Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 69
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 49 Fína og fræga fólkið úti í heimi varð margt að sætta sig við fram- lengda dvöl á sumarfrísstaðnum sínum. Það hefur þó væntanlega ekki lent í vandræðum með krítarkortaheimildina en í þeim hópi voru skötuhjúin Sienna Miller og Jude Law. Þau voru föst í ástarhreiðri sínu í Los Angeles en flugu heim til London í gær. Kiefer Suther- land var hins vegar hinum megin við Atlantshafið, fastur í London sem hann hefur málað rauða með reglulegri setu á skemmtistöðum höf- uðborgarinnar. Hann sást hins vegar dóla sér í rólegheitunum um markverðustu staði Lundúna í gær enda var þá tiltölulega stutt síðan honum var hent út af nektarbúllu. Doug Pitt var nýlega heiðraður fyrir mannúðarstarf sitt í Tansaníu og var útnefndur góðgerðasendiherra landsins. Og af hverju ratar Doug Pitt í þessa slöngu? Jú, hann er nefnilega stóri bróðir banda- rísku stórstjörnunnar Brad Pitt sem komst ekki til að vera við- staddur athöfnina vegna eldgossins í Eyjafjalla- jökli. Sir David Attenborough, sem hefur fært heimsbyggðinni magn- aða þætti um lífríki jarðar, varð að fresta tökum á nýrri þáttaröð sem heitir Frozen Planet. Honum var flogið á hótel í Noregi í stað þess að taka upp á heimskautasvæðinu og neyddist til að dúsa þar í kringum eldhressa Norsara. Sænskri rokkhátíð var slegið á frest vegna eldgossins í Eyjafjallajökli þar sem engir tónlistarmenn komust í tæka tíð fyrir tónleikahaldið og aðstandendur Tribeca-kvikmynda- hátíðarinnar sem hófst í gær voru logandi hræddir um að leikstjórar sæju sér ekki fært um að koma enda getur Eyjafjalla- jökull tekið upp á hverju sem er, líka að dreifa ösku á ný. ELDGOSIÐ Það er orðið ansi langt síðan Francis Ford Coppola keypti kvikmyndaréttinn að einni frægustu skáld- sögu seinni ára, Á vegum úti eftir Jack Kerouac, sem Ólafur Gunnarsson þýddi af mikilli snilld. Bókin fjallar um hin svokölluðu bít-skáld og er uppfull af djassi, drykkju og skrautlegum persón- um. Coppola hefur nánast reynt allt og enn þann dag í dag er Walter Salles, sá sem færði okkur Mótor- hjóladagbækurnar, orðaður við leikstjórastólinn og Jose Rivera hefur setið sveittur við að skrifa hand- rit. En þetta var árið 2005 og fátt nýtt hefur gerst. En í vikunni virtist hins vegar vera að rofa til því Garret Hedlund var allt í einu orðaður við hlutverk Dean Moriarty sem Kerouac byggði á á bít-hetj- unni Neal Cassady. Sam Reilly hefur verið orðað- ur við hlutverk Sals Paradise en Kerouac byggði þá persónu á sjálfum sér. Þetta yrði án nokkurs vafa ein af athyglisverðari kvikmynd- unum frá Hollywood í langan tíma en kvikmynda- spekúlantar eru ekkert sérstaklega bjartsýnir á að hún sé væntanleg í bráð. Á vegum úti að verða til Á RÉTTINN Francis Ford Coppola á réttinn að bókinni Á vegum úti eftir Kerouac sem Ólafur Gunnarsson þýddi. Ronnie Wood, gítarleikari Roll- ing Stones, segist hafa kennt Slash að spila á gítar. „Ég man eftir Slash þegar hann var lítill strákur. Þá njósnaði hann um mig þegar ég var að spila á gítar og ég kenndi honum lítil gítarstef,“ sagði Wood. Slash bjó á Englandi, heima- landi Woods, þar til hann var ellefu ára og fluttist hann þá til Bandaríkjanna. Wood er hrifinn af gítarleik Slashs, sem sló í gegn í Guns N´Roses. „Slash er mjög hæfileikaríkur. Það er frábært að spila með honum og hann er góður spunagítarleikari,“ sagði hann. Kenndi Slash á gítar RONNIE WOOD Gítarleikari Rolling Stones segist hafa kennt Slash að spila á gítar. 16. APRÍL - 6. MAÍ Í REGNBOGANUM NÁNAR Á WWW.GRAENALJOSID.IS HVAÐA MYND ÆTLAR ÞÚ AÐ SJÁ Í DAG?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.