Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 86

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 86
50 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is ÍSÍ og HÍ blása til ráðstefnu um íþróttaþjálfara í E-sal Íþr.miðst. í Laugardal fös. 30. apríl. nk. frá kl. 13.00-16.10. Ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Uppl. í 514-4000 og á vidar@isi.is Sjá nánar á www.isi.is þjálfarar! N1 Deildin 2009 - 2010 KARLAR Laugardagur Digranes Höllin HK - Haukar Akureyri - Valur 16:00 20:00 KARLAR Sunnudagur Vestmannaeyjar Víkin ÍBV - Afturelding Víkingur - Grótta 13:30 19:30 UMSPIL - LEIKUR 2 ÚRSLITAKEPPNI FÓTBOLTI Leikur Manchester United og Tottenham á Old Trafford í dag gæti orðið tímamótaleikur fyrir Eið Smára Guðjohnsen. Ef hann kemur við sögu í leiknum verður það hans 250. deildarleikur á Eng- landi frá upphafi. Eiður Smári kom til Bolton haustið 1998 og lék með liðinu í tvö ár í ensku B-deildinni. Árið 2000 var hann seldur til Chelsea þar sem hann var í sex ár við afar góðan orðstír. Á þeim tíma kom hann við sögu í níu deildarleikjum gegn Manchest- er United. Chelsea vann þrjá af þessum níu leikjum, United þrjá og þremur lyktaði með jafntefli. En Eiður Smári skoraði í öllum þessum þremur sigurleikjum og þrjú af fjórum mörkum hans gegn United skoraði hann á Old Trafford. Honum virðist því líða vel á þess- um velli og forvitnilegt að sjá hvort hann fái tækifærið í dag. Eiður Smári er sem stendur láns- maður hjá Tottenham frá franska liðinu AS Monaco en hann ítrek- aði fyrr í vikunni vilja sinn til að vera lengur í Englandi. Þar njóti hann sín mun betur en í franska boltanum. - esá Eiður Smári Guðjohnsen gæti spilað sinn 250. leik í ensku úrvalsdeildinni í dag: Finnur sig vel á Old Trafford EIÐUR SMÁRI Fagnar hér marki í leik með Tottenham. Hann hefur alls skorað 55 úrvalsdeildarmörk á ferlinum. NORDIC PHOTOS/GETTY 249 leikir Eiðs Smára Leikir Eiðs Smára Guðjohnsen í ensku deildakeppninni: 1998/1999 Bolton (B-deild) 14 1999/2000 Bolton (B-deild) 41 2000/2001 Chelsea (A-deild) 30 2001/2002 Chelsea (A-deild) 32 2002/2003 Chelsea (A-deild) 35 2003/2004 Chelsea (A-deild) 26 2004/2005 Chelsea (A-deild) 37 2005/2006 Chelsea (A-deild) 26 2010 Tottenham (A-deild) 8 Samtals 249 leikir N1-deild kvenna Valur - Fram 27-29 (12-16) Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 11/3 (15/4), Kristín Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (4), Ágústa Edda Björnsdóttir 2 (5), Brynja Dögg Steinsen 2 (2), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (5), Nína K. Björnsdótt- ir 1/1 (3/3), Katrín Andrésdóttir 0 (1). Varin skot: Berglind Hansdóttir 14 Hraðaupphlaup: 2 (Rebekka, Hildigunnur) Fiskuð víti: 6 (Ágústa 2, Íris 2, Nína, Brynja Dögg, Rebekka) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 13/7 (18/7), Stella Sigurðardóttir 5 (9), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (5), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 0 (1). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 9/1, Helga Vala Jónsdóttir 2/1. Hraðaupphlaup: 4 (Stella, Ásta, Marthe, Guðrún) Fiskuð víti: 6 (Pavla 2, Stella 2, Hildur, Ásta, Guðrún) Utan vallar: 8 mín. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Val. ÚRSLIT > Ragnar Hjaltested úr leik Gunnar Magnússon, þjálfari HK, segir að afar ólíklegt sé að Ragnar Hjaltested geti spilað meira með liðinu í úrslitakeppni N1-deildar karla í handbolta. Hann meiddist á hné í leik Hauka og HK á fimmtudaginn en var reyndar fyrir að glíma við meiðsli í öxl og á hinu hnénu. Haukar unnu leikinn og liðin mætast öðru sinni í dag, nú á heimavelli HK í Digranesi. Haukar geta tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri en leik- urinn hefst kl. 16. Í hinni undanúrslit- arimmunni mætast Akureyri og Valur norðan heiða í kvöld kl. 20. Þar hefur Akureyri 1-0 forystu. HANDBOLTI Framkonum tókst að opna úrslitaeinvígið upp á gátt í gær með því að leggja Val í Voda- fone-höllinni 29-27. Með sigri hefðu Valskonur tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn en Safamýrarliðið var ákveðið í að selja sig dýrt og getur nú jafnað einvígið með því að vinna á heimavelli á morgun. Valskonur fóru betur af stað og náðu mest þriggja marka forystu. Eftir því sem á hálfleikinn leið komust Framkonur