 milljóna króna aukaútgjöldum ríkisins á ári. ÆVIKVÖLDIÐ Almennir lífeyrissjóðir þurfa flestir að skerða lífeyrisgreiðslur vegna slæmrar stöðu sjóðanna í kjölfar hrunsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Starfsmenn lífeyrissjóða sem ekki höfðu dómgreind til að átta sig á því hvað þeir voru að gera með því að þiggja ýmiss konar ferðir frá fjármálafyrirtækjun- um og eru enn við störf ættu að segja upp strax og ganga út. Þetta skrifar Guðmundur Ragnarsson, for- maður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, í pistli á vef félagsins. „Ég mun hvetja til að við beitum okkur af hörku, gegn þeim sem unnið hafa fyrir okkur í sjóðunum, verði þeir uppvísir að því að hafa tekið þátt í sukkinu með elítunni í fjármálakerfinu,“ skrifar Guðmundur. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis koma fram margar spurningar sem þarf að fá svör við, skrifar Guðmundur. „Hvers vegna tóku sjóðirnir stöðu um að krónan myndi styrkjast eftir að allt tók að falla og settu gífurlega fjármuni í hættu við þann gjörning?“ Hann bendir á að stöðutökur eigenda bankanna gegn krónunni hefðu ekki verið mögulegar án lífeyrissjóðanna. Dómgreindarlausir ættu að hætta strax GUÐMUNDUR RAGNARSSON KJÖRKASSINN STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því að kosið verði til þings eftir að uppgjörinu eftir hrunið er lokið. „Ég vil kosningar sem snúast um framtíðina,“ sagði Bjarni á opnum fundi í Valhöll í gær. Þar sagði hann tíma kominn á að ræða framtíðina og þau málefni sem þar skipti máli. Bjarni svaraði spurningum fundargesta, meðal annars um þátt sinn og þátt Sjálfstæðis- flokksins í hruninu. Hann sagði Sjálfstæðisflokk- inn þegar hafa lagt verk sín í dóm kjósenda að loknu hruninu. Þar hafi flokkurinn fengið verri kosningu en hann hafi fengið síð- astliðin 80 ár. „Ef einhver heldur að ég heyri ekki skilaboðin sem kjósendur eru að senda er það rangt,“ sagði Bjarni. Einn fundargesta hvatti Bjarna til að segja af sér þingmennsku, og vísaði í þá viðskiptahagsmuni Bjarna sem fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Bjarni mótmælti því að allir sem hafi átt einhverra hagsmuna að gæta og fjallað hafi verið um í skýrslunni ættu að segja af sér. Hlusta verði á útskýringar þeirra þegar það eigi við. Hann sagðist sjálfur hafa svarað því sem að sér sneri í skýrslunni. Bjarni sagði aðspurður að dæmin í skýrslunni, til dæmis um lántökur Baugs, sýni að annað hvort hafi verið mikill galli á kerfinu, eða eftirlitsaðilar hafi verið sekir um gríðarlega yfir- sjón. - bj Formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn þegar hafa hlotið dóm kjósenda: Vill alþingiskosningar eftir uppgjörið FUNDARÖÐ Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundaraðar víða um land til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Hrefnuveiðimenn héldu til veiða í gær á Dröfn RE og reikna með að ferskt hrefnukjöt verði komið í verslanir á allra næstu dögum. Félag hrefnuveiðimanna mun gera út þrjá báta til hrefnu- veiða í sumar. Einn þeirra var keyptur á dögunum og er verið að gera hann sjókláran þessa dagana í Kópa- vogshöfn. Vestfirðingar eru að gera klárt og ætla til veiða á næstunni. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, segir að Dröfn RE hafi farið í gær til að undirbúa vertíðina. Nauðsynlegt sé að ganga úr skugga um að allt virki sem skyldi, ekki síst byssan. Nýr bátur, sem enn liggur nafnlaus í Kópavogshöfn, sem hrefnuveiðimenn keyptu til veið- anna verður kominn á miðin í byrjun maí. Kvóti vertíðarinnar er 200 dýr, eins og í fyrra, auk þess sem leyfilegt er að færa tuttugu prósent kvótans á milli ára, samkvæmt reglugerð. Því geta hrefnu- veiðimenn veitt 240 dýr. Gunnar segir þó ljóst að svo mörg dýr verði aldrei veidd nú. „Við byggjum á inn- anlandsmarkaðnum og munum því ekki veiða kvót- ann. Veiðitíminn er mánuði lengri en í fyrra svo við reiknum með að veiða allt að hundrað dýr. Þó verð- ur því haldið opnu og fer eftir eftirspurn.“ Gunnar bindur vonir við nýjar vörur eins og reykt, grafið og kryddlegið kjöt sem kemur nýtt í verslanir í sumar. Alls voru veiddar 83 hrefnur á vertíðinni í fyrra. - shá Hrefnuveiðimenn eru að gera sjóklárt og Dröfn RE er þegar komin á miðin: Dröfn RE farin á hrefnuveiðar NJÖRÐUR KÓ Á VEIÐUM Hrefnuveiðimenn eru komnir af stað og lofa fersku kjöti strax næstu daga. MYND/GUNNAR BERGMANN Ertu ánægð/ur með skýrslu rannsóknarnefndarinnar? Já 91% Nei 9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti forsetinn að hafa samráð við yfirvöld áður en hann ræðir við erlenda fjölmiðla? Segðu skoðun þína á Vísi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.