Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 78
42 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Hönnuðurinn Hildur Yeoman átti eina líflegustu sýninguna á Reykja- vík Fashion Festival í mars og sýndi þar gullfallega fylgihluti. „Ég hef unun af fögru handverki og leitast við að nota gamlar og gildar aðferðir við hönnun mína,“ útskýrir hún. „Mér er einnig mikið í mun að þekkingin sem er fólgin í gömlu handverki glatist ekki. Með þetta að leiðarljósi nýti ég netagarnið sem minn- ir um margt á gamlan sjó- mannsarf Íslendinga, vísar í veður- ofsa, hörku og slor. Efniviðinn set ég þó í nýtt samhengi í ferskum og fáguðum aukahlutum.“ Í nýju línunni breikkar Hildur svið sitt frá töskum og sýndi einnig hárskraut og hálsfestar. Innblást- urinn segist hún sækja til ömmu sinnar. „Magga amma mín var mikið tískuíkon og leyfi ég mér að líkja henni við „músuna“ og lífs- kúnstnerinn Catherine Baba. Frá henni koma litir línunnar, stemn- ing og form.“ Þess má einnig geta að verk Hildar sem voru gerð í sameiningu við ljósmyndarann Sögu Sigurðardóttur og voru sýnd í Kling og Bang hanga uppi í versl- uninni Kron Kron og er þetta síð- asta tækifæri fyrir áhugasama um að festa kaup á einum af þeim fáu eintökum sem eftir eru. - amb LÍFLEGT Fallegt hárskraut og svartir svanir um hálsinn. Buxur, buxur, buxur. Flíkin sem konur byrjuðu ekki að nota fyrr en Coco Chanel kom hinum vestræna heimi í skilning um að sjálfstæðar konur þyrftu að vera í þægilegum og praktískum fatnaði. Svartar „skinnies“ hafa verið fastur liður í daglegum klæðnaði mínum í mörg ár og persónulega er ég skelfilega íhaldssöm þegar það kemur að buxnatískunni. Eitt er það tískufyrirbrigði sem ég skil ekki en sé oftar og oftar á öld- urhúsum borgarinnar. Sætar skvísur sem klæða sig í einhvers konar „eighties“ snið af buxum með fellingum á mjöðmum og pokast yfir rass og læri. Versta útgáfan af þessu er úr hvítri bómull. Meira að segja grennsta manneskja fær vægast sagt ólögulegan vöxt með þessari katastrófu og þar sem ég vil endilega að kvenfólk geri sem mest úr sínum kvenlegu línum skil ég hreint ekki málið. Ég rakst á skemmtilega grein í breska dagblaðinu The Guardian í vikunni sem benti á að þeir sem geta ekki hugsað sér annað buxnasnið en þröngar mjóar gallabux- ur (líkt og ég sjálf) hafi hugsanlega verið heilaþvegnir og að þetta snið sé auðvitað kolómögulegt fyrir margar konur. Greinin færði mér þau stórtíðindi að útvíðar buxur séu að komast aftur í tísku og að heitasta gallabuxna- sniðið í sumar muni helst minna á hippa áttunda áratugarins. Annar og kannski dálítið meira spennandi kostur eru buxur sem hafa fengið heitið „Flare-ette“ á engilsaxnesku og þýðist lauslega sem „pínkupons- ulítið útvíðar buxur.“ Um er að ræða þröngar buxur sem víkka örlítið út yfir ökklann og munu því drepa endanlega tískuna þar sem stígvél eru höfð yfir þröngum gallabuxum. Það besta við þessar fréttir er að þá komast kúrekastígvél og „chelsea boots“ undir buxnaskálmina svo að maður geti verið strákalegur, rokkaður og töff. Nú, ef þetta virðist allt saman vera orðið of flókið og fær Cheap Mondays-fólkið til að titra og skjálfa þá er væntanlega alltaf öruggt að ganga bara í pilsi. Þröngu buxurnar í geymsluna? … nýi Hello Kitty ilmurinn er væntanlega ætlaður litlum stúlkum og er ótrúlega léttur, frísklegur og ögn vanillukenndur svona eins og litlar stelpur eiga að anga. Mæður þeirra eiga án efa eftir að stelast í glasið líka. … þessi ynd- islegi stutti sumarkjóll er úr silki og skartar fisk- um og sjáv- ardýrum. Fæst í GK, Laugavegi. … kyn- þokkafullur samfestingur frá Top Shop er djammdress helgarinnar. OKKUR LANGAR Í … BLÁIR SVANIR Síðar heklaðar keðjur og svanir um hálsinn. HILDUR YEOMAN SÝNIR FYLGIHLUTI Á RFF: Innblásið af ömmu > AFRAKSTUR NÁMSINS Áhugafólk um framtíð íslenskrar tískuhönnunar ætti að bregða sér í Hafnarhúsið í dag þar sem flíkur útskriftarnema úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands verða til sýnis. Í dag verður listasafnið undir- lagt af nemum skólans sem sýna þar útskriftarverk sín úr öllum deildum. Í gærkvöldi átti sér stað glæsileg tískusýning fatahönnunarnemanna en prófdómari að þessu sinni var engin önnur en franski hönnuðurinn Martine Sitbon. SÍÐAR FESTAR Fallegar heklaðar festar setja skemmtilegan svip á klæðnaðinn. Borgarleikhúsinu 26. 27. og 28. apríl, kl. 18 og 20 Um sýninguna: Nemendur JSB kafa í heim vísindanna eftir dansefnivið. Varpað er ljósi á ýmis undur og tilraunir gerðar í gegnum dans og leik Miðaverð 2.000 kr. - frítt fyrir 6 ára og yngri Miðasala er í Borgarleikhúsinu og á www.midi.is N em en da le ik h ús J SB 2 01 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.