Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 74
54 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta hefjast í kvöld en þá mætast Valur og Akureyri annars vegar og Haukar og HK hins vegar. Tvo sigra þarf til að komast í úrslitin. „Við fáum heldur betur krefjandi verkefni, Haukarnir eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Við komum tilbúnir til leiks og förum í þetta þannig að við höfum engu að tapa en allt að vinna,“ segir Gunnar Magnús- son, þjálfari HK-inga. „Við höfum spilað við þá fjórum sinnum í vetur og unnið heimaleikina en tapað útileikjunum. Það gefur okkur aukið sjálfstraust að hafa unnið þá tvisvar. Heimavöllurinn hafði mikið að segja í þeim leikjum en við vitum að það telur ekkert núna. Það bíður okkar gríðarlega erfitt verkefni og við þurfum að vera heldur betur tilbúnir,“ segir Gunnar. „Það er virkilega mikil reynsla í Haukaliðinu. Þeir eru með breiðan hóp og hafa tvo góða markmenn. Þeir spila margs konar varnir og hafa sigurhefðina. Þetta eru Íslands-, bikar- og deildarmeistararnir og það þarf ekki að segja meira.“ Þrír leikmenn HK, Ragnar Hjaltested, Ólafur Víðir Ólafsson og Bjarki Már Gunnarsson, glíma allir við meiðsli. „Ég er bjartsýnn á að tveir af þessum þremur nái að pína sig í gegnum þetta,“ segir Gunnar sem fékk í gær viðurkenningu sem besti þjálfarinn í umferðum 15-21. „Að sjálfsögðu er maður ánægður með að fá viðurkenningu fyrir sín störf, maður er stoltur. Þetta hefur verið mjög góður árangur hjá liðinu og ég er ánægður með veturinn hingað til,“ segir Gunnar. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, var valinn leikmað- ur umferðanna. Auk hans skipa þeir Atli Ævar Ingólfsson (HK), Oddur Grétarsson (Akureyri), Bjarni Fritzon (FH), Sigurbergur Sveinsson (Haukum) og Valsararnir Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeirsson úrvalslið síðasta þriðjungs deildarkeppninnar. GUNNAR MAGNÚSSON ÞJÁLFARI HK: SEGIR SITT LIÐ HAFA ENGU AÐ TAPA EN ALLT AÐ VINNA GEGN HAUKUM Gefur aukið sjálfstraust að hafa unnið þá tvisvar KÖRFUBOLTI Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik lið- anna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrverandi leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvík- ur, þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3- 0. „Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Kef lav í k v i n n i þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bær- ingsson, vinur minn, verð- ur ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfelling- um eftir síðustu ár,“ segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá,“ segir Magnús sem segir mikil- vægasta leikinn vera í kvöld. „Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfells- liðnu sem hafa spilað og tapað áður. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað,“ segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jebs Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast,“ sagði Magn- ús. - óój Magnús Þór Gunnarsson spáir í úrslitaeinvígið: Fer 3-0 fyrir Keflavík MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON > Jeb Ivey kemur á síðustu stundu Snæfellingar vonast til að bandaríski leikstjórnandinn Jeb Ivey verði kominn í Hólminn fyrir leikinn í kvöld og að Jón Ólafur Jónsson verði leikfær þrátt fyrir að hafa spilað síðasta leik með lungnabólgu. Jeb Ivey mun leysa af Sean Burton sem er meiddur. Ivey kemst þó ekki í Hólminn fyrir en á síðustu stundu. Hann var í gær að reyna að komast sem fyrst í flug til Íslands frá Stokkhólmi en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, spáði því í gær að Ivey muni líklega koma seinna í Fjárhúsið í kvöld heldur en andstæðingarnir úr Keflavík. ECCO GOLFSKÓR KRINGLAN SÍMI 553 80 50 Golfhandklæði