Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 30
30 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um hrun bankanna er tímamóta- og þjóðþrifaverk. Í henni birtist fyrir augum almenn- ings í fyrsta skipti heildstæð mynd af bankahruninu og orsökum þess. Loksins fær hinn almenni borg- ari að sjá, umbúðalaust, orsakir íslenska bankahrunsins. Það er því mikilvægt að skýrsl- an og öll kynning á henni sé þannig úr garði gerð að hún sé aðgengileg öllum þjóðfélagshópum. Á Ríkis- sjónvarpinu hvílir lagaskylda að halda í heiðri lýðræðislegar grund- vallarreglur og ber því að virða tjáningarfrelsið. Til þess að svo geti verið þarf að birta efni með þeim hætti að það gagnist sem flestum og er því ótúlkað sjón- varpsefni varla gagnlegt fyrir þá sem ekki heyra í því. Hæstiréttur hefur áður fjall- að um háttsemi Ríkissjónvarps- ins af þessu tagi í Hæstaréttar- dómnum frá árinu 1999 nr. 151. Sá dómur varðaði kröfu Félags heyrnarlausra og Berglindar Stefánsdóttur að fá kynningu á frambjóðendum og stefnumál- um þeirra, kvöldið fyrir kosn- ingar, túlkaða af táknmálstúlki. Hæstiréttur taldi að leiða mætti af þágildandi útvarpslögum og í ljósi laga um málefni fatlaðra, að ekki væri málefnalegt að mis- muna heyrnarlausum með því að túlka ekki á táknmáli þessa útsendingu. Einnig var litið til þess hversu mikilvæg stjórn- arskrárvarin kosningaréttindi væru og hversu auðframkvæm- anlegt væri að túlka sjónvarps- efnið. Synjun á kröfu Berglindar og Félagi heyrnarlausra var því talin ólögmæt og hefði Ríkissjón- varpinu borið að túlka umrædda útsendingu á táknmáli. Viðmót Ríkissjónvarpsins, gagnvart því að fá táknmálstúlk til þess að túlka blaðamanna- fund nefndarinnar og fréttaskýr- ingarþáttinn, skýtur því skökku við. Ríkissjónvarpið ber því við að ,,tæknilega örðuglegt“ sé að hafa túlk í horni skjásins og neit- ar að endursýna sjónvarpsefnið með túlki, þrátt fyrir að slíkt sé tæknilega auðframkvæmanleg og tiltölulega ódýrt. Ríkissjónvarpið ætlar, hins vegar, að texta endur- sýninguna. Gagnsemi þess er þó fremur takmörkuð, þar sem að erf- itt er fyrir heyrnarlausa að skilja flókinn texta um jafn flókið mál- efni og bankahrunið er. Best væri þó að bæði texta útsendinguna og túlka, til er búnaður sem gerir það kleift að texta beina útsendingu og er það gert fyrir heyrnarlausa erlendis. Með því að texta og túlka má tryggja betur að heyrnarlaus- ir geti áttað sig á og skilið, hvað fari fram. Ríkissjónvarpið hefur val um það hversu margar miðlungsgóð- ar bandarískar gamanmyndir það sýnir, en ekki hvort það virði grundvallarréttindi borgaranna. Skýrslan um bankahrunið varðar alla, ekki bara þá sem að heyra. AF NETINU Aftur Ég ætla að segja þetta einu sinni enn; ég sagði þetta í ræðu á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar um helgina og ég hef sagt það á þessu bloggi. Allir þeir kjörnu fulltrúar sem þáðu styrki frá bönkum og fyrir- tækjum í eigu banksteranna eða eru bendlaðir við vafasöm viðskipti eða áttu náin tengsl við útrásardólgana eða sátu í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins, verða að líta í eigin barm og hugsa sinn gang. Og nú ætla ég að bæta um betur: Það er lífsnauðsynlegt fyrir heilbrigða þróun þessa samfélags okkar að þeir segi af sér. Það má vel vera að enginn hafi brotið lög og það má vel vera að flestir hafi þegið peningana eins og hverjir aðrir bláeygir kjánar. En það breytir ekki því að