Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 5 Mynd Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi prýðir póstkort sem nú fæst víða í verslunum. Hjónin Vilhelm Gunnarsson og Kristín Thorstensen reka í hjá- verkum lítið póstkortafyrirtæki, VG myndir. Þegar eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi voru þau ekki sein á sér. Vilhelm var með fyrstu mönnum upp að gosinu og smellti af mynd sem tveimur vikum síðar var komin á póstkort og í verslanir. „Myndin var tekin um nótt- ina þegar eldgosið byrjaði,“ segir Kristín en myndin hefur síðan verið birt í fjölmörgum erlendum miðlum og var meðal annars valin besta myndin á vefnum msnbc. Þau hjónin hafa rekið póstkorta- fyrirtæki í á fimmta ár og hafa á þeim tíma gefið út hátt í hundrað ný póstkort, langflest með mynd- um frá Vilhelm. Þar ber hæst landslagsmyndir og dýramyndir sem eru að sögn Kristínar langvin- sælastar meðal ferðamanna. Kristín segir í athugun að gefa út nýtt póstkort af eldgosinu í Eyja- fjallajökli. Þá stefna þau að því að gefa út nokkrar gerðir dagatala og eitt þeirra verður að öllum líkind- um undirlagt af gosmyndum sem teknar eru bæði á Fimmvörðuhálsi og af Eyjafjallajökli. - sg Gosið á póstkort Landslags- og hestamyndir eru vinsæl- astar meðal ferðamanna. Gosmyndin hefur birst víða um heim og var meðal annars valin besta myndin á vefnum msnbc. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mikill áhugi er á skotveiðitengdri ferðaþjónustu á Íslandi meðal sölu- og markaðsaðila í Evrópu, ef marka má niðurstöður könn- unar sem gerð var til að kanna markaðs- og framtíðarmöguleika skotveiðitengdrar ferðaþjón- ustu á norðurslóðum. Könnun- in var gerð í tengslum við North Hunt-verkefnið, sem er alþjóðlegt verkefni um þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á jaðarsvæðum á norðurslóðum. Frá þessu er greint á www.fer- damalastofa.is Ísland er ekki stórt skotveiði- land miðað við erlend lönd. Fjöldi íslenskra veiðikorthafa er um það til tíu til tólf þúsund en erlendir veiðimenn á Íslandi hafa einung- is verið í kringum 100 á síðustu árum. Áhugi á skotveiði Skotveiðitengd ferðaþjónusta á Íslandi vekur áhuga sölu- og markaðsaðila í Evrópu. Áhugi á skotveiðum er nokkur. Eitt af best geymdu leyndar- málum í náttúru Íslands er hin stórkostlega fossasinfónía í botni Djúpárdals í Fljótshverfi. Þar steypist hið vatnsmikla jök- ulfljót Djúpá fram í mikilfeng- legum fossum og fellur saman við blátærar og syngjandi bergvatnsár sem flæða upp úr úfnu hrauninu. Sumarið 2010, nánar tiltekið dagana 23. til 25. júlí, verður gengið á vit þessara náttúru- perlna í þriðja sinn á vegum Ferðafélags Íslands en undan- farin tvö sumur hefur umrædd ferð verið meðal þeirra mest sóttu á vegum félagsins. Þetta er þriggja daga létt gönguferð þar sem farangur er fluttur með bíl og þátttakendur bera því aðeins hlífðarfatnað og nesti til dagsins. „Ég á eftir að sjá hvort það verður sungið eins mikið og í fyrra,“ sagði Páll Ásgeir farar- stjóri sem segist hlakka til að sýna enn fleirum dásemdir Djúpárdals. Ferðalangar koma á eigin vegum að Núpum í Fljótshverfi föstudaginn 23. júlí og þar hefst gangan klukkan eitt. Fyrsta daginn er gengið um Núpaheiði meðfram stórkostlegum gljúfrum Brunnár og dularfullir fossar hennar skoðaðir. Síðan liggur leiðin meðfram Brunná og