Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 34
MENNING 4 Bókmenntir ★★★★ Kvæðaúrval Kristján Karlsson Úrval ljóða úr öllum níu ljóðabókum skáldsins frumsömdum. Frá þeirri elstu (1976) til þeirrar yngstu (2003). Ljóðin eru valin af Magnúsi Sigurðs- syni sem einnig ritar prýðilegan inn- gang; fræðandi, skýran og skilmerki- legan. Eiguleg bók og tilvalin þeim lesendum sem ekki hafa árætt að lesa (til þrautar) kvæði skáldsins og lifa sig inn í einstakan ljóðheim Kristjáns Karlssonar, sem Magnús, með góðum rökum og ekki að ósekju, skipar á bekk með öndvegisskáldunum (síðmódern- istunum) Sigfúsi Daðasyni, Hann- esi Péturssyni, Þorsteini frá Hamri og Matthíasi Johannessen – og ber óspart saman við enskumælandi stór- skáld/frumkvöðla módernismans: Eliot, Pound og Wallace Stevens (og hefði mátt bæta T.E. Hulme við – sem Eliot kallar „boðbera nýs viðhorfs sem nefna ætti anda tuttugustu aldarinn- ar“). Það er lífseig skoðun og útbreidd að kvæði Kristjáns séu seintekin (torskil- in) og vart meðtækileg, jafnvel óskilj- anleg, öðrum en „hálærðum“ lesend- um: inngangurinn mælir gegn þeirri mýtu af rökfestu og með sannfærandi málflutningi og dæmum. Val kvæð- anna er vísvitandi lóð á sömu vog- arskál og leggur inngangi lið við að ryðja þeirri hindrun úr vegi. Vonandi að sem flestir bíti á agnið: skáldskap- ur Kristjáns Karlssonar er heillandi veröld sem á vinsældir skilið engu síður en lof og prís. „Eina aðferðin Rýnt í eðlið Annað kvöld verður önnur frumsýningin á tveimur sólarhringum í Norðurpólnum, þar sem leikhópar hafa hreiðrað um sig í iðnaðarhúsnæði yst á Seltjarnarnesi í hinum fornu Bygggörðum. Fátæka leikhúsið frumsýn- ir á sunnudagskvöld verkið Tveir fátækir pólskumæl- andi Rúmenar eftir Dorota Maslowska. Um hávetur ferðuðust tveir fátækir pólskumælandi Rúmenar á puttanum um pólska sveit. Þeir skildu eftir sig sviðna jörð hvert sem þeir fóru, en ekki eru þó allir sammála um hvað gerðist í raun og veru, hvað réði í þeim átökum sem þau lentu í. Verkinu er lýst sem „Ofbeldisfullu sýrutrippi í gegnum Pólland nútímans sem er einskonar samblanda af ferðalagi Maríu meyj- ar og Jóseps til Betlehem, Natural Born Killers, Bad lands og hinni kunnu frönsku kvikmynd, Ríddu mér. Svo er, um leið og litið er til endaloka lánleysingja af hvíta tjaldinu, kinkað kolli náðarsamlegast til þeirra Bertholts Brecht og Samuels Beckett í fréttatilkynn- ingum þessa fátæka leikhúss. Verkið er eftir Dorota Maslowska, fremsta unga rit- höfund Póllands í dag. Það sló rækilega í gegn þegar það var frumsýnt í Póllandi og hefur í kjölfarið verið sýnt um víða veröld. Sýningin er sett upp án allra styrkja sem er að verða fátítt hér á landi þar sem framboð leiksýninga er alfarið tekið að ráðast af því hvaða kommissar- ar leikhúsa og úthlutunarnenfda ráða framboðinu og stilla það af. Sviðsetningin er í stjórn Heiðars Sumar- liðasonar, sem er fæddur 1979. Hann útskrifaðist úr leiklistarfræði og framkvæmd frá Listháskóla Íslands 2008 og er með MA-gráðu í leikstjórn frá East 15 í London 2009. Heiðar hefur áður leikstýrt Heteróhetj- ur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole (2007) og Rándýr (2009). Heiðar er höfundur leikritsins Rautt brennur fyrir, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu á síð- asta ári. Pólskumælandi Rúmenarnir eru leiknir af Hannesi Óla Ágústssyni (1981) og Magneu Björk Valdimars- dóttur (1979). Hannes útskrifaðist úr leiklistardeild í vor sem leið. Síðan þá hefur hann farið með aðalhlutverk í Rándýr, Munaðarlaus og Hnykli. Hannes lék einnig stór hlut- verk í áramótaskaupinu. Magnea útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2006. Síðan þá hefur hún m.a. leikið í Draumalandinu, MammaMamma, Ísmerka og Hnykli. Þessi tvö fá nú það verk að sýna okkur annan heim – gerólíkan þeirri mynd sem við höfum af hinni sælu Evrópu og þess ber að geta að athafnir á sviðinu eru ekki við hæfi barna eða viðkvæmra. Aðrir leikendur sem koma fram í sýn- ingunni eru Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árna- dóttir, Vigdís Másdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson. Næstu sýningar: 25. apríl, 29. apríl, 5. maí. Miðasala á Miði.is, eða í síma 845-2387 (á sýningardag) en fjöldi sýninga verður takmarkaður og því best að drífa sig. Rúmenaraunir á pólsku Heiðar, Magnea, Hannes og Aðalbjörg skömmu fyrir rennsli í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ljóðasafn Kristjáns Karlssonar kom út á liðnu ári og er hér metið að verðleikum. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR orkoman á sér marga drætti. Þessa dagana eru lokatónleikar, tískusýning og stórsýningin í Hafnarhúsinu framlag þess unga fólks sem hefur undanfarin ár unnið við hlið meistara sinna og reynt að ná tökum á hugmynd, efni og framkvæmd. Vorsýningar myndlistarskólanna voru löngum vinsælt tómstundagaman borg- arbúa og nú er það orðin útbreidd skemmt- un. Almenningi gefst kostur á að sjá hvað kraumar og alltaf er lifað í voninni að fram stigi hinn einstaki, sá sem ýtir frá sér samferðamönn- um og vekur í örskoti og fáum verkum alþjóða- athygli, les: athygli þeirra sem hafa tíma til að fylgjast með í því ótrúlega fjölmenna framboði myndlistar sem landinn býr við. Myndlistin er í íslensku samfélagi mikið hreyfingarafl þótt sá hópur sem stundar myndlistarsýningar sé ekki stór og nokkuð lagskiptur. Og á sýningunni sem verður opnuð í dag kenn- ir margra grasa: Vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, skrímslabangsar, samtímalistasafn, barnabæk- ur, ýmis húsgögn, málverk, myndljóð, íslenskir draugar, ímynd kvenna, myndasögur, ljósmynd- ir, letur þjóðsag ingar, t unnar, p og er m veruleik um útsk að skila hússins klukkun Sýnin víkur. Í sýna ve og 32 í m íel Karl Guðbra afrakstu þar sem endum a og gera viðfang forvitni Sýnin fimmtu ókeypis LOKSINS FR Lokahóf hugmynda og verklegra framkvæmda áttatíu krakka sem búin tísku í þrjú ár. Jorri, eða Jón Þorgeir Kristjánsson, stendur fremstur við v Sumir taka próf í lok skól- ans sem þeir eru í, aðrir halda hljómleika eða setja upp sýn- ingu. Hin árlega sýn- ing útskrift- arnemenda Lista- háskóla Íslands í hönnun, mynd- list og arkitekt- úr verður opnuð í dag í Listasafni Reykjavík- ur í Hafn- arhúsi og stendur fram til 9. maí. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Krestina Lauridsen 24 ára frá Helsingör KUREN er mjög áhrifaríkleið til úthreinsunar” “ FÉKK AFTUR SLÉTTAN MAGA HVAÐ GETUR KUREN GERT FYRIR ÞIG? „Á morgnana var maginn á mér sléttur og fínn! En þegar það fór að líða á daginn blés hann meira og meira út og leit hann stundum út eins og ég hefði gleypt stóra blöðru. Börnin á frístundaheimilinu þar sem ég starfa spurðu mig oft hvort ég ætti von á barni. Gott fyrir meltinguna Hin 24 ára gamla Krestina Laurisen átti lengi í þessari uppþembu: -Ég rakst á auglýsingu í vikublaði um KUREN, sem er fljótleg og auðveld úthreinsun. KUREN er unninn úr náttúrulegum jurtum sem hjálpa meltingunni af stað og hjálpa líkamanum í leiðinni að losa sig við uppsöfnuð úrgangsefni. Þetta fannst mér hin hreinasta snilld og ákvað ég því að drífa mig á næsta sölustað og fjárfesta í KUREN. Afgreiðslukonan í heilsubúðinni var mjög upplýst og staðfesti hvað KUREN væri áhrifa- ríkur þegar kemur að því að hreinsa líkamann og einnig að hann væri bragðgóður og auðveldur í notkun. Ég blandaði KUREN í vatn og mikið rétt, KUREN smakkaðist vel en ég mæli með að drukkið sé ríkulega af vatni með inntöku á KUREN, því það eykur virkni úthreinsunar. Maginn á mér aftur sléttur og fínn ”KUREN virkaði fljótt og vel. Maginn varð sléttur á ný og uppþembu tilfinningin hvarf algjör- lega. Og sem betur fer er ég hætt að heyra frá þeim sem í kringum mig eru hvort að ég sé barnshafandi. Þetta var svo auðveldur kúr í aðeins 10 daga. Ef ég fer að blása út aftur þá er bara málið að taka aftur annan kúr á KUREN.“ Orðið „hreinsikúr” eða „detox“ fær suma til að hugsa um svelti, að drekka einungis vatn og safa eða huggulega og afslappandi dvöl í Póllandi, Indlandi, Þýskalandi eða Reykjanesbæ. Hjá flestum er þetta draumur sem rætist oftast ekki í amstri dagsins. Í grunninn byggist hreinsikúr upp á því að virkja úthreinsibúnað líkamans ef svo má að orði komast. Þar er átt við nýru, svita og meltingu. Samsetning jurtanna í KUREN byggist á því að örva þennan hreinsibúnað. Inulin – trefjar sem gagnast meltingunni KUREN er eini danski hreinsikúrinn sem inniheldur Inulin í hæfilegu magni en Inulin eru plöntuættaðar trefjar. Vísindalegar rannsóknir hafa staðfest gagnsemi þeirra fyrir lífsnauðsynlegu mjólkursýrubakteríur- nar (góðgerlana) í meltingarfærunum, en aðeins ef tekin eru inn 4 til 5 grömm á dag eins og KUREN inniheldur. Við inntöku á KUREN örvast hægðarlosun sem margir, sérstaklega þeir eldri, eru ánægðir með. Birkiblöð, klóelting og brenninetla eru afar hjálplegar plöntur þegar kemur að örvun nýrnastarfseminnar. Það er mjög mikilvægt að drekka ríkulega af vatni á meðan 10 daga hreinsikúr KUREN stendur yfir. Þegar kemur að því að losa úrgangsefni í gegnum svitaholurnar er hreyfing áhrifaríkust en einnig geta króklappa og svartyllir eflt úthreinsiferlið til muna. Innihaldsefni KUREN eru: Inulin (oligofructose), agerpaddeerokke (klóelting), glat burre (króklappa), hyldeblomst (svartyllir), birkiblöð og brenninetla. Útsölustaðir: flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.