Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 86

Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 86
50 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is ÍSÍ og HÍ blása til ráðstefnu um íþróttaþjálfara í E-sal Íþr.miðst. í Laugardal fös. 30. apríl. nk. frá kl. 13.00-16.10. Ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Uppl. í 514-4000 og á vidar@isi.is Sjá nánar á www.isi.is þjálfarar! N1 Deildin 2009 - 2010 KARLAR Laugardagur Digranes Höllin HK - Haukar Akureyri - Valur 16:00 20:00 KARLAR Sunnudagur Vestmannaeyjar Víkin ÍBV - Afturelding Víkingur - Grótta 13:30 19:30 UMSPIL - LEIKUR 2 ÚRSLITAKEPPNI FÓTBOLTI Leikur Manchester United og Tottenham á Old Trafford í dag gæti orðið tímamótaleikur fyrir Eið Smára Guðjohnsen. Ef hann kemur við sögu í leiknum verður það hans 250. deildarleikur á Eng- landi frá upphafi. Eiður Smári kom til Bolton haustið 1998 og lék með liðinu í tvö ár í ensku B-deildinni. Árið 2000 var hann seldur til Chelsea þar sem hann var í sex ár við afar góðan orðstír. Á þeim tíma kom hann við sögu í níu deildarleikjum gegn Manchest- er United. Chelsea vann þrjá af þessum níu leikjum, United þrjá og þremur lyktaði með jafntefli. En Eiður Smári skoraði í öllum þessum þremur sigurleikjum og þrjú af fjórum mörkum hans gegn United skoraði hann á Old Trafford. Honum virðist því líða vel á þess- um velli og forvitnilegt að sjá hvort hann fái tækifærið í dag. Eiður Smári er sem stendur láns- maður hjá Tottenham frá franska liðinu AS Monaco en hann ítrek- aði fyrr í vikunni vilja sinn til að vera lengur í Englandi. Þar njóti hann sín mun betur en í franska boltanum. - esá Eiður Smári Guðjohnsen gæti spilað sinn 250. leik í ensku úrvalsdeildinni í dag: Finnur sig vel á Old Trafford EIÐUR SMÁRI Fagnar hér marki í leik með Tottenham. Hann hefur alls skorað 55 úrvalsdeildarmörk á ferlinum. NORDIC PHOTOS/GETTY 249 leikir Eiðs Smára Leikir Eiðs Smára Guðjohnsen í ensku deildakeppninni: 1998/1999 Bolton (B-deild) 14 1999/2000 Bolton (B-deild) 41 2000/2001 Chelsea (A-deild) 30 2001/2002 Chelsea (A-deild) 32 2002/2003 Chelsea (A-deild) 35 2003/2004 Chelsea (A-deild) 26 2004/2005 Chelsea (A-deild) 37 2005/2006 Chelsea (A-deild) 26 2010 Tottenham (A-deild) 8 Samtals 249 leikir N1-deild kvenna Valur - Fram 27-29 (12-16) Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 11/3 (15/4), Kristín Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (4), Ágústa Edda Björnsdóttir 2 (5), Brynja Dögg Steinsen 2 (2), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (5), Nína K. Björnsdótt- ir 1/1 (3/3), Katrín Andrésdóttir 0 (1). Varin skot: Berglind Hansdóttir 14 Hraðaupphlaup: 2 (Rebekka, Hildigunnur) Fiskuð víti: 6 (Ágústa 2, Íris 2, Nína, Brynja Dögg, Rebekka) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 13/7 (18/7), Stella Sigurðardóttir 5 (9), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (5), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 0 (1). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 9/1, Helga Vala Jónsdóttir 2/1. Hraðaupphlaup: 4 (Stella, Ásta, Marthe, Guðrún) Fiskuð víti: 6 (Pavla 2, Stella 2, Hildur, Ásta, Guðrún) Utan vallar: 8 mín. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Val. ÚRSLIT > Ragnar Hjaltested úr leik Gunnar Magnússon, þjálfari HK, segir að afar ólíklegt sé að Ragnar Hjaltested geti spilað meira með liðinu í úrslitakeppni N1-deildar karla í handbolta. Hann meiddist á hné í leik Hauka og HK á fimmtudaginn en var reyndar fyrir að glíma við meiðsli í öxl og á hinu hnénu. Haukar unnu leikinn og liðin mætast öðru sinni í dag, nú á heimavelli HK í Digranesi. Haukar geta tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri en leik- urinn hefst kl. 16. Í hinni undanúrslit- arimmunni mætast Akureyri og Valur norðan heiða í kvöld kl. 20. Þar hefur Akureyri 1-0 forystu. HANDBOLTI Framkonum tókst að opna úrslitaeinvígið upp á gátt í gær með því að leggja Val í Voda- fone-höllinni 29-27. Með sigri hefðu Valskonur tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn en Safamýrarliðið var ákveðið í að selja sig dýrt og getur nú jafnað einvígið með því að vinna á heimavelli á morgun. Valskonur fóru betur af stað og náðu mest þriggja marka forystu. Eftir því sem á hálfleikinn leið komust