sumir féllu á siðferðisprófinu og aðrir brugðust pólitískt. Það breytir ekki því að allt bendir til að þeir hafi þegið illa fengið fé, ef til vill án þess að velta því mikið fyrir sér hvaðan það í raun kom eða grunað hverjum yrði að lokum sendur reikningurinn fyrir það en þing og þjóð eiga að njóta vafans. Og nýir vendir sópa best. bjorgvin.eyjan.is Björgvin Valur Guðmundsson Við lestur á rannsóknarskýrslu Alþingis má segja að við Íslend- ingar séum í sömu sporum og Pand- óra þegar hún gægðist ofan í öskjuna sem geymdi plágur og böl mann- skyns. Meinsemdirnar sem þjakað hafa samfélag okkar um árabil stíga upp af blaðsíðunum og hitta okkur eins og löðrungar, hver af annarri. Skýrslan er miskunnarlaus afhjúpun á græðgi og grimmd fjármálakerfisins sem óx eins og krabbamein á íslensku hagkerfi. Sárari er þó afhjúpunin á vanhæfni allra helstu lykilstofnana samfélags- ins til þess að sinna sínu lögbundna og siðferðilega hlutverki og hugs- analeti stjórnmálamannanna, sem þjóðin kaus til ábyrgðar og treysti fyrir fjöreggi sínu. Forstöðumenn eftirlitsstofnana, þingmenn, ráðherrar, jafnvel for- seti lýðveldisins, afhjúpast hér sem gagnrýnislausir meiðreiðarsveinar auðvaldsins – fólk sem virtist líta á sig sem einhvers konar verndara fjármálakerfisins, en gleymdi varð- stöðunni fyrir íslenskan almenn- ing. Sök og ábyrgð fara ekki alltaf saman, því þó að einn beri sök, geta fleiri þurft að bera ábyrgð. Sökin á því hvernig fór liggur að sjálfsögðu hjá gerendunum, hjá bönkunum sjálfum. En ábyrgðin á því að nánast allt sem gat farið úrskeiðis skyldi fara úrskeiðis, hún hvílir ekki síst á stjórnkerfinu og þeim sem hafa ráðið ferðinni í opin- berri umræðu og stefnumótun. Þar er ekki aðeins við að eiga siðferðis- skort og vanhæfni – heldur líka þá háskalegu hugmyndafræði skefja- lausrar frjálshyggju sem reið röft- um í samfélagi okkar um langt ára- bil. Hvernig gat þetta gerst? Á því eru margar, samþættar skýringar. Ein lýtur að þeirri afleitu umræðuhefð upphrópana og yfirboða sem hefur viðgengist á Íslandi um árabil. Þar bera fjölmiðlar ríka ábyrgð. Um allan heim er það viðurkennt hlut- verk fjölmiðla að greina og upplýsa samfélag sitt og veita þannig ráð- andi öflum aðhald. Þeir eru nefnd- ir fjórða valdið vegna mikilvægis síns fyrir lýðræðislega umræðu. Gagnrýnisleysi íslenskra fjölmiðla, meðvirkni og þjónkun við fjármagn- ið og ráðandi öfl hefur skaðað opna og lýðræðislega umræðu og grafið undan upplýsingahlutverki þeirra. Sömu sök bera kjörnir fulltrúar, sem margir hverjir hafa verið of upp- teknir af ímynd og áferð og geng- ið erinda sérhagsmuna í stað heild- arhagsmuna. Hugtökunum aga og ábyrgð hefur verið varpað út í ystu myrkur. Afskiptaleysi hefur verið túlkað sem frelsi, reglufesta túlkuð sem haftastefna. Jafnvel fræðasamfélagið brást að hluta: Í stað þess að vera drifkraftur frumlegrar hugsunar hafa íslenskar rannsóknir og fræðastarf í vaxandi mæli orðið þjónar fjármagnsins þar sem vísindastarf hefur orðið æ háð- ara viðskiptalífinu. Hér á Íslandi varð skelfilegt hug- myndafræðilegt slys. Það leiddi til óábyrgrar hagstjórnar með þenslu- hvetjandi stórframkvæmdum og skattalækkunum á góðæristíma, pólitískra yfirboða og gegndarlausr- ar lánafyrirgreiðslu. Allt afleiðing ábyrgðarleysis og sérgæsku sem birtist í pólitískri samtryggingu auðs og valda með pólitískum stöðu- veitingum, skorti á fagmennsku, fullkomnu agaleysi og óljósum