meðal annars skoðaður staður þar sem þessi vatnsmikla á rennur í örmjórri gjá en Brunná er talsvert vatnsmikil jökulá sem kemur undan Síðujökli. Síðan er skipt um á og fögru gljúfri Brúarár fylgt uns komið er í tjaldstað. Í kvöld- göngu þann dag er farið að nafnlausum fossi í Brunná sem talinn er líkjast Svartafossi í Skaftafelli. Daginn eftir er gengið upp með hyldjúpum gljúfrum Yxnár yfir Kálfafells- heiði yfir í Djúpárdal þar sem heita Fossabrekkur. Eftir að leiðangursmenn hafa komið sér fyrir er farið að fossunum stórfenglegu og þeirri upplifan er erfitt að lýsa með orðum en kannski nægir að segja að ferðamenn hafa iðulega tárfellt þegar þeir standa frammi fyrir þeim undrum. Stærsti fossinn heitir Bassi og dregur nafn sitt af þeim þunga tón sem glymur frá honum og heyrist langt upp á heiði. Einnig verða skoðaðir fossar í hraun- inu í nágrenni Bassa og dularfullar blátærar tjarnir sem þar leynast. Þriðja daginn ganga leiðangursmenn niður hinn tignarlega Djúpárdal og skoða fossa í Djúpá á leið til byggða en leggja síðan lykkju á leið sína og nálgast byggð gegnum Laxárdal og skoða stórkostlega fossa og stuðlaberg í gljúfrum Laxár og einnig stuðlaklettana innan við Blómsturvelli sem er eitt hið fjölbreyttasta á landinu þótt lítt þekkt sé. Loks er komið niður í sveit á grænar grundir, vaðið yfir Brúará á hinu forna Berjavaði og fylgt fornum gömlum götum út að Núpum á ný. Þar bíður leiðangursmanna gómsæt og ríflega útilátin kjötsúpa, sannkölluð gangnamannasúpa elduð af húsfreyjum í Fljótshverfi úr spikfeitum heim- alningum og rennur ljúflega niður að loknu ferðalagi. Fararstjórar eru hjónin Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir. „Hann Tumi fer á fætur, við fyrsta hanagal,” segir í kvæði sem öll börn á Íslandi kunnu áður en sjónvarpið náði almennri útbreiðslu og er sungið við lag eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Ferðafélag Íslands hefur í nokkur ár vaknað við fyrsta hanagal í eina viku á hverju vori og staðið fyrir svokölluðum morgungöngum. Þessar hressandi göngur hafa notið mikilla og sívaxandi vinsælda und- anfarin ár og virðast margir nota þetta tækifæri til að hefja göngusumarið og gera átak fyrir sig persónulega. Í þessum ferðum er lögð áhersla á þá einstæðu samvist við náttúruna sem býðst á þessum tíma sólarhrings þegar fólkið er sofandi er fuglarnir eru að vakna og allt leiftrar og logar af lífi á íslenskum vormorgni. Göngurnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hressandi morgunstemning í kátum félagsskap fremur en svínslega erfiðar fjallgöngur. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fimm morgna í röð, fyrst á mánu- degi, safnast fólk saman í Mörkinni við hús Ferðafélags Íslands og heldur af stað þegar klukkan er nákvæmlega sex að morgni. Haldið er að ein- hverju fjalli í nágrenni Reykjavíkur og getur fólk sameinast í bíla í Mörkinni eða komið beint að upphafsstað göngu. Síðastliðið ár var gengið á Helga- fell við Hafnarfjörð, Keili, Vífilsfell, Úlfarsfell og Helgafell í Mosfellssveit. Vorið 2010 eru morgungöngurnar á dagskrá dagana 3.