Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 22. apríl 2010 — 93. tölublað — 10. árgangur Sérblað • fimmtudagur 22. apríl REIÐHJÓL & LÍNUSKAUTAR Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BROWNS-TÍSKUVÖRUVERSLUNIN í London verður fjörutíu ára á árinu. Af því tilefni hafa yfir þrjátíu heimsfrægir tískuhönnuð- ir endurhannað flíkur sem munu verða hluti af „Future collecta- bles” línunnar. Þetta eru hönnuðir á borð við Burberry, Christian Louboutin, Erdem, Missoni, Sonia Rykiel og Stella McCartney. „Ég aðhyllist afar kvenlega tísku og er mikil kjólastelpa, en hef lent í því upp á síðkastið að fara út ber- leggjuð í opnum skóm að muppskorið hl „Að mínu áliti ætti að banna íslenskum konum að kyfir f Út að viðra frænkurnar Kvenleiki er aðalsmerki fjölmiðlaskvísunnar Þorbjargar Marinósdóttur, enda óhrædd við að klæðast sterkum, djörfum litum í aðskornum og flegnum fötum sem leyfa kvenlegri fegurð að njóta sín til fulls Tobba hefur undanfarið tekið forskot á sumarið með skvísulegum drögtum og opnum skóm, en þurft að fara í uppá- haldspeysuna þegar vetur konungur hefur neitað að víkja fyrir sólskinsskapi hennar í fatavali. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is Sérverslun með 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Reiðhjól FIMMTUDAGUR skoðun 24 Opið 13 til 18 Gleðilegt sumar VIÐSKIPTI „Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleið- inga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa.“ Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag. „Ég sé glöggt að ég missti iðu- lega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í líf- inu.“ Jón Ásgeir segist í baksýn- isspeglinum sjá að fjármálakerf- ið hafi alla tíð verið dæmt til að hrynja og haustið 2008 hafi fjár- málaofviðri loks feykt spilaborg- inni um koll. Tími sjálfsblekkinga og draumóra hafi þá runnið út. „Fjármuni í felum á aflandseyj- um á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mis- tök mín …“ - sh / sjá síðu 28 Jón Ásgeir Jóhannesson: Missti sjónar á góðum gildum ÓVÆNT UPPÁKOMA Á LEIKSÝNINGU Guðjón Þorsteinn Pálmars- son svaraði í síma fyrir gest á leiksýningunni Eilíf óham- ingja. Fólk 58 Ástráður tíu ára Hafa frætt tugi þús- unda unglinga og ungmenna um kynheilbrigði. Tímamót 32 Tískuhönnuður í kvikmyndagerð Ásgrímur Már Friðriksson ger- ir myndband fyrir Feldberg. Fólk 58 SLYDDA SYÐRA Í dag verður hæg norðaustlæg eða breytileg átt og víða bjart en austan 3-8 m/s og slydda sunnan til. Víða vægt frost en 0-5 stig syðra að deginum til. VEÐUR 4 -2 -4 -3 -1 0 SKATTAMÁL Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú stórtæk skattsvik flestra íslensku útrásar- víkinganna og annarra aðalleikenda í íslensku fjármálalífi í aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. „Já, ég ætla bara að játa því,“ segir Stef- án Skjaldarson, settur skattrannsóknarstjóri, spurður hvort nær allir þeirra viðskipta- og athafnamanna sem verið hafa fastagestir í fjölmiðlum frá hruni séu undir í rannsóknum hans á stórum skattamálum. „Þetta eru mörg og stór mál og flestar þessara persóna og leik- enda í þessu öllu eru þarna á sínum stað.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að hundruð milljóna í eigu Baldurs Guðnasonar, fyrrver- andi forstjóra Eimskips, og viðskiptafélaga hans, voru kyrrsettar fyrr í mánuðinum. Þá sagði Viðskiptablaðið frá því í gær að til stæði að kyrrsetja hundruð milljóna í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smára- sonar vegna hárra upphæða sem skráðar voru sem rekstrarkostnaður FL Group en hefði átt að telja fram til skatts sem hlunnindi. Stefán segir að til standi að kyrrsetja eignir í öllum stórum skattamálum. Með því sé átt við mál þar sem skattkrafan verði minnst 50 millj- ónir króna, en upphæðirnar séu alltaf varlega áætlaðar svo of háar fjárhæðir séu ekki kyrr- settar. Tugir slíkra mála séu nú í rannsókn og ekki verði kyrrsett í smærri málum að svo stöddu. Ljóst er að upphæðirnar sem skattayf- irvöld ætla að freista þess að kyrrsetja hlaupa á milljörðum króna. Stefán vill ekki tjá sig um einstök mál og segir það mögulega geta haft skaðleg áhrif á rannsóknirnar. Spurður hvort fréttaflutningur af máli Hannesar og Jóns Ásgeirs hafi skaðað rannsóknina, í ljósi þess að enn eigi eftir að framkvæma kyrrsetning- una, segist hann vona ekki. „Hann getur verið mjög óheppilegur og skemmt fyrir málum en ég bara vona það besta,“ segir Stefán. Stefán vill ekki tjá sig um það hvort eign- ir fleiri en Eimskipsmanna hafi þegar verið kyrrsettar. Menn sem sæta þurfa kyrrsetn- ingu geta kært ákvörðunina til dómstóla, en það hefur enginn sem sætir rannsókn Stefáns og hans manna gert enn. - sh Nær allir stórlaxarnir eru grunaðir um skattsvik Skattrannsóknarstjóri hyggst kyrrsetja eigur flestra útrásarvíkinga og annarra aðalleikenda í hruninu. Þeir eru nær allir grunaðir um að hafa svikið undan skatti. Heildarupphæðin hleypur á milljörðum króna. ELDGOS Gosið úr Eyjafjallajökli hefur leikið bændur grátt. Fjölskyldan á Þorvaldseyri hefur til að mynda ákveðið að gera hlé á búskapnum meðan jörðin jafn- ar sig. Þá ætla þau að hefja leik að nýju. En askan sem liggur yfir öllu er ekki alslæm. Hún er „í rauninni ástæða þess að íslenskur jarðvegur er jafn frjór og hann er“, segir Þorvaldur Þorvaldsson eldfjallafræðingur. Askan er rík af stein- og snefil- efnum. Styrkur gossins var í gær um tíundi hluti af því sem hann var þegar mest var, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings og Veður- stofan telur gosmökkinn hafa mest farið í um fjög- urra kílómetra hæð. Flugsamgöngur á meginlandi Evrópu voru í gær að komast í samt lag. Millilandaflug íslensku flug- félaganna er á áætlun í dag en innanlandsflug hefur verið meira og minna legið niðri síðan á fimmtudag- inn í síðustu viku. - kóþ, sbt, jab / sjá síður 8, 10 og 11 Fjölskyldan á Þorvaldseyri hættir búskap í bili en bíður betri tíðar: Askan er hinn besti áburður Naumur sigur Bayern Arjen Robben tryggði Bayern 1-0 sigur á Lyon í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. íþróttir 50 GLEÐILEGT SUMAR Nú er haldin barnamenningarhátíð í Reykjavík og ber þess merki víða um borgina. Far- þegar í strætisvögnum og gestir sundlauga hafa til að mynda fengið að njóta listaverka ungu kynslóðarinnar. Þessir krakkar láta ekki sitt eftir liggja og brostu sínu blíðasta í Hallargarðinum í gær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.