Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 4
4 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 23° 20° 12° 18° 19° 14° 14° 21° 16° 22° 26° 27° 15° 17° 16° 12°Á MORGUN Hægur vindur um allt land. SUNNUDAGUR Fremur hægur vindur um allt land. 8 12 7 8 64 5 86 6 6 6 3 4 1 0 3 5 3 5 1 1 1 4 3 2 2 3 3 3 3 3 HELGARVEÐRIÐ Það er vor í lofti og hitinn á uppleið á landinu um helg- ina. Vindur verður skaplegur og sólin skín, þó misjafn- lega mikið eftir landshlutum. Það verður reyndar lítils háttar úrkoma um sunnanvert landið í dag en hún fer minnkandi þegar á daginn líður. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Auður Reynisdóttir, nemi við Verk- menntaskólann á Akureyri sem talað var við um nám í sérblaði um fram- haldsnám sem fylgdi Fréttablaðinu á á miðvikudag, er ekki frá Þistilfirði, heldur Tálknafirði. LEIÐRÉTTING ÞJÓÐKIRKJAN Prestar samþykktu ekki stuðning við frumvarp dóms- málaráðherra um ein hjúskapar- lög á prestastefnu í gær. Tillögunni var vísað til biskups og kenning- arnefndar kirkjunnar til frekari umfjöllunar. Hart var tekist á um málið á lokadegi hins árlega þings presta og guðfræðinga í gær. Til- lagan um stuðning við frumvarp- ið var lögð fram af 91 presti og guðfræðingi, sem er meirihluti stéttarinnar í landinu. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, lagði fram aðra tillögu, þess efnis að Alþingi yrði hvatt til að svipta presta umboði til laga- legrar vígslu hjóna. Yrði það gert fengju sýslumenn einir að vígja hjón, en prestar gætu eftir sem áður blessað þau. Geir segist hafa gert þessa til- lögu sárnauðugur til að forða því að kirkjan klofnaði. „Þú getur rétt ímyndað þér hvort það var ekki þungbært mér, sem er mjög í mun að varðveita hefð kirkjunnar í land- inu. Það gerir það enginn sem er svipaðs sinnis og ég að biðja um að vera undanþeginn þessu nema eitt- hvað mikið liggi við,“ segir Geir. Geir segir að Þjóðkirkjan sé nú enn óklofin að nafninu til. „Það er mikið happ að eining kirkjunnar skyldi að forminu til varðveitast. Einkum og sér í lagi hygg ég að það muni vera gagnlegt gagnvart því samfélagi kirkjunnar sem hún á við aðrar kirkjur og kirkjudeild- ir,“ segir Geir. Hann áréttar þó að verði frumvarpið að lögum muni Þjóðkirkjan að sjálfsögðu hlíta vilja Alþingis. Eftir mikl- ar og heitar umræður um fyrri tillöguna, sem setti alla dagskrá presta- stefnunnar úr skorðum, kom fram ti l laga frá séra Gunn- laugi Garðars- syni þess efnis að vísa tillögunum báðum til biskups og kenningar- nefndar til umfjöllunar. Hún var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 53. Biskup hafði áður mælt með þessari leið. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, var einn þeirra 91 sem lögðu fram stuðningstil- löguna. Hann segir að í raun hafi fátt gerst á fundinum í gær utan þess að púlsinn hafi verið tekinn á prestastéttinni í þessu máli. „Fyrir okkur voru það hins vegar auð- vitað vonbrigði að það væri ekki sterkara fylgi með því að lýsa fyr- irfram yfir stuðningi við væntan- legt frumvarp,“ segir Bjarni. „Ég er í hópi þeirra fjölmörgu sem bíður með mikilli óþreyju eftir því að íslenska þjóðkirkjan taki sig saman í andlitinu hvað þessi sjálfsögðu mannréttindi og lýðheilsumál varðar, enda er það niðurstaða prestastefnu að farið verði að íslenskum lögum,“ segir Bjarni. Málið geti hins vegar ekki sundrað íslensku þjóðkirkjunni öfugt við það sem Geir Waage fullyrði, enda ljóst að forræðið á hjónabandinu liggi ekki hjá kirkj- unni eða yfirvöldum, heldur hjá fólkinu sjálfu. stigur@frettabladid.is Fengu ekki stuðning við ein hjúskaparlög Prestastefna samþykkti ekki tillögu 91 prests og guðfræðings um stuðning við frumvarp um hjónaband samkynhneigðra. Tillögunni var vísað til frekari um- fjöllunar biskups og kenningarnefndar með naumum meirihluta fundarmanna. BJARNI KARLSSON ÓSAMMÁLA Prestar þjóðkirkjunnar hafa lengi deilt um hjónaband samkynhneigðra og á því varð engin breyting í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÚKDÓMAR Rúmlega sjö þúsund einstaklingar hafa greinst með mislinga í Búlgaríu á árinu 2010. Flestir þeirra eru óbólusett börn yngri en 15 ára og hafa fimmt- án þeirra dáið og mörg veikst alvarlega. Frá árinu 2009 hafa stað- bundnir mislingafaraldrar á borð við þann búlgarska sést víða í Evrópu að því er