Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 60

Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 60
40 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Hátíðarsýning er í kvöld í Þjóðleikhúsinu í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá því húsið var vígt. Á fjöl- unum í kvöld er leikgerð Benedikts Erlingssonar á þríleik Halldórs Laxness, Íslandsklukkunni, Hinu ljósa mani og Eldi í Kaup- inhavn. Benedikt leikstýrir einnig sýningunni en þetta er í fjórða sinn sem skáld- sögur Halldórs um átök í lífi alþýðufólks og höfðingja á sautjándu öld rata upp á svið Þjóðleikhússins. Í fyrri skiptin þrjú var Íslands- klukkan eins og sýningin var köll- uð um síðir, þótt Lárus Pálsson sem vann fyrstu leikgerðina hafi kallað hana í prentaðri útgáfu Snæfríði Íslandssól, vinsæl og jók hróður Halldórs sem rithöfundar, braut honum leið á þann stall sem hann hlaut sem þjóðskáld, enda var fyrsta sviðsetningin tekin upp þegar hann hlaut Nóbelsverðlaun- in. Íslandsklukkan hefur alltaf verið vinsæl, bæði 1968 og 1985. Þá hefur hún komið á svið í öðrum leikgerðum, Bríetar Héðinsdótt- ur hjá Nemendaleikhúsi og síðar Borgarleikhúsi, og nyrðra. Ásamt Kardemommubænum er Klukkan það verk sem oftast hefur verið sett upp í Þjóðleikhúsinu og fylgir Gullna hliðið fast á eftir. Benedikt Erlingsson sagði í morgunsárið í gær þar sem vind- urinn beit í gemsann hans að víst væri hann eins og titrandi smá- blóm: hann var að undirbúa sig fyrir nótur á hádegi og í gærkvöld var lokaæfing. Framundan eru tíu uppseldar sýningar. Það hefur vakið athygli í auglýsingum og myndum af leikarahóp að stólar úr gamla sal hússins skreyta sviðið. Er hann að skoða verkið og leik- húshefð Klukkunnar á sviði Þjóð- leikhussins? „Við Finnur Arnar leikmyndahönnuður erum að búa til rými, það er rými Þjóðleik- hússins, einhverskonar baðstofu. Gestir sitja í brekkunni og við sitj- um í brekkunni á móti og segjum sögu. Þjóðleikhúsið er söguheim- ilið okkar. Halldóra kallaði það á sínum tíma baðstofu þar sem þjóð- in heyrði sögur sínar. En þetta með stóla er bara einhver núllstilling, upphafspunktur til að sýna að við erum hér og nú og þetta er leik- hús. Það er frásagnarramminn sem svo opnast og fljótt er töfra- boxið opnað.“ Benedikt talar um verfremd- ung og vitnar þar í Brecht: „Leik- húsið í dag heimtar nýjan sjónar- hól fyrir flytjendur og áhorfendur. Sannleikurinn er sá að við erum að rifja upp gamla sögu sem hefur oft áður verið sögð og hún verður sögð aftur og aftur, líka af börn- um okkar og barnabörnum.“ Og hvernig breytir maður sagnaljóð- inu epíska sem sagan er í drama, átök: „Það gerir maður með því að strika soldið.“ Hverjum er sýningin ætluð? „Þroskuðu upplýstu fólki sem hefur áhuga á sögu.“ Er það þessvegna sem árshátíðarband úr Svarfaðar- dal er kallað til að gera tónheim fyrir verkið? Er Íslandsklukka Benedikts þjóðlegt músikal? „ Þeir félagar í Hundi í óskilum passa vel við þá tónlistarmenn sem sagan segir frá, vísubrot, eftirhermur af sálmaslitrum og einhver eftirlík- ing af söng og dúllerí er það sem menn réðu við í þá daga, svo þeir passa inn í myndina. Þeir eru þjóð- legir listamenn og við erum stödd í leikhúsi þjóðarinnar.“ Hópurinn sem stendur að baki nýrri sviðsetningu á Klukkunni er fjölskipaður: Finnur Arnar gerir leikmynd en Helga Björns- son búninga. Lýsing er í höndum Halldórs Arnar Óskarssonar og Lárusar Björnssonar. Leikarar eru Anna Kristín Arngrímsdótt- ir, Arnar Jónsson, Björn Hlynur Haraldsson, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Herdís Þor- valdsdóttir, Ilmur Kristjánsdótt- ir, Ingvar E. Sigurðsson, Jón Páll Eyjólfsson, Kjartan Guðjónsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Þórunn Lárus- dóttir. Tónlist og hljóðfæraleikur á sviði annast Hundur í óskilum, þeir Eiríkur Stephensen og Hjör- leifur Hjartarson. pbb@frettabladid.is Klukkan í kvöld LEIKLIST Ingvar E. Sigurðsson sem Jón Hreggviðsson og Herdís Þorvaldsdóttir sem hans aldna móðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÓKEYPIS AÐGANGUR FIMMTUDAGUR 22. APRÍL SUMARDAGURINN FYRSTI FÖSTUDAGUR 23. APRÍL LAUGARDAGUR 24. APRÍL SUNNUDAGUR 25. APRÍL Opnunaratriði frá kl. 20:15-20:30 STÓRSVEIT TÓNLISTARSKÓLA GARÐABÆJAR Stjórnandi: Bragi Vilhjálmsson KL. 20:30 KIRKJUHVOLL safnaðarheimili Vídalínskirkju KL. 20:30 KIRKJUHVOLL safnaðarheimili Vídalínskirkju KL. 20:30 URÐARBRUNNUR Hátíðarsalur Fjölbrautaskólans í Garðabæ Húsið opnar kl. 19:45 KL. 20:30 VÍDALÍNSKIRKJA STÓRTÓNLEIKAR ÓSKAR GUÐJÓNSSON, MEZZOFORTE OG AÐRIR VINIR AGNAR MÁR MAGNÚSSON KÓR VÍDALÍNSKIRKJU OG GOSPELKÓR JÓNS VÍDALIN ÁSAMT GESTUM SÓLÓ PÍANÓ DANSKUR JAZZSÖNGUR CATHRINE LEGARDH STÓRHÁTÍÐ KÓRANNA FÖSTUD. 23. APRÍL KL. 14:00 JÓNSHÚS félags- og þjónustumiðstöð við Strikið 6 Sjá nánar um dagskrá á www.gardabaer.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.