Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 64
32 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Ath. á morgun kl. 14 Á morgun milli 14 og 16 ætlar Jóna Þor- valdsdóttir að gefa gestum og gangandi innsýn í töfraheim sígildra ljósmynd- unaraðferða í síðasta sinn en sýningu hennar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, SKYNJANIR, lýkur um aðra helgi. Þess má einnig geta að í ágúst mun Ljósmyndasafn Reykjavíkur vera með námskeið í bromoil-tækni sem er ein af aðferðunum sem Jóna notar en einn helsti sérfræðingur tækninnar í dag, David W. Lewis, mun kenna námskeiðið. > Ekki missa af Á morgun lýkur þremur sýningum í Nýlistasafninu: Samræði við safneign, sýn- ingu á verkum úr safneign Nýlistasafnsins, sem valin eru af stjórnarmeðlimum safnsins; viðbótarsýningunni Hrókering, sem valin er af sjö myndlistarmönnum af yngstu kynslóðinni, og sýningu félags- manns mánaðarins, Söru Björnsdóttur, en Sara hefur gert staðbundið verk á veggi og loft í safnbyggingunni við Skúlagötu 28. Yfirlitssýning Listasafns Reykjavíkur á stiklum úr sögu íslenskra vatnslitamálara hefur staðið yfir á Kjarvals- stöðum undanfarnar vikur. Aðalsteinn Ingólfsson valdi verkin á sýninguna sem gefur einstaka yfirsýn yfir þann þátt íslenskrar málaralistar sem fer oft lágt en er við nánari kynni, sem sýningin leiðir vel í ljós, ótrúlega fjölbreytt efnistök listamanna okkar á hinu vandmeðfarna formi þar sem vatn, litur og pappír takast á og skila oft yfirskilvitlegum áhrifum. Sýningunni fylgdi vegleg útgáfa á vegum safnsins og bókaútgáfunnar Opnu á bók þar sem Aðalsteinn gerir grein fyrir sögu vatnslitunar hér á landi frá 1880 til 2009. Sextíu listamenn koma þar við sögu og eru gefin dæmi um verk þeirra en Hafþór Yngvarsson ritar formálsorð. Leiðir þessi sýnisbók í ljós afar fjölbreytt efnistök og viðfangsefni frá þessu 130 ára tímabili. Á sunnudag lýkur sýning- unni á Kjarvalsstöðum en hún er í raun fyrsta tilraun sem gerð hefur verið til skráningar á sögu vatnslitanna í íslenskri myndlist. Á sýningunni eru rúmlega 140 verk. Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum er opið daglega frá 10 til 17. Litbrigði vatnsins glitra enn Á morgun verður vorhátíð í Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum þar sem tugir myndlistarmanna hafa haft aðstöðu um ára- bil í skjóli Reykjavíkur- borgar. Það eru fjörutíu myndlistarmenn sem hafa þar aðsetur og reka Sjónlistamiðstöðina. Í tilefni af vorhátíðinni verður opnuð sérstök sýning á verkum þeirra á hlöðuloftinu og á morg- un verður þar í boði dagskrá með fjölbreyttu efni auk þess sem vinnustofur listamanna í húsinu verða opnar upp á gátt. Hópurinn sem hefur aðstöðu á Korpúlfsstöðum er settur saman af listamönnum úr ólíkum geir- um myndlegrar sköpunar; málun, grafík, leirlist, textíl, fatahönnun og landslagsarkitektúr eiga þar sína fulltrúa. Vinnustofurnar eru leigðar út þrjú ár í senn, en Sam- band íslenskra myndlistarmanna, SÍM, leigir aðstöðuna af Reykja- víkurborg og annast endurleigu til áhugasamra, en ásókn í aðstöðuna er mikil og ræður sérskipuð val- nefnd hverjir fá aðstöðu þar. Þá eru þar gestavinnustofur og íbúð fyrir erlenda listamenn. Hópurinn á Korpúlfsstöðum er vanur því að fá gesti til að skoða hvað er þar á seyði. Fyrsta laugar- dag hvers mánaðar er þar opið hús og tvisvar á ári er efnt til samsýn- ingar á hlöðuloftinu sem þau segja stærsta og óvenjulegasta sýning- arsal á landinu. Að þessu sinni er yfirskrift