Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 19 Nú er liðið á annað ár síðan ég vakti athygli á nauðsyn þess að stofna nýtt lýðveldi á Íslandi með alveg nýrri stjórnarskrá (fyrst í Silfri Egils 11.1.2009 og svo í grein í Fréttablaðinu 14.1.2009), – og benti á fordæmi Frakka. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis stað- festir nú hversu hörmulega er komið fyrir okkur sem þjóð. Í raun og veru má segja, að bankahrunið (fjármálakreppan) sé ekki alvar- legast, heldur hrun traustsins. Allt brást. Spillingin hefur verið svo yfirgengileg, að okkur datt ekki í hug að svo gæti verið. Og nú þegar þetta hefur verið birt okkur áþreif- anlega og opinberlega á ábyrg- an hátt, treystir þjóðin hvorki stjórnvöldum né eftirlitsstofnun- um: ekki Alþingi, ekki ríkisstjórn, ekki forseta Íslands. Þar með er stjórnkerfið, sjálft lýðveldið í raun hrunið. Nú ætti að blasa við öllum hugsandi mönnum, að við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Við verðum blátt áfram að hugsa grundvöll tilveru þjóðarinn- ar upp á nýtt. Það verður ekki gert með neinni sýndarmennsku, smá- skammtalækningum eða pólitísk- um heftiplástri. Þegar stjórnmála- menn bregðast, verður þjóðin sjálf að taka í taumana. Þess vegna er okkur nú lífs- nauðsyn að kjósa stjórnlagaþing sem allra fyrst. Ekki til að lappa upp á gallaða stjórnarskrá, heldur til að semja nýja, alveg frá byrj- un. Það eru einu skynsamlegu við- brögðin. Það var gert í Þýskalandi eftir hrun nasismans, það var gert í Suður-Afríku þegar mann- fjandsamleg kynþáttastefna beið loks ósigur. Og það þurfum við að gera í okkar ósigri eftir hrun hinn- ar ómanneskjulegu frjálshyggju. Það er eina leið okkar til að end- urheimta reisn okkar sem þjóð og orðstír okkar meðal annarra þjóða. Til þessa stjórnlagaþings verður að vanda sérstaklega. Þar má enginn þingmaður sitja, enda má segja að þeir beri ansi margir mikla ábyrgð á því hvernig komið er og séu því hluti af vandanum. Þótt við blasi ýmsir þættir sem taka verður á í nýrri stjórnarskrá, eins og til dæmis hrein aðgrein- ing hins þrískipta valds, löggjafar- valds, framkvæmdarvalds og dómsvalds, þá er fjölmargt annað sem þarf að huga að vandlega. Það verður því vandasamt hlutverk sem væntanlegu stjórnlagaþingi er falið. Þess vegna þarf þjóðin að vera árvökul þegar hún velur sér fulltrúa til þessa erfiða og flókna verkefnis sem svo mikið veltur á fyrir framtíð okkar. Brýnt er að ekkert verði ógert látið til þess að stjórnlagaþingið takist vel og skili þjóðinni vandaðri stjórnarskrá til góðrar leiðsagnar til nýrrar og betri framtíðar. Þeir brugðust sem síst skyldi og trúað var fyrir þjóðargæslu, hvorki meira né minna. Þeim mun ekki veitast auðvelt að ávinna sér traust. En sem betur fer á þjóð okkar fjölda góðra og vandaðra manna og kvenna sem er vel fær um að varða nýjan veg út úr ösku- þoku gróðahyggjunnar. Margt af því fólki mun ekki trana sér fram, en það þurfum við nú að finna og leiða til öndvegis í nýrri endur- reisn íslenskrar þjóðar. Göngum nú einu sinni hreint til verks. Hreinsum rækilega til í rústum þess lýðveldis sem hrundi – og stofnum svo nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Ný stjórnarskrá – nýtt lýðveldi Stjórnarskráin Njörður P. Njarðvík Rithöfundur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands Brýnt er að ekkert verði ógert látið til þess að stjórnlagaþingið takist vel … 39.950,- SPARIÐ 25.000 SPARIÐ 2.000 SUMAR- TILBOÐ! FRÁBÆR HELGAR- TILBOÐ! 2.995,- 645,- 50% AFSLÁT TUR Reykjanesb æ Rey kjavík Nýtt og be tra hjólbarða verkstæði S: 590 200 6 / 590 200 7 Hjólbarðaverkstæði Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - S: 590 2000 / Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 Sumardekkin færðu hjá okkur! Vaxtalaus lán frá Visa og Mastercard í allt að 12 mánuði A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.