Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 30
2 föstudagur 30. apríl núna ✽ fréttir af fólki þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Ritstjórn Anna M.Björnsson Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sjúklegur fatamarkaður verður haldinn í húsnæði Esk-imo við Skúlatún 4 á laugardag og eru það systurn- ar Bára, Sigrún og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur, Andr- ea Brabin og Arna Borgþórsdóttir sem munu selja flík- ur sínar. „Mér finnst þetta tilvalin leið til að endurnýta flíkurn- ar og gefa þeim lengri líftíma,“ segir Bára, sem starf- ar sem fatahönnuður og rekur verslunina Aftur við Laugaveg. „ Á markaðnum verður hægt að kaupa ýmsar merkjavörur í bland við önnur notuð föt og segir Bára að markmiðið sé að fólk geti komið og gert góð kaup. Aðspurð segist hún hafa fengið nokkrar fyrirspurn- ir frá fólki sem vilji mæta degi fyrr til að versla. „Ég segi öllum bara að mæta tím- anlega á laugardeginum, hitt væri ósann- gjarnt,“ segir Bára að lokum. Markaður- inn hefst klukkan 11.00 og stendur til klukkan 17.00. - sm Þ etta er í sjötta sinn sem ég heimsæki Fær-eyjar og er einstaklega hrifinn af staðn- um. Heimamenn taka sérstaklega vel á móti Íslendingum og ég held að Færeyingar viti meira um Ísland en við vitum um Færeyinga,“ segir frægasti húðflúrari Íslands, Fjölnir Geir Bragason sem staddur er í Þórshöfn í Færeyj- um. Í þetta sinn fékk Fjölnir far með skipinu Dettifossi en faðir hans, Bragi Ásgeirsson, átti far með skipinu hjá vini sínum, skipstjóran- um Matthíasi Matthíassyni. „Þeir eru gamlir og góðir vinir og ég fékk að fljóta með á síðustu stundu. Þeir fara svo rúntinn til Bretlands og ná í mig aftur á sunnudaginn.“ Fjöln- ir situr ekki auðum höndum í Færeyjum en hann hefur fengið aðstöðu í verslun- inni Zoo til að flúra Færeyinga. Zoo er til húsa nálægt höfninni undir skemmtistaðn- um Sirkus sem er nánast nákvæm eftirlíking af skemmtistaðnum sáluga sem eitt sinn var til húsa á Klapparstígnum í Reykjavík. „Það hefur verið nokkuð góð aðsókn,“ segir Fjölnir. „Færeyingar eru að færa sig yfir í að fá litaðar myndir líkt og heima á Íslandi í stað þessara hefðbundnu tattúa. Þeir eru margir mjög trúaðir þannig að kristin tákn og bænir eru líka vinsælar.“ Verslunin Zoo selur það heitasta í íslenskri hönnun og sem dæmi má nefna fatnað frá Dead, Royal Extreme, Eygló og Philippe Clause og því má áætla að viðskipta- vinir Fjölnis í Færeyjum séu hipp og kúl lið í yngra kantinum. „Nei, ég hef fengið fólk á öllum aldri til mín og í gær komu til dæmis mæðgin saman til mín,“ útskýrir hann. „Það er búið að vera yndislegt að vera hérna. Fær- eyingar kipptu sér ekki upp við öskufallið sem þeir fengu um daginn en hafa dálitlar áhyggjur af Kötlugösi vegna þess að síðast þegar Katla gaus misstu þeir út heilt sumar.“ - amb Fékk far með Dettifossi til Þórshafnar: FJÖLNIR HÚÐFLÚRAR FÆREYINGA REBEKKA JÓNSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR Á laugardaginn ætla ég að kíkja á fatamarkað sem allar líkur eru á að verði frá- bær. Um kvöldið er dj duó-ið alphabeta að spila á Hemma&Valda. Við lofum miklu stuði fram eftir nóttu. helgin MÍN Chloé Ophelia í ævintýrakeppni Fyrirsætan Chloé Ophelia Gorbul- ev hefur búið í Newcastle á Bret- landi um nokkurt skeið þar sem hún stundar nám en nú hafa hún og unnusti hennar, Árni Elliott, sótt um að taka þátt í alþjóðlegri keppni sem franski bílaframleiðandinn Renault stendur fyrir. Vinningurinn er hvorki meira né minna en afnot af splunkunýjum Renault-blæju- bíl en keppendur þurfa að rúnta um Evrópu og leysa margvísleg- ar þrautir. Umsókn þeirra skötu- hjúa var send með mynd- bandi á YouTube líkt og ann- arra keppenda og þau hafa þegar hlotið um þúsund at- kvæði. Árni og Chloé kalla sig „The Vikings“ og eru með Fac- ebook-síðu þar sem hægt er að styðja þau. Færeyingar gestrisnir við Íslendinga Fjölnir flúrar í sama húsi og skemmtistaðurinn Sirkus. Tískudrottningar með trylltan markað Flóamarkaður Bára Hólmgeirsdóttir held- ur flóamarkað á laugardag ásamt fríðum flokki kvenna. HIPPALEG Fyrirsætan Agyness Deyn var næstum óþekkjanleg á götum Lundúnaborgar í síðustu viku klædd í víðum fötum, með hatt og blá Lennon-sólgleraugu. P R O D E R M TM Skjótvirk hjálp fyrir þurra og viðkvæma húð Fæst í apótekum www.celsus.is Lagar strax, kláða, roða, varaþurrk og sviða. Húðin verður mjúk og rakafyllt. Engin fituáferð, lyktarlaust. Vörn gegn ertandi efnum á pH1-pH12 Hlífir húð barna, þolir munnvatn, nefrennsli og pappírsþurrkur. Klíniskar rannsóknir staðfesta árangur, CE-lækningavara Blús á Havarí Það er hinn ungi Jó- hann Páll Hreinsson sem kemur fram undir nafninu John- ny Stronghands og fetar í fótspor gömlu delta-blúsaranna og þeirrar tónlistar- hefðar sem upprunnin er í og við Clarksdale í Missisippi á þriðja ára- tug síðustu aldar. Johnny er nýbú- inn að gefa út plötuna Good Peop- le of Mine og af því tilefni heim- sækir hann verslunina Havarí í dag klukkan fimm. Skemmtileg leið til að sigla inn í helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.