Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 70
34 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR
Heimir Héðinsson er einn af 79 nemendum sem sýna útskriftarverkefni sín úr Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsi, í dag. Heimir útskrifast úr hönnunar- og arkitektúrdeild skólans og stefnir á grafíska hönnun að loknu námi. Vikan hefur verið
strembin hjá honum líkt og öðrum nemendum skólans sem hafa verið í óða önn að setja upp verkin sín í Hafnarhúsinu. Dagurinn í
dag verður sérlega uppbókaður hjá Heimi en í kvöld þeytir hann skífum á skemmtistaðnum Venue en hann og félagi hans, Raffael
Manna, mynda plötusnúðateymið Karíus og Baktus.
Önnum kafin vika
MYNDBROT ÚR DEGI Fimmtudagurinn 22. apríl, sumardagurinn fyrsti l Myndir úr Canon G9 myndavél.
1
Ég tæmdi stofuna heima til að nota í lokaverkið mitt og þar á
meðal dustaði rykið úr þessu teppi. Á meðan gekk nágranni
minn (sem á við geðræn vandamál að stríða) framhjá okkur og
spurði mjög ljúflega „Er þetta rán?“ hahaha!
5
Stalst aðeins
í tölvuna
í s t úd íó -
i nu h a ns
Bóasar til
að ná í nýja tónlist
fyrir laugardaginn
á VENUE þar sem
ég er að spila með
Baldri bróður mínum
og Baktus. Kiasmos
ætla líka að taka
„live set“, „be there
or be square“.
2 Hér fékk ég loksins að sjá lokaverkið koma úr framleiðslu, mjög spennandi. Í verkinu nota ég ljós og hljóð til að skapa ákveðna stemningu svo fólk geti stokkið í aðeins meira afslappaðan heim í smástund. 3 Hér er hann Ragnar Fjalar sem er að útskrifast með mér í vor.
4
Verkið er
keyrt á yfir
10.000 volt-
um! Til að
sjá lokanið-
urstöðuna verðið þið
að koma í Hafnarhús-
ið á laugardaginn.
MÆLISTIKAN
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Aðalfundur VR
verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli,
miðvikudaginn 28. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 19:30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Innborgun í VR varasjóð
Virðing
Réttlæti
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK
S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
■ Á uppleið
Kynjuð teiti
Hvað er eig-
inlega málið
með þessi
endalausu
stelpupartí
eða konu-
kvöld? Er ekki
miklu meira
gaman og
eðlilegra að
hafa strákana
með?
Fermingarlúkkið
Litlir hvítir kjólar,
flatbotna skór og
slaufur í hárið
er nýjasta
æðið hjá
indí-stelpum
bæjarins.
Sumarið Vetur
og sumar fraus
saman á sumar-
daginn fyrsta og
þetta á að boða
afbragðs fínt
sumar. Verum
bjartsýn!
■ Á niðurleið
Fjallgöngur Dálítið hættusamt,
maður veit jú aldrei hvar gýst næst
í þessu skrýtna landi okkar.
Barnaefni Hvernig væri að hætta
að bjóða börnum upp á endalausa
sjónvarpsþætti þar sem fullorðið fólk
talar eins og vanvitar?
„Stretch“-fatnaður Níðþröngir
bolir og skyrtur úr gerviefni sem sýna
hverja einustu húðfellingu eru skelfi-
legir og skinkulegir og ætti að banna.