valdsmörkum. Við Íslendingar stöndum nú í þeim sporum að draga lærdóm og takast á við framtíðina. Það á ekki síst við um okkur jafnaðarmenn og Samfylkingarfólk. Við verðum að gera upp við atburði undanfarinna ára, því Samfylkingin steig jú dans- inn við Sjálfstæðisflokkinn mánuð- ina fyrir hrun. Hún hallaði sér að hægri vanga frjálshyggjuaflanna, og verður nú að gera upp við þetta tímaskeið í sögu sinn – gangast við því sem gerðist og læra af því. Það er vissulega staðreynd að um langt árabil varaði Samfylking- in við því hvert stefndi. Þingmenn flokksins hafa flutt bæði lagafrum- vörp og þingsályktunartillögur til þess að bæta hér stjórnsýslu og aðstæður á fjármálamarkaði, ekki síst Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður flokksins sem var ötul við að benda á ört vaxandi skuldasöfnun og þenslueinkenni. Þetta var bara ekki nóg. Rödd flokksins var ekki nógu sterk, og verkin ekki nógu markviss. Eitt brýnasta verkefnið fram- undan er róttæk uppstokkun á íslensku stjórnkerfi með aukinni reglufestu, skýrari verkaskiptingu, valdsmörkum og virðingu í verki við lög og reglur. Ekki verður held- ur vikist undan uppgjöri við ónýta og mannfjandsamlega hugmynda- fræði ásamt endurmati allra gilda og aðferða í íslenskum stjórnmálum. Nú er tíminn fyrir alla þá sem vilja þjóð sinni vel, hvar í flokki sem þeir standa, að breyta íslensku samfé- lagi; brjóta burtu fúnar stoðir frjáls- hyggjuöfganna og reisa nýjar. Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur vissulega lyft lokinu af synda- skríni samtíðarinnar og leitt þar í ljós margt bölið. Það var nauðsynleg opnun og óhjákvæmilegt að hleypa óhroðanum út. Því hvað var það eina sem eftir var í skríni Pandóru, eftir að það var opnað? Það var vonin. Afhjúpun aldarinnar Stjórnsýsla Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Jafnréttismál Theodór Kjartansson laganemi Samfylkingin steig jú dansinn við Sjálfstæðisflokkinn mánuðina fyrir hrun. Hún hallaði sér að hægri vanga frjálshyggjunnar, og verður nú að gera upp við þetta tímaskeið í sögu sinni... Tæknilegir örðugleikar AF NETINU Björgólfur Thor og CCP Umræðan um eignarhald á CCP vaknar upp á sama degi og félagið hlýtur hin eftirsóttu útflutningsverðlaun forset- ans. NP ehf., einn armur af Novatorveldi Björgólfs Thors, er nefnilega stærsti hluthafinn í félaginu. [...] Þótt Novat- or hafi átt menn inni í stjórn CCP þá er það á engan hátt Björgólfi Thor að þakka að CCP er á þeim stað sem það er í dag. Starfsmenn félagsins, sem eru m.a. þeir sömu og óðu eld og brennistein á fyrstu árum þessar aldar til þess að koma fyrirtækinu á legg, eiga þetta fyrirtæki frá a til ö. eggman.blog.is Eggert Þór Aðalsteinsson Hlauptu drengur, hlauptu! Flótti Samfylkingarmanna undan Blairismanum harðnar enn. Um helgina bloggaði ég um makalaust uppgjör Jóhönnu Sigurðardóttur við þetta tímabil. Eiríkur Berg- mann Einarsson setur þó einhvers konar met í baksnún- ingi við fortíðinni. Í þessum Pressupistli fjallar hann um Frjálslynda demókrata sem séu í raun bresk útgáfa gamla Alþýðuflokknum!!!!! Eru ENGIN takmörk fyrir því hvað sumir kratar treysta á að við hin höfum lélegt minni? Bíðið spennt, á morgun megum við líklega búast við greininni: „Ég vissi alltaf að Blair væri svikahrappur - mér leist aldrei á svipinn á þeim manni“ eftir Björgvin Guðna Sigurðsson. kaninka.net/stefan Stefán Pálsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.