sýningarinnar Birta. Á morgun mun hópur salsa- dansara mæta á svæðið, Vox Fem- inae kemur fram undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og Einar Már Guðmundsson les upp. Veitingasala er starfandi í hús- inu á morgun og leikur örugglega mörgum forvitni á hvernig innan- stokks er í þessu forna setri Thors Jensen sem var ein stærsta til- raun til að koma á fót stórbúi hér á landi í þann tíma þegar flest býli, jafnvel forn höfuðból, voru smá- býli í húsakosti. Hópurinn stendur fyrir vefsíðu þar sem skoða má hvaða lista- menn eru nú um stundir með stað- festu í gamla húsinu á Korpúlfs- stöðum: www.korpart.is. Allir eru velkomnir á morgun til hátíðarhaldanna. pbb@frettabladid.is Opið hús á Korpúlfsstöðum Á morgun verður kynnt um úrslit í hönnunarsamkeppni í anda Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni. Það er dóttir listamannsins, Ásdís Ásmundsdóttir, sem mun afhenda fyrstu verðlaun að upphæð kr. 500.000 en fimmtán bestu hugmyndirnar í samkeppninni verða einnig til sýnis í safninu. Á sama tíma verður opnuð sýningin Ég kýs blóm- legar konur … Konur í verkum Ásmundar Sveinsson- ar, þar sem sjónum er beint að konum og kvenímynd- inni í verkum Ásmundar. Þá hefur hluti af vinnustofu Ásmundar verið endurgerður, sem gerir gestum kleift að skyggnast inn í líf og starf myndhöggvarans. Alls bárust 68 tillögur í hönnunarsamkeppninni um Ásmund Sveinsson en að henni standa verslunin Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöð Íslands. Óskað var eftir tillögum að nytjahlut sem end- urspegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans og var keppnin öllum opin. Verðlaunahafi hlýtur verðlaun að verðmæti 500.000 kr. sem Kraum, Listasafn Reykjavíkur, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins leggja til, auk þess sem hluturinn verður seldur í verslunum Kraums í Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum og í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Ásmundar- safni. Einnig má gera ráð fyrir því að fleiri munir sem bárust í samkeppnina verði valdir til sölu á næstu mánuðum. Að mati dómnefndar fela þær fimmtán hugmyndir sem sýndar verða í Ásmundarsafni allar í sér skemmti- legar og raunhæfar hugmyndir að vöru með vísun í form- og hugarheim Ásmundar Sveinssonar. Þær end- urspegla ólík tímabil í listsköpun Ásmundar og fela jafnframt í sér afar vel útfærðar lausnir á hugmynd- um sem eru í takt við ákveðna meginstrauma, en hana skipa Halla Bogadóttir f.h. Kraum, formaður, Soffía Karlsdóttir f.h. Listasafns Reykjavíkur, Halla Helga- dóttir f.h. Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Pétur H. Ármannsson arkitekt, Óðinn Bolli Björgvinsson, vöru- hönnuður og Ingirafn Steinarsson f.h. SÍM. Sýningin sem opnuð verður í safninu á morgun, „Ég kýs blómlegar konur“, spannar verk frá öllum ferli meistarans. Stór hluti af verkum Ásmundar fjallar um konur;allt frá ástríkum mæðrum til stritandi vinnu- kvenna eða frá viðkvæmum stúlkum til hamslausra tröllkvenna. Titill sýningarinnar er tilvitnun í Ásmund sjálfan í viðtali sem tekið var við hann í Þjóðviljanum sumarið 1961 undir yfirskriftinni „Vinnan er lífið – og fegurðin“. Verkin á sýningunni lýsa sameiginlegum tilfinning- um sem birtast sem táknsögur fyrirbæra eða skáld- skapar. Þau spanna allan feril Ásmundar og sýna allt frá fyrstu raunsæisverkum hans til íburðarmikilla framsetninga hans á kvenkynsímyndunum. Sýningar- stjóri er Yean Fee Quay. Sýningin stendur til 17. apríl árið 2011. Í píramída Ásmundarsafns hefur verið komið upp endurgerð af vinnustofu Ásmundar þar sem ljósi er varpað á vinnuaðstöðu hans í Sigtúninu. Einnig hefur verið sett upp lesstofa þar sem hægt er að fræðast um líf og list Ásmundar í máli og myndum. - pbb Gripur í anda Ásmundar MYNDLIST Verk og vinna Ásmundar Sveinssonar eiga að endurspeglast í nytjahlut sem verður verðlaunaður á morgun í Ásmundarsafni. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ Ein af ungu grúppunum sem starfa hér á landi úr klassíska geiranum er Ísafoldarkvartettinn sem er skipaður þeim Elfu Rún Kristins- dóttur, Helgu Þóru Björgvinsdótt- ur, Þórarni M. Baldurssyni og Mar- gréti Árnadóttur. Hann hefur leikið saman frá stofnun Kammersveit- arinnar Ísafoldar árið 2003 og er sprottinn úr því frjósama umhverfi og samstarfi sem kammersveit- in hefur reynst. Kammersveitin Ísafold hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin árið 2008 sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og sam- tímatónlistar og sama ár var hún valin Tónlistarhópur Reykjavíkur- borgar. Ísafoldarkvartettinn hefur leik- ið strengjakvartetta á tónleik- um Ísafoldar en ætlar nú í fyrsta sinn að halda eigin tónleika með strengjakvartettum eftir Joseph Haydn, Maurice Ravel og Johann- es Brahms. Þeir verða í Salnum, Kópavogi á morgun kl. 17. Öll eru þau þrælmenntuð frá unga aldri: Elfa Rún Kristinsdóttir fiðlu- leikari er Akureyringur og fór að læra fjögurra ára. Hún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebasti- an Bach-fiðlukeppninni í Leipzig, einnig hvatningarverðlaun Evr- ópska menningarsjóðsins og var valin bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, allt árið 2006. Elfa Rún hefur leikið einleik bæði heima og erlendis með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands. Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari stundaði nám við Tón- menntaskóla Reykjavíkur og síðar við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Haustið 2004 hóf Helga Þóra nám við Listaháskólann í Berlín, þreytti Helga Þóra Diplom-próf 2007 og hlaut hæstu einkunn. Sem einleikari hefur Helga Þóra leik- ið fiðlukonsert Johannes Brahms, tvær rapsódíur fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Béla Bartók, og fiðlu- konsert nr. 2 eftir Bohuslav Mart- inu. Um þessar mundir er Helga Þóra búsett í París. Þórarinn Már Baldursson ólst upp í Aðaldal. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík og útskrifaðist 2002. Sama ár hlaut hann fasta stöðu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Margrét Árnadóttir lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 2000, stundaði framhaldsnám við Juilliard og lauk þaðan meistaragráðu 2006. Það sama ár voru henni veitt menning- arverðlaun The American-Scandin- avian Society. Margrét hefur komið fram á einleiks- og kammertónleik- um í Bandaríkjunum, Kína og hér heima; þar á meðal á Tíbrá, Kamm- ermúsíkklúbbnum, Kristal og sum- artónleikaröð Listasafns Sigur- jóns og starfar nú sem sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. - pbb Ísafoldarkvartett með tónleika TÓNLIST Ísafoldarkvartettinn heldur sína fyrstu tónleika á morgun í Salnum. MYND/SALURINN MYNDLIST Karólína Lárusdóttir, Lýsis- skömmtum, 2008. Gallerí List. MYNDLIST Opið hús á Korpúlfsstöðum á morgun þar sem tugir listamanna hafa vinnustofur. Hér má sjá leirlistakonur að störfum. FRÉTTABLAÐIÐ / HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.