-7. maí að báðum dögum meðtöldum. Hvaða fjöll verða fyrir valinu verður nánar auglýst síðar en líklega verður listinn svipaður og síðastliðið vor. Það eru hjónin Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir sem stjórna morgungöng- unum eins og tvö undanfarin ár. Þátttakendur þurfa nánast ekkert nema viljann til þess að vakna með hröfnum á morgnana, og auðvitað góðan fatnað og gönguskó en ekkert gjald er tekið af morgungörpum. Gott er að hafa göngustafi og luma á vatnsbrúsa eða hitabrúsa í bakpokanum. Svo safnast menn saman í Mörk- inni og halda þaðan á vit fjallanna stundvíslega klukkan sex. Á fjöll við fyrsta hanagal Kátir þátttakendur í fjallgöngu á vegum Ferðafélags Íslands á Kóngsfell reyna að fljúga hlaðnir orku eftir gönguna. MYND/RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Bakpoki og bíll – Fossarnir í Djúpárdal Að baki fjallanna sem blasa við þegar ekið er um Borgarfjörð og Mýrar leynist undurfagurt landslag með fáförnum dölum, dularfull- um vötnum þar sem sagt er að skrímsli séu á sveimi og gleymdum eyðibýlum. Ferðafélag Íslands hefur vakið athygli á þeim ferðamannaslóðum sem þarna er að finna en 2009 kom út smárit sem ber nafnið Vatnaleið- in – gönguleiðir milli Hnappadals og Norðurárdals. Þar er fjallað ítarlega um svæðið sem þessi ferð liggur um. Fararstjóri í þessari ferð er Auður Kjartansdóttir, mikill reynslubolti í fjallgöngum og útivist. Þessi leið- angur er bakpokaleiðangur þar sem gengið er með allan búnað, tjöld og nesti um brött fjallaskörð yfir fjöll og firnindi. Þátttakendur þurfa því að vera í sæmilegu formi og vel útbún- ir. Hámarksánægja af leiðangri eins og þessum fæst aðeins ef maður er ekki eins og púlshestur í svitalöðri undir byrðunum allan tímann. Fyrsti náttstaðurinn í Tjaldbrekku við Hítarvatn er sérlega fallegur en umhverfi vatnsins er stórbrotið og hrikalegt með vindsorfnu móbergi í steinrunnum tröllamyndum. Hítardalur og Hítarvatn er sögusvið margvíslegra þjóðsagna og þar er að finna tröllskessuhelli og ummerki eftir útlaga og margt forvitnilegt. Daginn eftir er síðan gengið á Tröllakirkju sem er meðal tignar- legustu fjalla á þessum slóðum áður en haldið er niður Mjóadal meðfram hinni fögru Mjóadalsá og niður á grösugar sléttur í botni Langavatnsdals. Hér voru naut höfð í hagagöngu fyrrum og þá hafa ferðalög um dalinn ekki verið eins hættulaus og þau eru í dag. Langavatn er undurfagurt fjallavatn og Langavatnsdalur mikill unaðsreitur. Þótt steinsnar sé niður í byggð að þjóðvegi með byljandi umferð er fátt í Langavatnsdal sem minnir á búsetu mannsins. Á leiðinni þangað er gengið að Háleiksvatni sem er afskekkt fjalla- vatn í 539 metra hæð yfir sjó. Bersi goðlausi nam land í Langavatnsdal og bjó á Torfhvalastöðum og síðan hefur verið fátt um búsetu manna í þessum fagra eyðidal. Þó eru til sögur af erfiðu mannlífi hér þegar reynt var að búa á hverju heiðarkoti og hér dó fólk úr hungri í koti sínu í byrjun nítjándu aldar. Seinasta daginn er gengið að baki fjalla um ósnortnar slóðir framhjá Vikravatni og niður með Kiðá uns komið er niður að ilmandi kjarr- skógum Hreðavatns og þar tekur siðmenningin við á ný með heitum pottum og þægindum. Þar er gott að sitja en þótt líkaminn sé kominn til byggða er sálin enn í óbyggðum. Með allt á bakinu: Vatnaleiðin – milli Mýra og Dala Það getur verið erfitt en gefandi að vera með allan farangurinn á bakinu. Hér er hópur á gangi í nágrenni Landmannalauga. Kynning Kynning Fossarnir við Djúpárdal eru vel geymt leyndarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.