betur í leik- inn. Varnarleikurinn varð betri og þegar þær höfðu komist tveimur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks tók Stefán Arnar- son, þjálfari Vals, leikhlé. Það virtist litlu skila því Fram- liðið jók forskot sitt strax eftir það í fjögur mörk. Kominn var nokkuð mikill hiti í leikinn á þessum tíma- punkti en dómaraparinu tókst að róa leikmenn fljótt niður. Staðan í hálfleik var 12-16, og var gestaliðið í góðri stöðu. Valur skoraði fyrsta markið eftir hlé en fékk svo þrjú mörk í andlitið og staðan skyndilega orðin 13-19. Þetta var bil sem Valskonum gekk erfiðlega að brúa þrátt fyrir góðan stuðning áhorfenda. Þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk en komust ekki lengra. Fjölmargar misheppnaðar send- ingar reyndust dýrkeyptar fyrir Val í leiknum. Oft á tíðum virtist mikið óðagot vera á leikmönnum liðsins. „Við vorum kærulausar í hinum leikjunum en spilum greinilega betur undir pressu. Fleiri tóku af skarið í sókninni. Við töpuðum illa á heimavelli síðast en erum ákveðnar í að láta það ekki endur- taka sig á sunnudaginn. Maður á ekki að tapa leikjum á heimavelli,“ sagði Karen Knútsdóttir, marka- hæsti leikmaður Fram, í gær. Eftir að hafa sýnt dapra frammi- stöðu í fyrstu tveimur leikjunum var öllu meira líf í Framkonum í gær. Þær voru komnar með bakið upp við vegg og voru greinilega ekki tilbúnar að fara í sumar- frí. Mikil spenna er nú hlaupin í þetta einvígi og er von á frábær- um handboltaleik á morgun þegar liðin mætast í fjórða sinn. elvargeir@frettabladid.is Framarar ætla að vera með Fram vann sinn fyrsta sigur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Liðið fagnaði góðum útisigri á Val, 27-29. Fyrir vikið er mikil spenna hlaupin í einvígið þar sem næsti leikur fer fram á heimavelli Framara. „Formaðurinn spurði mig hvort við myndum vinna þenn- an leik. Ég sagðist geta vitað það um leið og við kæmum úr klefanum fyrir leik. Mér leið mjög vel þegar ég kom úr honum. Maður sá það á andlitunum að þær ætluðu sér að vinna þetta,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, kampakátur eftir sigurinn í Vodafone-höllinni í gær. Framliðið sýndi mun betri spila- mennsku en í fyrstu tveimur leikjunum og hafa nú minnkað muninn í 2-1 í einvíginu. Það getur jafnað með sigri í fjórða leiknum á morgun. „Fyrir okkur var þetta úrslitaleikur og okkur líður vel í þeim. Það var allt annað að sjá leik- menn bara fyrir leik heldur en fyrir hina tvo. Þetta er bara í hausnum á okkur hvernig við nálgumst leikina.“ En hver var munurinn á spilamennsku Fram í gær frá fyrri leikjunum tveimur þar sem liðið virkaði á köflum andlaust? „Varnarleikurinn framan af var góður og við fengum meira framlag frá fleiri leikmönnum. Það er gríðarlegur munur á að Guðrún Þóra [Hálfdánardóttir] spilaði með okkur heilan leik þrátt fyrir að þær hafi reynt að hamra í andlitið á henni enn eina ferðina. Hún skiptir okkur miklu máli og er ótrúlega góður leikmaður,“ sagði Einar. Sigurhátíð Vals var því slegið á frest en liðið gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn hefði það náð sigri í gær. Einar segist handviss um að hans lið sýni svipaða takta í leiknum á morgun og það gerði í gær. „Það er stutt í næsta leik og það er mjög gott. Við erum í hörkuformi og ég er sannfærður um að liðið mæti af krafti í leikinn á okkar heimavelli á sunnudag. Við skuldum okkar frábæru stuðn- ingsmönnum að mæta og spila almennilega á sunnudaginn.“ EINAR JÓNSSON, ÞJÁLFARI FRAM: FANN ÞAÐ FYRIR LEIKINN Á HLÍÐARENDA AÐ SIGUR YNNIST Okkur líður vel að spila úrslitaleiki HANDBOLTI Afturelding og Grótta unnu fyrstu leiki sína í umspili um laust sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Um undanúrslita- leiki í umspilskeppninni var að ræða. Afturelding vann sigur á ÍBV í Mosfellsbæ, 31-26, og Grótta vann Víking á sínum heimavelli, 28-26. Liðin mætast aftur á morg- un og í oddaleik á þriðjudaginn ef þarf. Sigurvegararnir mætast svo í þriggja leikja úrslitarimmu um sæti í N1-deild karla. - esá Umspilið í N1-deild karla: Afturelding og Grótta unnu ANTON RÚNARSSON Var markahæstur í liði Gróttu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI SIGURBROS Stella Sigurðardóttir skoraði fimm mörk í leiknum í gær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.