Fréttablaðið - 24.04.2010, Qupperneq 80
44 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
„Fríkirkjan er bara fullkomin, þetta er svo skemmti-
legt hús,“ segir leik- og söngkonan Ísgerður Elfa
Gunnarsdóttir.
Ísgerður gaf út barnaplötuna Bara plata á dögun-
um og heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykja-
vík klukkan 14 í dag. Ekkert kostar inn á tónleikana
og Ísgerður lofar að leynigestur stígi á svið. Bara
plata er fyrsta plata Ísgerðar, en hún stýrði Stund-
inni okkar í Sjónvarpinu á árunum 2006-2008.
Er það rétt sem fólk í þínum bransa segir að börn-
in séu gríðarlega dómharðir áhorfendur?
„Þau eru það náttúrulega.“
Og hvað, standa þau til dæmis upp og fara ef þeim
leiðist?
„Ég hef bara ekki lent í að þeim finnist ég leiðin-
leg (hlær) sjö, níu, þrettán.“
Ísgerður játar að börnin sýni mikla hörku þegar
þau biðja um óskalag og virði tilfinningar skemmti-
kraftsins að vettugi þegar þeim mislíkar lagavalið.
Ísgerður er ánægð með viðtökurnar og hefur þegar
fengið góða dóma, t.d. frá börnum vina sinna og vin-
kvenna, sem heyra nú rödd vinkonu sinnar talsvert
oftar en áður. „Áður en ég gerði plötuna hugsaði ég
ekki út í að allir vinir mínir myndu fá ógeð á mér,“
segir Ísgerður og hlær.
Þeir sem gefa út barnaplötu á Íslandi koma ekki
fram á hefðbundnum tónleikastöðum. Við getum til
dæmis ekki búist við að sjá Ísgerði troða upp á Players
í Kópavogi. En hvernig ætlar hún að kynna plötuna?
„Það eru náttúrulega alls kyns skemmtanir, til
dæmis í kringum 17. júní. Svo er ég að hugsa um að
fara í tónleikaferðalag um landið og plata einhverja
sniðuga með mér.“ - afb
Elin Nordegren, eiginkona kylf-
ingsins Tiger Woods, dvelur nú
ásamt börnum sínum í heimalandi
sínu, Svíþjóð. Heimildir herma að
Nordegren hafi verið að endurbæta
hús sem hún á í Stokkhólmi, en hún
hyggst eyða sumrinu þar.
Á meðan Nordegren dvel-
ur í faðmi fjölskyldu sinn-
ar sótti Tiger tónleika
með uppáhalds hljóm-
sveit sinni, Nickleback, og
skemmti sér svo baksviðs
með hljómsveitarmeðlim-
um að tónleikunum loknum.
Almannatenglar og aðrir í
kringum kylfinginn hafa
unnið hörðum höndum við
að bæta ímynd hans undan-
farið og mun þetta atvik hafa
skaðað þá vinnu.
> REIÐ FYRIRSÆTA
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er
þekkt fyrir bræðisköst sín og þrátt
fyrir að vera orðin 37 ára að aldri
heldur hún uppi tilteknum hætti.
Nýlega sló hún til tökumanns frá
sjónvarpsstöðinni ABC og gekk svo
út úr sjónvarpsviðtalinu.
Samkvæmt starfsfólki Kahala-
hótelsins á Honolulu sefur leik-
arinn George Clooney ávallt á
ofurmjúku laki úr kasmírull.
Clooney kom starfsfólki hót-
elsins í opna skjöldu með því
að biðja um að lakið yrði ávallt
sett á rúmið hans þegar búið
var um á hverjum morgni.
„Við urðum að leggja það
yfir hin lökin þegar bjugg-
um um rúmið hans,“ sagði
hótelstarfsmaður. „Þetta var
frekar fyndið. Það var eins og
þetta væri öryggislakið hans.
George skildi það eftir í her-
berginu þegar hann fór af
hótelinu og við urðum að senda
það á staðinn sem hann ætlaði
að fara á. Hann getur greini-
lega ekki verið án þess.“
Clooney var staddur á
Hawaii við upptökur á kvik-
myndinni The Descendants
og með honum í för var kær-
astan hans, ítalska fyrirsætan
og leikkonan Elizabetta Cana-
lis. Eins og kom fram í Frétta-
blaðinu á föstudag hitti söng-
konan Anna Mjöll Ólafsdóttir
parið á veitingastað í Honolulu
og samkvæmt henni var hinn
48 ára Clooney ákaflega þægi-
legur í viðmóti. Kasmírlakið
mjúka hefur vafalítið átt sinn
þátt í því.
Clooney sefur á ofurmjúku kasmírlaki
BARA PLATA Ísgerður heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tigerinn á tónleik-
um með Nickleback
CLOONEY OG CANALIS
Leikarinn vinsæli getur
ekki án mjúka kasmír-
laksins verið.
SKEMMTIR SÉR Tiger
Woods skellti sér á
tónleika og skemmti
sér vel á meðan kona
hans og börn dvöldu í
Svíþjóð.
