Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 76
40 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is persónur sem eru í sífelldri mótun og endurnýjun. Kristján Árnason snarar ljóðabálki Óvíds úr löngu útdauðu tungumáli yfir á lifandi og skemmtilegt lausamál og gerir það einkar glæsilega. Hann hefur unnið að þýðingu sinni áratugum saman og verður hún að teljast bæði stórvirki og menningarvið- burður. Kristján býr yfir miklum orðaforða, skáldgáfu, innsæi og þekkingu á myndmáli og stíl sem birtist vel í þýðingu hans. Hún er afar læsileg og aðgengileg, það er hægt að grípa niður hvar sem er og sökkva sér ofan í sögur af örlagaglettum hinna fornu guða. Alls staðar eru dæmi um útsjón- arsemi og næmi þýðandans fyrir blæbrigðum tungumálsins, bæði frummáls og þýðingar. Af handa- hófi má nefna fræg endalok hins sjálfhverfa unglings, Narkissu- sar, sem málgefna dísin Ekkó elti á röndum: „En er Narkissus sá þetta í vatninu, sem var nú aftur orðið slétt sem spegill, þá var honum öllum lokið, og svo sem hið gula vax bráðnar af léttum eldi og klaki leysist upp af yl sólarinnar, þannig bráðnaði hann af ást og tærðist upp smám saman af inni- byrgðum eldi. Þá hvarf roðinn af björtu hörundi hans, honum þvarr máttur og megin, og fegurð hans bliknaði, sá líkami sem Ekkó hafði unnað svo mjög varð ekki nema svipur hjá sjón“ (106-7). Kristján hefur með þýðingu sinn á Ummyndunum eftir Óvíd fært nútímalesendum fornklass- ískan sagnaheim á gullaldarís- lensku eða eins og þeir Óvíd orða það (432): Hann hefur „lokið verki sem hvorki bræði Júpíters né eldur né járn né tönn tímans munu fá grandað.““ Dómnefnd skipuðu þau Hjörleif- ur Sveinbjörnsson, Þórdís Gísla- dóttir og Steinunn Inga Óttars- dóttir. pbb@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 24. apríl 2010 ➜ Leikrit 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikrit- ið Stræti eftir Jim Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is og www.midi.is. 20.00 Leikfélag Borgarholtsskóla sýnir Rokksöngleik um Lísu í Undra- landi. Sýningar fara fram í Bæjarleik- húsinu við Þverholt í Mosfellsbæ. Nán- ari upplýsingar á www.midi.is. 20.00 Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magn- ússon flytja verkið Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais í Borgarleikhúsinu við Listabraut. Nánari upp- lýsingar á www.midi.is. ➜ Opnanir 14.00 Útskriftarnemar við listnáms- braut Fjölbrautaskólans í Breiðholti opna sýningu í Galleríi Tukt, Hinu Hús- inu við Pósthússtræti. 14.00 Útskriftarsýning nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Opið alla daga kl. 10- 17, fimmtudaga kl. til kl. 22. ➜ Kvikmyndir 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Peter Greenaway The Cook, the Thief, His Wife …” (1989). Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www. kvikmyndasafn.is. ➜ Tónleikar 15.00 Afmælistónleikar Álafosskórs- ins verða í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Fjölbreytt efnisskrá. 15.00 Vörðukórinn sem er blandaður kór úr uppsveitum Árnessýslu verður með söngskemmtun í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Á efnisskránni verða eingöngu íslensk lög: þjóðlög, dægurtónlist, sönglög, leikhústónlist og kirkjutónlist. 23.00 Hljómsveitirnar Perla, Mom- entum og Hoffman halda tónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Dagskrá Í tilefni af Degi umhverfisins verður boðið upp á dagskrá fyrir alla fjölskyld- una í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ við Sturlugötu kl. 10.30-15. Jarðfræði og líffræðileg fjölbreytni Íslands í máli og myndum. ➜ Djass Jazzhátíð Garðabæjar stendur yfir til 25. april. Nánari upplýsingar á www. gardabaer.is. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika hátíðarinnar á meðan húsrúm leyfir. 20.30 Cathrine Legardh og félagar verða með tónleika í Kirkjuhvoll, safn- aðarheimili Vídalínskirkju við Kirkjulund. Á efnisskránni verður hennar eigið efni ásamt þekktum djassslögurum og nor- rænum lögum. Sunnudagur 25. apríl 2010 ➜ Tónleikar 13.00 Stórsveit Reykja- víkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 13-18. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfend- um er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir. 14.00 Ísgerður Elfa Gunn- arsdóttir heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni þar sem hún flytur lög af barnaplötunni Bara plata. 17.00 Tónleikar verða í Hjallakirkju við Álfaheiði í Kópavogi þar sem Kammerkór kikjunnar flytur dagskrá. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir W.A. Mozart, J. Rutter, A. Dvorák og Jón Ásgeirsson. Enginn aðgangseyrir. ➜ Kvikmyndir 15.00 MÍR sýnir í salnum að Hverfis- götu 105, fransk-ítölsku kvikmyndina Þýskaland árið núll (1948) eftir leik- stjórann Roberto Rossellini. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. ➜ Leikrit 20.00 og 21.30 Mánudagsleikhúsið verður með tvær aukasýningar af verk- inu Nei Dorrit í Iðnó við Vonarstræti. ➜ Djass Lokadagur Jazzhátíðar í Garðabæ. Nánari upplýsingar á www.gardabaer. is. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika hátíðarinnar á meðan húsrúm leyfir. 20.30 Lokatónleikar Jazzhátíðarinnar verða í Vídalínskirkju við Kirkjulund. Fram koma Kór kirkjunnar, Gospelkór Jóns Vídalín og hljómsveit. ➜ Leiðsögn 13.00 Guðrún Guðmundsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Ævispor sem nú stendur yfir í Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu en þar sýnir Guðrún útsaumsverk. 14.00 Ingibjörg Jóhannsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Dyndi- lyndi sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Kl 16. Elsti karlkór landsins, Þrestir úr Hafnarfirði, gengst fyrir vortónleik- um í dag. Kórinn var stofnaður 1912. Verða tónleikarnir í Grafarvogs- kirkju, en aukatónleikar verða síðan þegar Þrestir fara með stóran hluta af söngdagskránni og flytja í Skál- holtskirkju laugardaginn 1. maí . > Ekki missa af Tónleikum Kórs Menntaskólans í Reykjavík í Seltjarnarneskirkju á sunnudagskvöld, kl. 20.00 Á dagskrá kórsins eru kirkju- leg og veraldleg verk, bæði íslensk og erlend. Þar er að finna útsetningar úr íslenskum söngarfi eftir Róbert A. Ottós- son, Smára Ólason, Hjálmar H. Ragnarsson og Árna Harðarson. Af öðru má nefna verk eftir Báru Grímsdóttur og Finn Torfa Stefánsson. Á þessum tónleikum kórsins verða u.þ.b. 40 söngvarar, stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Vorkoma Akureyrarstofu fór fram í Ketilhúsinu sumardaginn fyrsta í björtu og fallegu sumarveðri og voru veittar alls sjö viðurkenningar, auk þess sem tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Akureyrarbæjar. Það er Björn Þorláks- son rithöfundur sem hlýtur starfslaun listamanns í sex mánuði og hyggst hann nýta starfslaunatímann til þess að vinna að sjötta ritverki sínu en efni þess er enn sem komið er leyndarmál. Þrjár heiðursviðurkenningar voru veittar til einstaklinga sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til menningarlífs á Akureyri, hver á sinn hátt. Þetta eru Heiðdís Norðfjörð rithöfundur, Ingvi Rafn Jóhanns- son söngvari og Arngrímur Jóhannsson athafnamaður. Tvær viðurkenningar voru veittar vegna byggingalistar. Arkitektastofan Kollgáta, sem er í eigu Loga Más Einars- sonar og Ingólfs Freys Guðmundssonar, hlaut viðurkenningu fyrir vel útfærða viðbyggingu á funkishúsi í Helgamagra- stræti 3 á Akureyri og arkitektinn Ágúst Hafsteinsson hlaut viðurkenningu fyrir Glerárvirkjun, stöðvarhús Norðurorku í Glerárgili. Í ár voru í fyrsta skipti veitt athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar og féllu þau í skaut fyrirtækjanna RAF sem fær viðurkenningu fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf og SS Byggir fyrir athafnasemi og kraftmikla starfsemi. Það var Pétur Bergmann Árnason sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd RAF og Sigurður Sigurðsson frá SS Byggir. Björn bæjarlistamaður Akureyrar BJÖRN ÞORLÁKSSON Kristján Árnason hlaut í gær Íslensku þýðingaverð- launin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Gljúfra- steini. Verðlaunin hlýtur Kristján fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvíd. Eftirtaldir þýðendur voru til- nefndir: Elísa Björg Þorsteins- dóttir fyrir Málavexti eftir Kate Atkinson (Bjartur); Guðbergur Bergsson fyrir Öll dagsins glóð, safn portúgalskra ljóða frá 1900– 2008 (JPV útgáfa); Kristján Árna- son fyrir Ummyndanir eftir Óvíd (Mál og menning); María Rán Guðjónsdóttir fyrir Kirkju hafs- ins eftir Ildefonso Falcones (JPV útgáfa) og Sigurður Karlsson fyrir Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivukari (Uppheimar). Í umsögn dómnefndar segir: „Dómnefndin glímdi við það vandasama hlutverk að velja eina þýðingu úr þessum hópi öndveg- isþýðinga og urðu Ummyndan- ir eftir rómverska skáldið Óvíd í þýðingu Kristjáns Árnasonar fyrir valinu. Kristján (f. 1934) hefur ort ljóð, þýtt skáldsögur, ljóð og leik- rit og skrifað greinar, erindi og ritgerðir um bókmenntir, skáld- skaparlist og heimspeki. Hann er allt í senn, ljóðskáld og þýðandi, heimspekingur, kennari og bók- menntafræðingur. … „Dagur mun koma að kveldi og Föbus mun baða lafmóða fáka sína í sjávardjúpun- um, áður en ég fái upp talið allt það sem hefur tekið á sig nýja mynd“ (418), segir Óvíd. Hinn forni bókmenntaarfur á latínu hefur öldum saman verið helsta undirstaða menntunar í Evrópu og endalaus uppspretta túlkunar og listsköpunar. Nægir að nefna góð- kunningja úr Ummyndunum eins og Orfeif og Evridýku, Andróm- edu og Pygmalíon sem dæmi um KRISTJÁNI ÁRNASYNI SÓMI SÝNDUR BÓKMENNTIR Kristján Árnason skemmtir mennta- og menningarmálaráðherranum, Katrínu Jakobsdóttur, og Rúnari Helga Vignissyni, formanni Bandalags þýðenda og túlka, á Gljúfrasteini í gær þegar hann tók mót verðlaunum fyrir þýðingu sína á Ummmyndunum Óvíds. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tómasarmessa í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudaginn 25. apríl kl. 20 Hryggð mun snúast í fögnuð Fjölbreytt tónlist og fyrirbæn Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.