Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Mikið úrval af hjálmum og hlífum Línuskautamarkaður í Holtagörðum Eldri gerðir af Rollerblade línuskautum á frábæru verði frá 3.500 kr. Hlífar og hjálmar frá 500 kr. Jamis Lady Bug 12”, 2–5 ára. Bleikt. Verð áður 19.990 kr. Nú 15.992 kr. www.utilif.is Bladerunner Formula 80 Stærðir 36–46 Tveir litir. Verð: 18.990 kr. Bladerunner Phaser Stækkanlegir barnaskautar. Tveir litir. Verð áður 12.990 kr. Nú 10.392 kr. Bladerunner Twist Stækkanlegir barnaskautar. Tveir litir. Verð áður 11.990 kr. Nú 9.592 kr. Jamis Miss Daisy 16”, 3–6 ára. Bleikt. Verð áður 25.990 kr. Nú 20.792 kr. Guðmundur segir „crusier“-hjól ætluð til innanbæjarbrúks og einstaklega auðveld og þægileg í notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Allt til alls fæst í hjóladeild Úti- lífs að Holtagörðum. Um þess- ar mundir er þar verið að taka inn nýjungar fyrir sumarið. „Við erum að taka inn í fyrsta skipti týpu frá Jamis sem kall- ast „cruiser“, sem ekkert íslenskt heiti nær almennilega yfir. Þetta er svona hjól með breiðum dekkjum, ætlað til innanbæjarbrúks og er auðvelt og þægilegt í notkun,“ segir Guðmundur Björnsson hjá Útilífi í Holtagörðum, inntur út í helstu nýj- ungar sem seldar verðar í verslun- inni í sumar. Hann bætir við að svona hjól hafi hingað til verið fá hérlendis en reiknar með að breyt- ing verði þar á þegar landsmenn átta sig á kostum þeirra. „Það fer afar vel um menn á „cruisernum“ meðal annars þar sem hnakkurinn er mýkri en al- mennt tíðkast. Þetta er nánast eins og að ferðast um á hægindastól og sko ekki að ástæðulausu sem menn kalla „crusierinn“ drossíu hjól- anna,“ útskýrir Guðmundur. Hann getur þess að í Útilífi fáist auk þess allar helstu hjólategund- ir frá Jamis og fleiri þekktum framleiðendum, svo sem götu- hjól, fjallahjól, blendingshjól og fleira. Starfsmenn séu reiðubún- ir til að veita viðskiptavinum leið- beiningar við val á hjóli, þar sem horft sé í notkun og kúnnar hvatt- ir til að prófa setstöður og stærðir áður en kaup eru gerð. Hvers kyns aukabúnaður fæst í versluninni, svo sem hjálmar í öllum stærðum og gerðum, tösk- ur og s bögglaberar frá Tubus í Þýskalandi sem Útilíf fékk nýverið umboð fyrir á Íslandi og henta í lengri ferðir. „Þá erum við með gott úrval af hjólafatn- aði, hönskum, peysum og buxum, til dæmis frá ítalska framleiðandanum Northwave en allt endurspeglar þetta við- leitni til að bæta vöruúrvalið.“ Guðmundur segir að í versl- uninni fáist líka hlaupahjól frá Micro, hjólabretti frá Kryp- tonics, þar á meðal ódýr bretti fyrir byrjendur og línu-, götu- og úthverfaskautar frá Roll- erblade. Ekki er rekið verk- stæði í Útilífi en fyrirtækið hefur á sínum snærum aðila sem annast bæði breytingar og ábyrgðarvið- gerðir á hjólum. Lífstíðarábyrgð er á grindum en tvö til fimm ár á aukahlutum eftir framleiðendum. Sjá www.utilif.is. Hjólað í hægindastól Hlaupahjól, hjóla- bretti og hvers kyns skautar fást í Útilífi í Holtagörðum. Tilkynnt var um sjö hundruð stolin hjól til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta ári. Ein- ungis 180 hjól bárust óskilamuna- deild og eru þau geymd í sérstakri reiðhjólageymslu lögreglunnar. „Lögreglan heldur hjólauppboð á hverju ári og fer það oftast fram í maí,“ segir Harpa María Þor- steinsdóttir, vörslumaður hjá lög- reglunni. Harpa segir ekkert vitað um þau stolnu hjól sem ekki ber- ast lögreglunni en að hins vegar sé algengt að þau skili sér til deild- arinnar nokkrum mánuðum eftir þjófnað. En á hún einhver góð ráð handa hjóleigendum til að verjast þjófn- aði? „Það er mikilvægt að hjól séu ávalt skilin eftir læst með viður- kenndum hjólalásum. Fólk sem geymir hjól í hjólageymslunum sínum ætti af og til líta eftir hjól- unum og fylgjast með hvort átt hafi verið við lása. Ef hjól eru geymd í langan tíma í sameigin- legum geymslum er best að læsa þeim með keðju og sterkum lás við hjólastatíf,“ segir Harpa. Hún mælir einnig með því að hjólaeig- endur skrái hjá sér „stellnúmer“ hjólsins og hafi það ávallt hjá sér. „Eins ætti að skrá niður tegund hjóls, dekkjastærð, lit og önnur einkenni sem er gott að vita ef til þess kæmi að tilkynna hjólið stolið en án þessara upplýsinga er nær gagnslaust að skrá hjólið inn í kerfi lögreglunnar. Ef lögreglan er aftur á móti með allar þessar upp- lýsingar í kerfinu og hjól finnst á víðavangi er fundurinn skráður og líklegur eigandi kemur upp sem síðan er haft samband við. - ve Ráð til að verjast þjófnaði Harpa segir að hjólum sem stolið hefur verið berist oft lögreglunni nokkrum mánuð- um eftir þjófnað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.