Bara plata í Fríkirkjunni
Vinir Söndru Bullock segja hana
staðráðna í að skilja við eigin-
mann sinn, Jesse James, eftir að
upp komst um framhjáhald hans.
Leikkonan mun þó ætla að ganga
rólega til verks því hún óttast að
annað muni hafa slæm áhrif á
börn James.
„Hún vill ekki særa börnin og
þess vegna hefur hún ákveðið að
ganga frá skilnaðinum í rólegheit-
um. Jesse og börn hans voru og
eru fjölskylda hennar og hún vill
fara varlega í sakirnar. En skilnað-
urinn mun gerast, þetta er aðeins
spurning um tíma,“ var haft eftir
heimildarmanni. Fyrir viku var
leikkonan mynduð á göngu stuttu
frá heimili sínu og athygli vakti
að hún bar engan hring á fingri.
„Sandra kynntist hlið á Jesse sem
fáir höfðu fengið að kynnast, en
nú hefur hún fengið að sjá þann
Jesse sem allir hinir sáu. En hún
er mjög jarðbundin og skynsöm og
þeir eiginleikar munu koma henni
í gegnum þennan erfiða tíma.“
Sandra mun skilja
MUN SKILJA Sandra Bullock mun skilja
við eiginmann sinn, hún vill þó ekki ana
áfram af tillitssemi við börn hans.
NORDICPHOTO/GETTY
Sveppi og félagar undirbúa
nú gerð framhaldsmyndar
í Algjörum Sveppa-flokkn-
um. Næsta mynd verður
tekin upp í þrívídd.
„Þetta eru prufutökur, tækin eru
komin til landsins, speglakass-
inn og þrívíddarskjárinn, og við
erum bara að fikra okkur áfram og
athuga hvort mánuður sé nóg fyrir
okkur,“ segir Sverrir Þór Sverris-
son en hann ásamt Braga Þór Hin-
rikssyni eru byrjaður að fikta við
þrívíddartæknina fyrir næstu
myndina í Algjörum Sveppa-
flokknum. Eins og Fréttablað-
ið hefur greint frá verður næsta
mynd um Algjöran Sveppa tekin
upp í þrívídd en fyrsta myndin
sló eftirminnilega í gegn á síðasta
ári.
Sverrir og Bragi hafa komið
sér fyrir í myndveri Latabæjar
í Garðabæ og ætla að prófa sig
aðeins áfram. „Bragi er alveg
með í maganum yfir þessu og er
að reyna að láta þetta ganga upp.
Við viljum gera þetta almennilega,
fólk má ekki fá ofbirtu í augun því
það er eitt að taka þetta upp og
annað að koma þessu á hvíta tjald-
ið,“ segir Sverrir sem er þó hvergi
banginn. „Kannski standa tökurn-
ar yfir í þrjátíu daga og kannski
þrjú hundruð daga. James Camer-
on var víst nokkur ár með eina
þrívíddarmynd,“ segir Sveppi og
vísar þar í Avatar-myndina.
Leikarinn segir þá vera eins og
tvo litla stráka sem hafi fengið
snemmbúna jólagjöf. „Við prófuð-
um að taka aðeins upp úti í garði í
þrívídd og þetta leit alveg ótrúlega
vel út,“ segir Sverrir en myndin
mun heita Algjör Sveppi og dul-
arfulla hótelherbergið. Vilhelm
Anton Jónsson og Guðjón Davíð
Karlsson endurtaka hlutverk sín
frá fyrstu myndinni en við hóp-
inn bætast þau Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir og Þröstur Leó Gunn-
arsson. Auðunn Blöndal, sem hefur
lengi gengið með leikaradraum-
inn í maganum, fær ekki hlutverk
í þessari fyrstu þrívíddarmynd
okkar Íslendinga. „Nei, þetta er
enginn fíflaskapur. Pétur Jóhann
ætlar kannski að leika lítið hlut-
verk ef hann nennir,“ segir Sveppi.
freyrgigja@frettabladid.is
Sveppi í þrívíddartökum
EINS OG LITLIR STRÁKAR Villi, Gói og Sveppi á tökustað í myndveri Latabæjar í gær ásamt Braga Þór Hinrikssyni leikstjóra. Sveppi
segir hann og Braga vera eins og litla stráka en þrívíddargræjurnar þeirra eru komnar til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
www.heilsuhusid.is
Heilsuhúsinu Lágmúla kl. 20-22
Glæsileg handbók fylgir með
öllum upplýsingum sem þarf.
Skráning og nánari upplýsingar
á www.30.is og í síma 864 9155.
Námskeiðsgjald kr. 6.900 kr.
DAVÍÐ KRISTINSSON næringar- og lífsstílsþerapisti
heldur fyrirlestur um 30 daga hreinsun á
mataræði. Gott tækifæri til að byrja núna
að axla ábyrgð á eigin heilsu!
Rúmlega 1000 manns hafa lokið 30 daga
hreinsun með mjög góðum árangri!
Miðvikud. 28. apríl