Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 62

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 62
8 vín&veisla HENTUG VIÐ HÁTÍÐLEG TILEFNI Kransa- kaka er ósjaldan borin á borð við hátíðleg tilefni, svo sem fermingar og útskriftarveislur, afmæli eða brúðkaup, en sú hefð barst hingað til lands með dönsku hefðarfólki. Vin- sældir hennar eru ekki ástæðulausar þar sem kökurnar má hafa á borði jafnvel í nokkra daga án þess að þær skemmist. Þar fyrir utan eru þær auðvitað hreinasta sælgæti. Fyrir þá sem ætla að bjóða upp á slíkar kræsingar er vert að hafa í huga að yfirleitt dugar dæmigerð átján hringja kransakaka með sælgæti um 50 til 60 manns. bitinnBESTI PYLSA Á BÆJARINS BESTU „Ég fer þá á bóka- safnið eða í skattinn og svo á Bæjarins bestu eða öfugt.“ Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. HIMNESKUR BORGARI „Maður getur fengið heví góðan hamborgara með gosi á Prikinu á mjög góðu verði. Þar er líka hægt að fá nauta- eða lambakjöt með bakaðri kartöflu ásamt gosi eða bjór á flottu verði. Hrein snilld.“ Óli Hjörtur Ólafsson, nemandi við Kvikmyndaskóla Íslands. HOLLT OG GOTT „Fiskur dagsins í Ostabúðinni á Skóla- vörðu stíg í hádeginu. Þar er nýr fiskur á hverjum degi og hann er alltaf góður.“ Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. KJÖTSÚPA „Besti bitinn er kjötsúpan hennar mömmu Versti bitinn er svo andouill- ette, pylsa fyllt með innyflum úr svíni sem ég fékk í Frakklandi.“ Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.