Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 78
58 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. umstang, 6. þys, 8. rá, 9. þrot, 11. 49, 12. morðs, 14. húrra, 16. býli, 17. lyftist, 18. umhyggja, 20. skst., 21. láð. LÓÐRÉTT 1. vesaldómur, 3. fyrirtæki, 4. húsdýr, 5. matjurt, 7. biðja innilega, 10. lítill sopi, 13. samstæða, 15. lofttegund, 16. ófarnaður, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómak, 6. ys, 8. slá, 9. mát, 11. il, 12. dráps, 14. bravó, 16. bæ, 17. rís, 18. önn, 20. no, 21. land. LÓÐRÉTT: 1. eymd, 3. ms, 4. alisvín, 5. kál, 7. sárbæna, 10. tár, 13. par, 15. óson, 16. böl, 19. nn. „Það sem ég horfi mest á í sjónvarpinu eru fréttir því ég er svolítill fréttafíkill. Mér finnst líka gaman að horfa á Kastljós og Ísland í dag.“ Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rithöfundur. Frímann Gunnarsson og ferðalag hans um húmor- inn á Norðurlöndunum og Bretlandi verður á Stöð 2 í stað RÚV. Þetta staðfestir skapari Frímanns, Gunnar Hansson. Eins og Fréttablaðið greindi frá stóð fyrst til að þættirnir yrðu á RÚV en að sögn Gunnars skildi leiðir vegna fjármögnunar verkefnisins. „Við vorum bara kallaðir á fund upp í Efstaleiti og sagt að þetta gengi ekki upp. Frímann hefði sagt að sá fundur hefði verið eins og blaut tuska í andlitið,“ útskýrir Gunn- ar og vill sem minnst tjá sig um sambandsslitin. Þau hafi þó komið á slæmum tíma fyrir framleiðsluna enda voru þeir komnir á fullt í tökum. „En þetta er svo skemmtilegur bolti þessi bransi og við erum ákaf- lega fegnir að Stöð 2 skyldi grípa hann á lofti,“ segir leikarinn en hann gerir þættina ásamt bróður sínum, Ragnari Hanssyni. Gunnar kveðst vera ákaflega sáttur með vistaskipt- in, hann hafi skynjað það á fyrstu fundum sínum með forsvarsmönnum stöðvarinnar að þeir væru að tala sama tungumál. Þættirnir verða að öllum líkindum á dagskrá Stöðvar 2 strax í haust en Gunnar og Ragn- ar eru á leiðinni til London til að taka upp þátt með breska uppistandaranum Matt Berry. Bretinn er síður en svo eina stórstjarnan sem kemur fram í þáttun- um því meðal viðmælenda eru Klovn-stjarnan Frank Hvam og Jón Gnarr auk fulltrúa frá hinum Norður- löndunum. Danska ríkissjónvarpið, DR 2, hefur þegar keypt sýningarréttinn að þáttunum og Gunnar upp- lýsir að þeir séu í viðræðum við finnska sjónvarps- stöð. „Við ætlum að bíða með samningaviðræður við sænska sjónvarpið og það norska þar til við höfum meira myndefni til að sýna þeim.“ - fgg Frímann skiptir um stöð Á STÖÐ 2 Frímann Gunnnarsson og könnun hans á skandin- avískum húmor verður á Stöð 2 í stað RÚV. Hér er Frímann ásamt Frank Hvam, Klovn-stjörnunni frægu. „Þetta gekk mjög vel. Við vorum að til sjö um morguninn,“ segir tískuhönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson sem hefur leikstýrt sínu fyrsta myndbandi við lag dúettsins Feldberg, Sleepy. „Ég hoppaði í kvikmyndaskól- ann í janúar. Ákvað að breyta til,“ segir Ásgrímur og á þar við Kvikmyndaskóla Íslands. „Mér fannst fatahönnunin ekki vera að gera nógu mikið fyrir mig. Maður getur farið um dálítið breiðari völl með kvikmyndunum.“ Ásgrímur, eða Ási, hefur und- anfarin ár getið sér gott orð sem einn færasti tískuhönnuður lands- ins. Hann vakti fyrst athygli með því að hanna búninga fyrir ólík- indatólið Silvíu Nótt en síðast komst hann í fréttirnar þegar söngkonan Beyoncé Knowles klæddist hönnun hans, leggings frá fyrirtækinu E-label. Kemur það því nokkuð á óvart að hann skuli hafa ákveðið að fara í kvik- myndanámið. Ási er góður vinur söngkon- unnar Rósu Birgittu Ísfeld úr Feldberg og lá því beinast við að hann tæki að sér að leikstýra myndbandinu. Ágúst Jakobsson, sem hefur unnið með Björk, Bloc Party, The Streets og Will Young, var tökumaður og Erna Bergmann hannaði búningana. Upptökur fóru fram í síðustu viku á heimili Rósu og í húsi Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar, í Laugardaln- um. „Þau voru svo góð að leyfa okkur að fá aðgang að því. Þetta er mjög fallegt hús,“ segir Ási um Gunnarshús og er mjög ánægður með útkomuna. Myndbandið verð- ur frumsýnt á skemmtistaðnum P á föstudagskvöld klukkan 20. Þrátt fyrir að Ási hafi í nógu að snúast í leikstjórninni hefur hann síður en svo sagt skilið við tísk- una. Hann ætlar að opna verslun í sumar ásamt sjö öðrum tískuhönn- uðum og leita þau nú að hentugu húsnæði í miðbænum. Auk hans verða þær Eygló Margrét Lárus- dóttir, Rebekka Jónsdóttir og Hlín Reykdal á meðal þeirra koma að verkefninu. freyr@frettabladid.is ÁSGRÍMUR MÁR FRIÐRIKSSON: LEIKSTÝRÐI FELDBERG-MYNDBANDI Tískuhönnuður snýr sér óvænt að kvikmyndagerð ÁSGRÍMUR MÁR FRIÐRIKSSON Tískuhönnuðurinn knái hefur leikstýrt sínu fyrsta myndbandi við lag Feldberg, Sleepy. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég held að ég hafi ekki brotið neinar regl- ur sýningarinnar en ég komst ansi nálægt því,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson sem leikur í sýningu Borgarleikhússins, Eilífri óhamingju, en hann svaraði í símann fyrir leikhúsgest sem kom á sýninguna í vik- unni. Guðjón viðurkennir að hann hafi aðeins misst stjórn á sjálfum sér. Forsagan er sú að á umræddri sýningu var gestur sem hafði með sér töluvert magn af sælgæti inn í salinn. Gesturinn virtist hafa einstakt lag á að velja sér sætindi með nógu háværum umbúðum og lét sér í léttu rúmi liggja að hann var á leiksýningu. Þegar töluvert var liðið á sýninguna og Sara Dögg Ásgeirsdóttir, meðleikkona Guðjóns í verk- inu, var að flytja hjartnæma og sorglega ein- ræðu um barnamissi dró umræddur gestur upp feiknastórt súkkulaði og gæddi sér á því með slíkum látum að það fór ekki fram hjá neinum. Guðjón segist þá hafa endanlega misst stjórn á sér. „Ég tók með mér plastglas sem lá á sviðinu, gekk upp að gestinum og lét hann hafa það með þeim orðum að þetta glas væri miklu betra, það gæfi nefni- lega frá sér meiri hávaða,“ útskýrir Guðjón. Til að bæta gráu ofan á svart þá hringdi sími umrædds gest á meðan Guðjón stóð yfir honum. Og þá var ekkert um annað að ræða fyrir Guðjón en að svara í símann. „Þetta reddaðist alveg fyrir horn en ég held að ég eigi aldrei eftir að lenda í öðru eins. Við höfum alveg stoppað sýn- ingar út af gsm-símum en þetta var sennilega það rosalegasta.“ - fgg Svaraði í símann fyrir leikhúsgest SKONDIN LÍFSREYNSLA Guðjón Þorsteinn Pálmarsson greip til þess ráðs að svara í síma fyrir leikhúsgest sem hafði truflað sýninguna með sælgætisbréfa- skrjáfi. Íslenski landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen brá sér í nýtt hlutverk á þriðjudagskvöld. Þá var hann einn af sérfræðing- um Sky-sjónvarpsstöðv- arinnar í útsendingu á leik Inter Milan og Barcelona í undanúrslit- um Meistaradeildarinn- ar í knattspyrnu. Eiður hljóp í skarðið fyrir Jamie Redknapp og sat við hliðina á sjálf- um Graeme Souness. Íslenski framherjinn stóð sig með mikilli prýði og má ljóst vera að þarna er kominn vísir að nýjum ferli þegar atvinnumannsferillinn tekur enda. Matgæðingar landsins eru enn að gráta þær sorgarfréttir að veitinga- staðnum Friðrik V. á Akureyri hafi verið lokað. Aðdáendur matreiðslumeistarans Friðriks Vals Karlsson- ar og Arnrúnar Magnús- dóttur, eiginkonu hans, geta þó huggað sig við það að þau hafa ráðið sig í vinnu hjá Edduhót- elunum á landsbyggðinni. Hlutverk hjónanna verður að þróa veitingastaði hót- elanna og efla áherslu á íslenska matargerð og hefðir. Og eins og flestum ætti að vera kunnugt frumsýnir Þjóðleikhúsið Íslandsklukkuna í dag en þetta er sextíu ára afmælissýning leikhúss- ins. Þessi sýning Benedikts Erlings- sonar með Ingvari E. Sigurðssyni og Lilju Nótt í aðalhlutverkum er rúmlega þriggja tíma löng og því hefur verið brugðið á það ráð að hafa tvö hlé til að létta mönnum aðeins lífið. - hdm, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ Gildir til 31. maí 2 010 Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 GOTT VERÐ OG FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að kaupa ný dekk fyrir sumarið. Dekk undir: ■ Fólksbíla ■ Jeppa ■ Mótorhjól ■ Sendibíla ■ Vörubíla ■ Rútur ■ Vinnuvélar ■ Traktora ■ Hjólhýsi ■ Kerrur o.s.frv., o.s.frv. www.pitstop.is VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R DGildir til 3 1. m aí 20 10 VA X TA LA US T Í ALL T AÐ 6 MÁNUÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.