og Tí-pokar fylgja með hverju keyptu pari af golfskóm 23. til 27. apríl Kerru og burðarpokar 14.995,-á frábæru verði HE RR A SK Ó R D Ö M US KÓ R 38804 01001 Stærðir: 39 - 47 39484 52570 Stærðir: 39 - 47 39404 55360 Stærðir: 39 - 47 M.Flexor Casual Cool II premium Casual Cool II GTX 38483 52569 Stærðir: 36 - 42 38473 51293 Stærðir: 37 - 41 38593 01007 Stærðir: 36 - 41 Comfort Swing GTX Casual Cool Hydromax Comfort Swing Hydromax N1 Deildin KARLAR Fimmtudagur Vodafone höll Ásvellir Valur - Akureyri Haukar - HK 16:00 19:30 2009 - 2010 ÚRSLITAKEPPNIN HEFST Meistaradeild Evrópu Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Þýska úrvalsdeildin Kiel - Füchse Berlin 35-26 Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel og Rúnar Kárason eitt fyrir Füchse Berlin. Rhein-Neckar Löwen - Minden 37-32 Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö fyrir RNL og Ólafur Stefánsson eitt. Gylfi Gylfason skoraði fjögur fyrir Minden og Ingim. Ingimundarson tvö. Lemgo - Melsungen 35-30 Vignir Svavarsson skoraði tvö fyrir Lemgo en Logi Geirsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Flensburg - Grosswallstadt 24-18 Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Flens- burg, Einar Hólmgeirsson tvö fyrir Grosswallstadt en Sverre Andreas Jakobsson lék í vörn liðsins. Gummersbach - Dormagen 31-28 Róbert Gunnarsson skoraði tvö marka Gumm. Norska úrvalsdeildin Stabæk - Hönefoss 0-1 Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Stabæk og Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn hjá H. ÚRSLIT FÓTBOLTI Það fór betur en á horfð- ist hjá Bayern München þegar liðið vann 1-0 sigur á Lyon á heimavelli sínum í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið missti lykilmann sinn, Franck Ribery, út af með rautt spjald strax í fyrri hálfleik en hinn galdramaðurinn í liði Bæj- ara, Arjen Robben, skoraði glæsi- legt sigurmark liðsins í síðari hálf- leik. Markið skoraði hann með þrumuskoti af rúmlega 30 metra færi á 68. mínútu. Boltinn virtist reyndar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en Robben átti tví- mælalaust heiðurinn að markinu. Í fjórðungsúrslitum keppninn- ar sló Bayern út stórlið Manchest- er United með öðru glæsimarki Robben sem hefur reynst liði sínu afar dýrmætur í keppninni. Leikurinn var mjög fjörugur. Bayern byrjaði mun betur en það breyttist allt þegar Ribery fékk rauða spjaldið á 37. mínútu. Þá var hann of seinn í tæklingu og óð í ökklann á Lisandro Lopez sem meiddist þó ekki illa. Enginn vafi var um að brotið verðskuldaði rautt spjald. Lyon tók völdin eftir þetta en náði ekki að skapa sér mörg færi. En aftur breyttist leikurinn í upp- hafi síðari hálfleiks þegar Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna milli- bili og þar með rautt. Við það náði Bayern aftur frum- kvæðinu og það skilaði sér með glæsimarki Robben, sem fyrr segir. Besta færi liðsins þess fyrir utan fékk reyndar Müller skömmu áður en Toulalan fékk rauða spjald- ið en honum skrikaði fótur þegar hann fékk boltann á besta stað fyrir framan mark gestanna. Staða Lyon er þó alls ekki slæm. Liðið á heimaleikinn eftir og er ljóst að Ribery verður ekki með Bæjurum í þeim leik – né held- ur Daniel Pranjic. Hann var eini leikmaður Bayern sem var á gulu spjaldi fyrir leikinn og fékk hann einmitt áminningu í leiknum í gær. Bayern endurheimtir að vísu fyrir- liðann Mark van Bommel úr leik- banni. eirikur@frettabladid.is Rothögg Robben Arjen Robben var enn og aftur hetja Bayern München þegar hann skoraði eina mark leiks liðsins gegn Lyon í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. HETJAN Arjen Robben fagnar marki sínu í gær en það var sérlega glæsilegt. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.