fram kemur á vef landlæknisemb- ættisins, til að mynda á Spáni, Írlandi, Sviss, Austurríki og Þýskalandi. Þúsundir einstakl- inga í þessum löndum hafa sýkst og margir þeirra alvarlega, en talið er að um 30 prósent þeirra sem sýkjast þurfi á sjúkrahús- vist að halda. Í flestum tilfellum er um að ræða óbólusett börn. - sbt Óbólusett börn í hættu: Mannskæður mislingafarald- ur í Búlgaríu LÖGFRÆÐI Lög um Mannréttinda- sáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sérhver sá sem dómstóll finnur sekan fyrir afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Svo segir í fyrstu málsgrein 2. greinar í sjöunda viðauka laganna. Það er þetta ákvæði sem ýmsir málsmetandi menn hafa sagt benda til að ekki sé hægt að nota lands- dóm til að dæma fyrrverandi ráð- herra Íslands, sem kunna að hafa gerst sekir um vanrækslu í starfi. Ráðherrarnir geti ekki áfrýjað úr landsdómi. Því sé hann ónothæfur. En í annarri málsgrein sömu greinar segir: Réttur þessi getur verið háður undantekningum þegar um er að ræða minni háttar brot, eftir því sem fyrir er mælt í lögum, eða þegar fjallað var um mál við- komandi manns á frumstigi af æðsta dómi. Á þessa málsgrein hefur Ragn- hildur Helgadóttir prófessor bent, svo sem lesa mátti í blaðinu á þriðju- dag. Samkvæmt öðrum heimildum blaðsins úr heimi lögspekinnar til- greina fræðiritin þessa grein sem viðeigandi þegar æðstu ráðamenn eru saksóttir fyrir embættisbrot. Landsdómur er þá fyrrgreindur æðsti dómur, sem fjallar um málið á frumstigi. Slíka dómstóla fyrir ráðamenn megi finna víða. - kóþ Sjöundi viðauki Mannréttindasáttmála Evrópu og ágreiningur um landsdóm: Landsdómur er æðsti dómur DÓMUR Þingnefnd íhugar hvort draga skuli fyrir dóm ráðherra sem sýndu af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins. FJÁRMÁL Lífeyrissjóðurinn Festa gæti tapað hátt í einum millj- arði vegna gjaldþrots Sparisjóðs Keflavíkur. Þetta kemur fram í samtali við Kristján Gunnarsson, stjórnarformann sjóðsins, á vef Víkurfrétta. Þar segir Kristján að Festa hafi fært eign sína í sparisjóðn- um niður um samtals 1,6 millj- arða. Vonandi komi þó ekki til þess að sjóðurinn þurfi að skerða réttindi. „Ef kæmi til frekari afskrifta myndi það hafa óveru- leg áhrif á afkomu sjóðsins árið 2010,“ segir hann. Ávöxtun sé góð það sem af er ári og ef hún verði svipuð út árið sé sjóðurinn í góðum málum. - sh Ekki útlit fyrir skerðingar: Festa gæti tapað milljarði NÝSKÖPUN Fyrirtækið ORF Líf- tækni hyggst í sumar tvöfalda ræktun sína á erfðabreyttu byggi til að anna aukinni eftir- spurn. Ræktunin fékk nýlega starfs- leyfi Umhverfisstofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Stærst- ur hluti aukinnar framleiðslu er til að mæta aukinni eftirspurn erlendra viðskiptavina í snyrti- vöruiðnaði en úr bygginu er unnið prótein sem hægt er að nýta til framleiðslu snyrtivara. - shá ORF Líftækni stækkar við sig: Framleiðsla á byggi tvöfölduð REYKJAVÍKURBORG Eitt hundrað milljónum króna úr borgarsjóði Reykjavíkur verður varið til sér- staks markaðsátaks vegna goss- ins í Eyjafjallajökli. „Er þetta gert í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í íslenskri ferðamannaþjónustu og hjá fjölmörgum fyrirtækjum í Reykjavík sem treysta á viðskipti erlendra ferðamanna,“ segir í til- kynningu sem send var út í gær eftir að borgarráð samþykkti ein- róma að verja áðurnefndri upp- hæð í verkefnið sem vinna á með helstu hagsmunaaðilum. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- stjóri segir að vonast sé til að tjónið í ferðaþjónustunni verði lágmarkað. - gar Borgin bætir ímynd Íslands: Landkynning á 100 milljónir EYJAFJALLAJÖKULL Áhrifa eldfjallsins gætir í borgarráði Reykjavíkur. Ákveðið hefur verið að prenta þriðju prentun af skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Skýrslan er uppseld í mörgum bókaverslunum. Í fréttatil- kynningu frá Alþingi segir að prentuð verði 2.000 viðbótareintök sem koma í verslanir eftir helgi. RANNSÓKNARSKÝRSLAN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 29.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,2832 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 28,39 129,01 195,64 196,60 170,08 171,04 22,851 22,985 21,630 21,758 17,651 17,755 1,3652 1,3732 193,59 194,75 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.