Framkonur betur í leik- inn. Varnarleikurinn varð betri og þegar þær höfðu komist tveimur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks tók Stefán Arnar- son, þjálfari Vals, leikhlé. Það virtist litlu skila því Fram- liðið jók forskot sitt strax eftir það í fjögur mörk. Kominn var nokkuð mikill hiti í leikinn á þessum tíma- punkti en dómaraparinu tókst að róa leikmenn fljótt niður. Staðan í hálfleik var 12-16, og var gestaliðið í góðri stöðu. Valur skoraði fyrsta markið eftir hlé en fékk svo þrjú mörk í andlitið og staðan skyndilega orðin 13-19. Þetta var bil sem Valskonum gekk erfiðlega að brúa þrátt fyrir góðan stuðning áhorfenda. Þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk en komust ekki lengra. Fjölmargar misheppnaðar send- ingar reyndust dýrkeyptar fyrir Val í leiknum. Oft á tíðum virtist mikið óðagot vera á leikmönnum liðsins. „Við vorum kærulausar í hinum leikjunum en spilum greinilega betur undir pressu. Fleiri tóku af skarið í sókninni. Við töpuðum illa á heimavelli síðast en erum ákveðnar í að láta það ekki endur- taka sig á sunnudaginn. Maður á ekki að tapa leikjum á heimavelli,“ sagði Karen Knútsdóttir, marka- hæsti leikmaður Fram, í gær. Eftir að hafa sýnt dapra frammi- stöðu í fyrstu tveimur leikjunum var öllu meira líf í Framkonum í gær. Þær voru komnar með bakið upp við vegg og voru greinilega ekki tilbúnar að fara í sumar- frí. Mikil spenna er nú hlaupin í þetta einvígi og er von á frábær- um handboltaleik á morgun þegar liðin mætast í fjórða sinn. elvargeir@frettabladid.is Framarar ætla að vera með Fram vann sinn fyrsta sigur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Liðið fagnaði góðum útisigri á Val, 27-29. Fyrir vikið er mikil spenna hlaupin í einvígið þar sem næsti leikur fer fram á heimavelli Framara. „Formaðurinn spurði mig hvort við myndum vinna þenn- an leik. Ég sagðist geta vitað það um leið og við kæmum úr klefanum fyrir leik. Mér leið mjög vel þegar ég kom úr honum. Maður sá það á andlitunum að þær ætluðu sér að vinna þetta,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, kampakátur eftir sigurinn í Vodafone-höllinni í gær. Framliðið sýndi mun betri spila- mennsku en í fyrstu tveimur leikjunum og hafa nú minnkað muninn í 2-1 í einvíginu. Það getur jafnað með sigri í fjórða leiknum á morgun. „Fyrir okkur var þetta úrslitaleikur og okkur líður vel í þeim. Það var allt annað að sjá leik- menn bara fyrir leik heldur en fyrir hina tvo. Þetta er bara í hausnum á okkur hvernig við nálgumst leikina.“ En hver var munurinn á spilamennsku Fram í gær frá fyrri leikjunum tveimur þar sem liðið virkaði á köflum andlaust? „Varnarleikurinn framan af var góður og við fengum meira framlag frá fleiri leikmönnum. Það er gríðarlegur munur á að Guðrún Þóra [Hálfdánardóttir] spilaði með okkur heilan leik þrátt fyrir að þær hafi reynt að hamra í andlitið á henni enn eina ferðina. Hún skiptir okkur miklu máli og er ótrúlega góður leikmaður,“ sagði Einar. Sigurhátíð Vals var því slegið á frest en liðið gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn hefði það náð sigri í gær. Einar segist handviss um að hans lið sýni svipaða takta í leiknum á morgun og það gerði í gær. „Það er stutt í næsta leik og það er mjög gott. Við erum í hörkuformi og ég er sannfærður um að liðið mæti af krafti í leikinn á okkar heimavelli á sunnudag. Við skuldum okkar frábæru stuðn- ingsmönnum að mæta og spila almennilega á sunnudaginn.“ EINAR JÓNSSON, ÞJÁLFARI FRAM: FANN ÞAÐ FYRIR LEIKINN Á HLÍÐARENDA AÐ SIGUR YNNIST Okkur líður vel að spila úrslitaleiki HANDBOLTI Afturelding og Grótta unnu fyrstu leiki sína í umspili um laust sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Um undanúrslita- leiki í umspilskeppninni var að ræða. Afturelding vann sigur á ÍBV í Mosfellsbæ, 31-26, og Grótta vann Víking á sínum heimavelli, 28-26. Liðin mætast aftur á morg- un og í oddaleik á þriðjudaginn ef þarf. Sigurvegararnir mætast svo í þriggja leikja úrslitarimmu um sæti í N1-deild karla. - esá Umspilið í N1-deild karla: Afturelding og Grótta unnu ANTON RÚNARSSON Var markahæstur í liði Gróttu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI SIGURBROS Stella Sigurðardóttir skoraði fimm mörk í leiknum í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.